Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 22:05 Vivianne Miedema kom inn af bekknum og breytti gangi mála. Martin Rickett/Getty Images Manchester City gerði sér lítið fyrir og lagði Chelsea 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn kom á óvart þar sem Man City rak nýverið þjálfara sinn og fátt virðist ætla að stöðva Chelsea á leið sinni að enn einum Englandsmeistaratitlinum. Líkt og Vísir greindi frá á dögunum ákvað Man City að láta þjálfara sinn fara eftir óviðunandi árangur. Tímapunkturinn var áhugaverður og kom leikmönnum félagsins í opna skjöldu. Annað sem gerði leik kvöldsins einkar áhugaverðan er að þetta var annar af fjórum leikjum liðanna á skömmum tíma. Um liðna helgi vann Chelsea 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum enska deildarbikarsins en í kvöld var það Man City sem fór með sigur af hólmi og Chelsea í vægast sagt erfiðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Leikur kvöldsins var varfærnislega leikinn og hvorugt lið vildi taka óþarfa áhættu. Staðan var því markalaus í hálfleik. Þegar klukkustund var liðin kom markadrottningin Vivianne Miedema heimaliðinu yfir eftir að varnarmenn Chelsea gátu ómögulega hreinsað boltann almennilega frá marki. 💥 Miedema is there to smash in the ball after an extended corner and give Manchester City the opener against Chelsea!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/A73LK7fiV1— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Mayra Ramírez hélt hún hefði jafnað metin fyrir Chelsea en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það nýttu heimakonur sér og Miedema bætti við öðru marki sínu og öðru marki Man City þegar mínúta var til loka venjulegs leiktíma. ✨ MAGIC MIEDEMAShe let's the ball to the work and then places it beautifully to double Manchester City's lead!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/tDlaiQbUTY— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Lokatölur í Manchester-borg 2-0 heimaliðinu í vil og verðandi Englandsmeistarar í Chelsea í vondum málum fyrir síðari leik liðanna. Var þetta fyrsta tap Sonia Bompastor síðan hún tók við þjálfun Chelsea. Jafnframt var þetta fyrsta tap liðsins á leiktíðinni. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19. mars 2025 20:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá á dögunum ákvað Man City að láta þjálfara sinn fara eftir óviðunandi árangur. Tímapunkturinn var áhugaverður og kom leikmönnum félagsins í opna skjöldu. Annað sem gerði leik kvöldsins einkar áhugaverðan er að þetta var annar af fjórum leikjum liðanna á skömmum tíma. Um liðna helgi vann Chelsea 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum enska deildarbikarsins en í kvöld var það Man City sem fór með sigur af hólmi og Chelsea í vægast sagt erfiðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Leikur kvöldsins var varfærnislega leikinn og hvorugt lið vildi taka óþarfa áhættu. Staðan var því markalaus í hálfleik. Þegar klukkustund var liðin kom markadrottningin Vivianne Miedema heimaliðinu yfir eftir að varnarmenn Chelsea gátu ómögulega hreinsað boltann almennilega frá marki. 💥 Miedema is there to smash in the ball after an extended corner and give Manchester City the opener against Chelsea!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/A73LK7fiV1— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Mayra Ramírez hélt hún hefði jafnað metin fyrir Chelsea en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það nýttu heimakonur sér og Miedema bætti við öðru marki sínu og öðru marki Man City þegar mínúta var til loka venjulegs leiktíma. ✨ MAGIC MIEDEMAShe let's the ball to the work and then places it beautifully to double Manchester City's lead!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/tDlaiQbUTY— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Lokatölur í Manchester-borg 2-0 heimaliðinu í vil og verðandi Englandsmeistarar í Chelsea í vondum málum fyrir síðari leik liðanna. Var þetta fyrsta tap Sonia Bompastor síðan hún tók við þjálfun Chelsea. Jafnframt var þetta fyrsta tap liðsins á leiktíðinni.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19. mars 2025 20:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19. mars 2025 20:00