Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar 18. mars 2025 21:02 Í dag, 18. mars, er Alþjóðadagur félagsráðgjafar þar sem félagsráðgjafar um allan heim taka höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema dagsins er að efla samstöðu millikynslóða fyrir varanlega vellíðan sem tengist kjarnanum í fag- og starfsgrein félagsráðgjafar, þ.e. tengsl kynslóða og gildi fjölskyldutengsla og annarra tengsla þvert á aldur og tengslanet. Jákvæð félagsleg tengsl er það sem hjálpar fólki í erfiðleikum, eflir og verndar okkur með kærleika og þakklæti, hjálpar okkur að dafna og verða það besta sem við getum verið. Samstaða milli kynslóða knýr hagkerfi okkar áfram og styður siðferði jafnréttis og miðlunar auðlinda þvert á samfélagið og milli kynslóða. Frá grasrót til gervigreindar Í tilefni af alþjóðadegi félagsráðgjafar stóð Félagsráðgjafafélag Íslands og siðanefnd félagsins fyrir rafrænum fundi undir yfirskriftinni Frá grasrót til gervigreindar þar sem fjórir frummælendur ræddu efnið. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus og klíniskur félagsráðgjafi fjallaði um hvernig félagsráðgjafar mæta framandi áskorunum í rafrænni menningu samtímans hvað varðar kynslóðatengsl og breytta samskiptahætti innan fjölskyldu og utan. Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi, ræddi gagnahlutdrægni gervigreindar og María Rós Skúladóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG, var með umræðu um framþróun í félagsráðgjöf. Að lokum kom Nikulás Guðnason meistaranemi í félagsráðgjöf með sjónarhorn ungu kynslóðarinnar og ræddi hvort félagsráðgjöf væri leiðarljós eða leiðarendir í hraðri þróun gervigreindar. Liðlega 100 þátttakendur um allt land fylgdust með fundinum, þeirra á meðal um 40 félagsráðgjafanemar sem voru saman komnir í húsnæði Háskóla Íslands og 20 félagráðgjafar á Vesturmiðstöð Reykjavíkurborgar. Áskoranir í starfi félagsráðgjafa Félagsráðgjafar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í daglegu starfi sínu en þar má til dæmis nefna skort á mannafla og álag í starfi. Mikill fjöldi mála og langir biðlistar eru álagsþættir en dæmi eru um að félagsráðgjafar finni fyrir kulnun vegna mikillar streitu og takmarkaðra úrræða. Fjárveitingar til félagsþjónustu eru oft ekki nægjanlegar til að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og það er skortur á úrræðum fyrir viðkvæma hópa, t.d. heimilislausa, fólk með geðrænar áskoranir og börn í erfiðum aðstæðum. Hátt húsnæðisverð og skortur á félagslegu húsnæði veldur óöryggi varðandi búsetu sem hefur áhrif á lífsgæði fólks. Félagsráðgjafar vinna með fólki sem á erfitt með að framfleyta sér og einnig með einstaklingum sem þurfa stuðning við andlega heilsu þar sem úrræði heilbrigðiskerfisins eru oft takmörkuð. Aðstoð við flóttafólk og innflytjendur krefst túlkaþjónustu og menningarnæmni. Þá eiga margir innflytjendur erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn eða fá réttindi sín viðurkennd. Félagsráðgjafar vinna með viðkvæmum hópum, þar á meðal börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi en það getur verið bæði flókið og krefjandi siðferðilega að grípa inn í slík mál. Samþætting þjónustu milli stofnana skiptir miklu máli en samvinna milli félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis, lögreglu og menntakerfis getur verið óskýr. Oft þurfa félagsráðgjafar að vinna á mörgum sviðum í einu án nægilegs stuðnings auk þess að laga sig að nýrri tækni, t.d. stafrænum skjalakerfum og gervigreindartólum. Skoða þarf hvernig nota megi tækni til að bæta þjónustu án þess að tapa mannlegri nálgun. Félagsráðgjafar þurfa oft að vera mjög skapandi í lausnaleit sinni en til að takast á við þessar áskoranir þarf bæði pólitíska stefnumótun og umbætur í kerfinu. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Í dag, 18. mars, er Alþjóðadagur félagsráðgjafar þar sem félagsráðgjafar um allan heim taka höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema dagsins er að efla samstöðu millikynslóða fyrir varanlega vellíðan sem tengist kjarnanum í fag- og starfsgrein félagsráðgjafar, þ.e. tengsl kynslóða og gildi fjölskyldutengsla og annarra tengsla þvert á aldur og tengslanet. Jákvæð félagsleg tengsl er það sem hjálpar fólki í erfiðleikum, eflir og verndar okkur með kærleika og þakklæti, hjálpar okkur að dafna og verða það besta sem við getum verið. Samstaða milli kynslóða knýr hagkerfi okkar áfram og styður siðferði jafnréttis og miðlunar auðlinda þvert á samfélagið og milli kynslóða. Frá grasrót til gervigreindar Í tilefni af alþjóðadegi félagsráðgjafar stóð Félagsráðgjafafélag Íslands og siðanefnd félagsins fyrir rafrænum fundi undir yfirskriftinni Frá grasrót til gervigreindar þar sem fjórir frummælendur ræddu efnið. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus og klíniskur félagsráðgjafi fjallaði um hvernig félagsráðgjafar mæta framandi áskorunum í rafrænni menningu samtímans hvað varðar kynslóðatengsl og breytta samskiptahætti innan fjölskyldu og utan. Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi, ræddi gagnahlutdrægni gervigreindar og María Rós Skúladóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG, var með umræðu um framþróun í félagsráðgjöf. Að lokum kom Nikulás Guðnason meistaranemi í félagsráðgjöf með sjónarhorn ungu kynslóðarinnar og ræddi hvort félagsráðgjöf væri leiðarljós eða leiðarendir í hraðri þróun gervigreindar. Liðlega 100 þátttakendur um allt land fylgdust með fundinum, þeirra á meðal um 40 félagsráðgjafanemar sem voru saman komnir í húsnæði Háskóla Íslands og 20 félagráðgjafar á Vesturmiðstöð Reykjavíkurborgar. Áskoranir í starfi félagsráðgjafa Félagsráðgjafar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í daglegu starfi sínu en þar má til dæmis nefna skort á mannafla og álag í starfi. Mikill fjöldi mála og langir biðlistar eru álagsþættir en dæmi eru um að félagsráðgjafar finni fyrir kulnun vegna mikillar streitu og takmarkaðra úrræða. Fjárveitingar til félagsþjónustu eru oft ekki nægjanlegar til að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og það er skortur á úrræðum fyrir viðkvæma hópa, t.d. heimilislausa, fólk með geðrænar áskoranir og börn í erfiðum aðstæðum. Hátt húsnæðisverð og skortur á félagslegu húsnæði veldur óöryggi varðandi búsetu sem hefur áhrif á lífsgæði fólks. Félagsráðgjafar vinna með fólki sem á erfitt með að framfleyta sér og einnig með einstaklingum sem þurfa stuðning við andlega heilsu þar sem úrræði heilbrigðiskerfisins eru oft takmörkuð. Aðstoð við flóttafólk og innflytjendur krefst túlkaþjónustu og menningarnæmni. Þá eiga margir innflytjendur erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn eða fá réttindi sín viðurkennd. Félagsráðgjafar vinna með viðkvæmum hópum, þar á meðal börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi en það getur verið bæði flókið og krefjandi siðferðilega að grípa inn í slík mál. Samþætting þjónustu milli stofnana skiptir miklu máli en samvinna milli félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis, lögreglu og menntakerfis getur verið óskýr. Oft þurfa félagsráðgjafar að vinna á mörgum sviðum í einu án nægilegs stuðnings auk þess að laga sig að nýrri tækni, t.d. stafrænum skjalakerfum og gervigreindartólum. Skoða þarf hvernig nota megi tækni til að bæta þjónustu án þess að tapa mannlegri nálgun. Félagsráðgjafar þurfa oft að vera mjög skapandi í lausnaleit sinni en til að takast á við þessar áskoranir þarf bæði pólitíska stefnumótun og umbætur í kerfinu. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar