Fótbolti

Bein út­sending: Þor­steinn kynnir ís­lenska hópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson tilkynnir næsta leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins í dag.
Þorsteinn Halldórsson tilkynnir næsta leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins í dag. vísir/vilhelm

Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem leikmannahópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess verður kynntur.

Fundurinn hefst klukkan 13:15 en beina útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Á fundinum kynnir landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson íslenska hópinn sem mætir Noregi og Sviss í riðli 2 í Þjóðadeildinni. Leikirnir fara fram 4. og 8. apríl og verða báðir á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum.

Ísland er með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í riðli 2. Íslendingar gerðu markalaust jafntefli við Svisslendinga en lutu í lægra haldi fyrir Frökkum, 3-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×