Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2025 19:47 Hafdís Renötudóttir gjörsamlega hatar að tapa. Vísir/Diego Hafdís Renötudóttir leyfði sér að slá á létta strengi eftir öruggan sex marka sigur Vals gegn Haukum í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Valskonur náðu góðu forskoti snemma leiks er liðið tók á móti Haukum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Valur vann að lokum sex marka sigur, 29-23, en Hafdís segir þó að það sé alltaf erfitt að mæta Haukum. „Mér finnst erfitt að koma inn í alla leiki og ég er bara sátt með að hafa unnið,“ sagði Hafdís í leikslok. „Var þetta auðveldara en ég bjóst við? Nei. Það er alltaf erfitt að spila á móti Haukum.“ „Það var gott að ná forskotinu í fyrri hálfleik, bara til þess að dempa niður slakari frammistöðu í seinni hálfleik. Við misstum aðeins markvörsluna niður í seinni, en sóknarleikurinn var bara heilt yfir flottur held ég. Stelpurnar voru ótrúlega flottar í kvöld og það var mikilvægt fyrir okkur að ná í sigur eftir tapleik síðast.“ Valsliðið mátti þola tveggja marka tap gegn Fram í öðrum toppslag í síðustu umferð Olís-deildarinnar, en það var annað tap liðsins í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að tapleikirnir séu alls ekki margir eru Valskonur komnar með algjört ógeð af því að tapa. „Við erum ekki vanar því að tapa og nú erum við búnar að tapa nóg. Þetta er bara ógeðsleg tilfinning. Við erum búnar að tapa nóg til að vita hvað það er ógeðslega ömurlegt. Við erum allar setja auka tíu prósent í þetta því við ætlum að reyna að tapa ekki fleiri leikjum því það er svo vond tilfinning.“ „Við erum svo mikið keppnisfólk hérna og við erum í þessu til að standa okkur vel. Þegar við stöndum okkur vel þá kemur kannski sigur og við erum kannski að tengja þetta saman, en þegar við sýnum ekki frammistöðu þá vitum við alveg hvað getur gerst.“ Þrátt fyrir að aðeins tvær umferðir séu eftir af deildarkeppninni er nóg á döfinni hjá Valsliðinu. Valur fer til Slóvakíu á næstu dögum og mætir Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarsins áður en deildarkeppnin klárast og svi í kjölfarið tekur úrslitakeppnin við. „Ég vona bara að við nýtum þessa leiki til að fá sjálfstraust og að allar fái að spila. Svo erum við náttúrulega að fara til Slóvakíu á föstudaginn í Evrópubikarinn og við þurfum að vera góðar þar og vonandi komum við heim með eitthvað forskot. En þetta er drullugott lið sem við erum að spila á móti.“ Hafdís þvertekur þó fyrir það að það sé einhver þreyta í liðinu. „Ertu ekki að grínast? Við erum aldrei þreyttar,“ sagði Hafdís að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Sjá meira
Valskonur náðu góðu forskoti snemma leiks er liðið tók á móti Haukum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Valur vann að lokum sex marka sigur, 29-23, en Hafdís segir þó að það sé alltaf erfitt að mæta Haukum. „Mér finnst erfitt að koma inn í alla leiki og ég er bara sátt með að hafa unnið,“ sagði Hafdís í leikslok. „Var þetta auðveldara en ég bjóst við? Nei. Það er alltaf erfitt að spila á móti Haukum.“ „Það var gott að ná forskotinu í fyrri hálfleik, bara til þess að dempa niður slakari frammistöðu í seinni hálfleik. Við misstum aðeins markvörsluna niður í seinni, en sóknarleikurinn var bara heilt yfir flottur held ég. Stelpurnar voru ótrúlega flottar í kvöld og það var mikilvægt fyrir okkur að ná í sigur eftir tapleik síðast.“ Valsliðið mátti þola tveggja marka tap gegn Fram í öðrum toppslag í síðustu umferð Olís-deildarinnar, en það var annað tap liðsins í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að tapleikirnir séu alls ekki margir eru Valskonur komnar með algjört ógeð af því að tapa. „Við erum ekki vanar því að tapa og nú erum við búnar að tapa nóg. Þetta er bara ógeðsleg tilfinning. Við erum búnar að tapa nóg til að vita hvað það er ógeðslega ömurlegt. Við erum allar setja auka tíu prósent í þetta því við ætlum að reyna að tapa ekki fleiri leikjum því það er svo vond tilfinning.“ „Við erum svo mikið keppnisfólk hérna og við erum í þessu til að standa okkur vel. Þegar við stöndum okkur vel þá kemur kannski sigur og við erum kannski að tengja þetta saman, en þegar við sýnum ekki frammistöðu þá vitum við alveg hvað getur gerst.“ Þrátt fyrir að aðeins tvær umferðir séu eftir af deildarkeppninni er nóg á döfinni hjá Valsliðinu. Valur fer til Slóvakíu á næstu dögum og mætir Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarsins áður en deildarkeppnin klárast og svi í kjölfarið tekur úrslitakeppnin við. „Ég vona bara að við nýtum þessa leiki til að fá sjálfstraust og að allar fái að spila. Svo erum við náttúrulega að fara til Slóvakíu á föstudaginn í Evrópubikarinn og við þurfum að vera góðar þar og vonandi komum við heim með eitthvað forskot. En þetta er drullugott lið sem við erum að spila á móti.“ Hafdís þvertekur þó fyrir það að það sé einhver þreyta í liðinu. „Ertu ekki að grínast? Við erum aldrei þreyttar,“ sagði Hafdís að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Sjá meira