Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar 19. mars 2025 16:00 Það er sárt að horfa upp á sífellt harðari stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart fólki á flótta – en við látum það ekki gerast þegjandi. Það er kominn tími til að rísa upp gegn þessari aðför og frekari áformum, sýna samstöðu og segja skýrt: Fólk á flótta á rétt á öryggi, reisn og réttlæti. Nei við fangabúðum – Nei við rasisma! Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þetta er kerfisbundið ofbeldi sem við ætlum ekki að sætta okkur við. Brottvísanir eru ekki lausn – þær eru ofbeldi Fjöldi barna og fjölskyldna, sem hafa byggt sér líf hér, eiga á hættu á að missa dvalarleyfi sitt og vera send aftur til þeirra landa sem þau flúðu, beinustu leið inn í stríðsátök, kúgun, mansal og neyð. Þetta er gert í nafni nýrra útlendingalaga sem allir þingflokkar lögðu blessun sína yfir – en við segjum: Nú er nóg komið! Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við No Borders stendur fyrir samfélag sem nálgast fólk af virðingu, ekki af hörku og útilokun. Við höldum því okkar fyrsta viðburð í nýrri tónleikaröð, þar sem við stöndum saman gegn útlendingahatri og kynnum fjölbreytta rödd andófs og samstöðu. Saman getum við unnið að því að tryggja réttlátari og sanngjarnari heim fyrir öll, óháð uppruna eða stöðu. Tónleikar gegn landamæraofbeldi Fyrsti viðburðurinn í tónleikaröðinni Tónleikar gegn landamærum verður haldinn föstudaginn 21. mars á Smekkleysu klukkan 19:00. Tónleikaröðin fer fram annan hvern mánuð og er opin öllum sem vilja standa með fólki á flótta! Nánari upplýsingar hér: https://fb.me/e/4xlbqkNrr Höfundar eru meðlimir samtakanna No Borders Iceland og tónlistarfólk: Lukas Lilliendahl, Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Elísabet María Hákonardóttir, Pétur Eggerz Pétursson, Alexandra Ingvarsdóttir, Kristján A. Reiners Friðriksson, Júlíana Kristín Jóhannsdóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Það er sárt að horfa upp á sífellt harðari stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart fólki á flótta – en við látum það ekki gerast þegjandi. Það er kominn tími til að rísa upp gegn þessari aðför og frekari áformum, sýna samstöðu og segja skýrt: Fólk á flótta á rétt á öryggi, reisn og réttlæti. Nei við fangabúðum – Nei við rasisma! Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þetta er kerfisbundið ofbeldi sem við ætlum ekki að sætta okkur við. Brottvísanir eru ekki lausn – þær eru ofbeldi Fjöldi barna og fjölskyldna, sem hafa byggt sér líf hér, eiga á hættu á að missa dvalarleyfi sitt og vera send aftur til þeirra landa sem þau flúðu, beinustu leið inn í stríðsátök, kúgun, mansal og neyð. Þetta er gert í nafni nýrra útlendingalaga sem allir þingflokkar lögðu blessun sína yfir – en við segjum: Nú er nóg komið! Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við No Borders stendur fyrir samfélag sem nálgast fólk af virðingu, ekki af hörku og útilokun. Við höldum því okkar fyrsta viðburð í nýrri tónleikaröð, þar sem við stöndum saman gegn útlendingahatri og kynnum fjölbreytta rödd andófs og samstöðu. Saman getum við unnið að því að tryggja réttlátari og sanngjarnari heim fyrir öll, óháð uppruna eða stöðu. Tónleikar gegn landamæraofbeldi Fyrsti viðburðurinn í tónleikaröðinni Tónleikar gegn landamærum verður haldinn föstudaginn 21. mars á Smekkleysu klukkan 19:00. Tónleikaröðin fer fram annan hvern mánuð og er opin öllum sem vilja standa með fólki á flótta! Nánari upplýsingar hér: https://fb.me/e/4xlbqkNrr Höfundar eru meðlimir samtakanna No Borders Iceland og tónlistarfólk: Lukas Lilliendahl, Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Elísabet María Hákonardóttir, Pétur Eggerz Pétursson, Alexandra Ingvarsdóttir, Kristján A. Reiners Friðriksson, Júlíana Kristín Jóhannsdóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar