Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 22:05 Vivianne Miedema kom inn af bekknum og breytti gangi mála. Martin Rickett/Getty Images Manchester City gerði sér lítið fyrir og lagði Chelsea 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn kom á óvart þar sem Man City rak nýverið þjálfara sinn og fátt virðist ætla að stöðva Chelsea á leið sinni að enn einum Englandsmeistaratitlinum. Líkt og Vísir greindi frá á dögunum ákvað Man City að láta þjálfara sinn fara eftir óviðunandi árangur. Tímapunkturinn var áhugaverður og kom leikmönnum félagsins í opna skjöldu. Annað sem gerði leik kvöldsins einkar áhugaverðan er að þetta var annar af fjórum leikjum liðanna á skömmum tíma. Um liðna helgi vann Chelsea 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum enska deildarbikarsins en í kvöld var það Man City sem fór með sigur af hólmi og Chelsea í vægast sagt erfiðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Leikur kvöldsins var varfærnislega leikinn og hvorugt lið vildi taka óþarfa áhættu. Staðan var því markalaus í hálfleik. Þegar klukkustund var liðin kom markadrottningin Vivianne Miedema heimaliðinu yfir eftir að varnarmenn Chelsea gátu ómögulega hreinsað boltann almennilega frá marki. 💥 Miedema is there to smash in the ball after an extended corner and give Manchester City the opener against Chelsea!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/A73LK7fiV1— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Mayra Ramírez hélt hún hefði jafnað metin fyrir Chelsea en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það nýttu heimakonur sér og Miedema bætti við öðru marki sínu og öðru marki Man City þegar mínúta var til loka venjulegs leiktíma. ✨ MAGIC MIEDEMAShe let's the ball to the work and then places it beautifully to double Manchester City's lead!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/tDlaiQbUTY— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Lokatölur í Manchester-borg 2-0 heimaliðinu í vil og verðandi Englandsmeistarar í Chelsea í vondum málum fyrir síðari leik liðanna. Var þetta fyrsta tap Sonia Bompastor síðan hún tók við þjálfun Chelsea. Jafnframt var þetta fyrsta tap liðsins á leiktíðinni. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19. mars 2025 20:00 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá á dögunum ákvað Man City að láta þjálfara sinn fara eftir óviðunandi árangur. Tímapunkturinn var áhugaverður og kom leikmönnum félagsins í opna skjöldu. Annað sem gerði leik kvöldsins einkar áhugaverðan er að þetta var annar af fjórum leikjum liðanna á skömmum tíma. Um liðna helgi vann Chelsea 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum enska deildarbikarsins en í kvöld var það Man City sem fór með sigur af hólmi og Chelsea í vægast sagt erfiðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Leikur kvöldsins var varfærnislega leikinn og hvorugt lið vildi taka óþarfa áhættu. Staðan var því markalaus í hálfleik. Þegar klukkustund var liðin kom markadrottningin Vivianne Miedema heimaliðinu yfir eftir að varnarmenn Chelsea gátu ómögulega hreinsað boltann almennilega frá marki. 💥 Miedema is there to smash in the ball after an extended corner and give Manchester City the opener against Chelsea!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/A73LK7fiV1— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Mayra Ramírez hélt hún hefði jafnað metin fyrir Chelsea en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það nýttu heimakonur sér og Miedema bætti við öðru marki sínu og öðru marki Man City þegar mínúta var til loka venjulegs leiktíma. ✨ MAGIC MIEDEMAShe let's the ball to the work and then places it beautifully to double Manchester City's lead!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/tDlaiQbUTY— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Lokatölur í Manchester-borg 2-0 heimaliðinu í vil og verðandi Englandsmeistarar í Chelsea í vondum málum fyrir síðari leik liðanna. Var þetta fyrsta tap Sonia Bompastor síðan hún tók við þjálfun Chelsea. Jafnframt var þetta fyrsta tap liðsins á leiktíðinni.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19. mars 2025 20:00 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19. mars 2025 20:00