Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar 18. mars 2025 09:31 „...ég hef sjálf gengið í gegnum rasisma og það er bara mjög óþægilegt og ógeðslegt. Mér finnst að það eigi að koma fram við öll börn alveg eins, sama hvaðan þau koma.“ Þetta er hluti af svari unglingsstúlku við spurningunni „hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?“ Haustið 2024 auglýsti Reykjavíkurborg eftir ungmennum af erlendum uppruna sem vildu verða leiðtogar framtíðarinnar. Verkefnið kallaðist Ungir leiðtogar og hlaut styrk frá Evrópuráðinu. Hugmyndin fólst í því að skapa vettvang fyrir nokkra áhugasama krakka til hittast vikulega, læra um mannréttindi og lýðræði og öðlast aukið sjálfstraust. Við báðum unglingana um að svara því hvers vegna skoðanir þeirra skipta máli. Svörin voru jafn ólík og krakkarnir sjálfir, en eitt voru þau öll sammála um: börn og unglingar af erlendum uppruna mæta miklum fordómum og við verðum öll að leggjast á eitt til að bregðast við því. Yfir 20% íbúa í Reykjavík eru af erlendum uppruna. Fjölmenningarlegt samfélag kallar á breyttar áherslur, m.a. í skólakerfinu og í skipulögðu frístundastarfi. Ungu leiðtogarnir okkar eru mjög fjölbreyttur hópur. Sum þeirra hafa aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði á meðan önnur eru fædd hér á landi en eiga foreldra sem komu hingað sem innflytjendur fyrir að verða tveimur áratugum síðan. Þrátt fyrir að hafa alist upp á Íslandi upplifa þau sig oft utanveltu. Þau mæta öðrum áskorunum í daglegu lífi en jafnaldrar þeirra sem eiga ekki annað móðurmál, siði og menningu. Ungmenni af erlendum uppruna eru stór partur af íslensku samfélagi. Þau búa yfir fjölbreyttum hæfileikum og frjóu hugmyndaflugi, en þurfa tækifæri til að láta ljós sitt skína, líkt og öll börn. Ein þeirra fjölmörgu hugmynda sem komu upp á fundum hópsins var að árlega verði haldin mannréttindavika í grunnskólum borgarinnar þar sem nemendur kynnist alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og læri um fordóma og hatursorðræðu. Það er mikilvægt að hafa þennan hóp með í ráðum og hvetja þau til að tjá sig um málefni sem þau snerta. Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars og hefur vikan í kringum daginn verið nefnd Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Í þessari viku koma þúsundir manns saman víða um álfuna og sameinast í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Við erum að upplifa ákveðið bakslag í réttindabaráttunni hér á landi líkt og víða í heiminum. Nú er því kjörið tækifæri til að minna öll á að taka afstöðu gegn fordómum. Höfundur er lögfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Greinin er birt í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Innflytjendamál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„...ég hef sjálf gengið í gegnum rasisma og það er bara mjög óþægilegt og ógeðslegt. Mér finnst að það eigi að koma fram við öll börn alveg eins, sama hvaðan þau koma.“ Þetta er hluti af svari unglingsstúlku við spurningunni „hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?“ Haustið 2024 auglýsti Reykjavíkurborg eftir ungmennum af erlendum uppruna sem vildu verða leiðtogar framtíðarinnar. Verkefnið kallaðist Ungir leiðtogar og hlaut styrk frá Evrópuráðinu. Hugmyndin fólst í því að skapa vettvang fyrir nokkra áhugasama krakka til hittast vikulega, læra um mannréttindi og lýðræði og öðlast aukið sjálfstraust. Við báðum unglingana um að svara því hvers vegna skoðanir þeirra skipta máli. Svörin voru jafn ólík og krakkarnir sjálfir, en eitt voru þau öll sammála um: börn og unglingar af erlendum uppruna mæta miklum fordómum og við verðum öll að leggjast á eitt til að bregðast við því. Yfir 20% íbúa í Reykjavík eru af erlendum uppruna. Fjölmenningarlegt samfélag kallar á breyttar áherslur, m.a. í skólakerfinu og í skipulögðu frístundastarfi. Ungu leiðtogarnir okkar eru mjög fjölbreyttur hópur. Sum þeirra hafa aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði á meðan önnur eru fædd hér á landi en eiga foreldra sem komu hingað sem innflytjendur fyrir að verða tveimur áratugum síðan. Þrátt fyrir að hafa alist upp á Íslandi upplifa þau sig oft utanveltu. Þau mæta öðrum áskorunum í daglegu lífi en jafnaldrar þeirra sem eiga ekki annað móðurmál, siði og menningu. Ungmenni af erlendum uppruna eru stór partur af íslensku samfélagi. Þau búa yfir fjölbreyttum hæfileikum og frjóu hugmyndaflugi, en þurfa tækifæri til að láta ljós sitt skína, líkt og öll börn. Ein þeirra fjölmörgu hugmynda sem komu upp á fundum hópsins var að árlega verði haldin mannréttindavika í grunnskólum borgarinnar þar sem nemendur kynnist alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og læri um fordóma og hatursorðræðu. Það er mikilvægt að hafa þennan hóp með í ráðum og hvetja þau til að tjá sig um málefni sem þau snerta. Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars og hefur vikan í kringum daginn verið nefnd Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Í þessari viku koma þúsundir manns saman víða um álfuna og sameinast í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Við erum að upplifa ákveðið bakslag í réttindabaráttunni hér á landi líkt og víða í heiminum. Nú er því kjörið tækifæri til að minna öll á að taka afstöðu gegn fordómum. Höfundur er lögfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Greinin er birt í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun