Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir, Ari Borg Helgason, Hekla Sól Hafsteinsdóttir, Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir, Nína Kristín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifa 18. mars 2025 07:31 Silja Bára Ómarsdóttir hefur þá eiginleika sem rektor Háskóla Íslands þarf að búa yfir til að færa háskólann inn í framtíðina. Sem fyrrverandi og núverandi nemendur við háskólann höfum við kynnst Silju Báru sem kennara og leiðbeinanda en ekki síður sem einstaklingi og vitum að það sem hún tekur sér fyrir hendur vinnur hún af fullum krafti og metnaði. Undirrituð, stjórn Politica - félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema við Háskóla Íslands, lýsa því hér með yfir eindregnum stuðningi við framboð Silju Báru. Strax á fyrstu önn okkar í stjórnmálafræði var ljóst að þarna væri á ferðinni metnaðarfullur og einlægur kennari sem lagði sig fram við að kynnast nemendum sínum og samstarfsfólki. Silja Bára er kröfuhörð en á sama tíma mjög sanngjörn og kennsla hennar gaf okkur sterkan grunn fyrir því sem koma skyldi í náminu. Enda leggur hún áherslu á gagnrýna hugsun, hvetur til líflegra umræðna og kennir okkur að nálgast námið frá ólíkum sjónarhornum. Það sem gerir hana að einstakri manneskju er að metnaður hennar smitar út frá sér, vekur áhuga og hvetur til góðra verka auk þess að bera ávallt hag nemenda og starfsfólks fyrir brjósti. Svo er Silja Bára ekta stemningskona! Hress, jákvæð og alltaf stutt í hláturinn. Hún skilur hve mikilvægt það er fyrir nemendur að stuðla að góðu félagslífi og hefur sýnt það með því að taka sjálf virkan þátt í félagslífi Stjórnmálafræðideildar og Politicu. Það mun því ekki standa á henni að efla félagslífið innan veggja háskólans og skapa aðgengilegt umhverfi fyrir nemendur til að sinna náminu. Þegar Silja Bára talar um framtíðarsýn sína fyrir Háskóla Íslands er augljóst að hún býr bæði yfir skýrri hugsjón og leiðtogahæfileikum sem þarf til að vinna að framgangi hennar. Sem rektor mun Silja Bára beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins, öflugra háskólasamfélagi og kennslu sem er bæði nútímalegri og aðgengilegri. Þess vegna hvetjum við öll sem hafa kosningarétt í rektorskjöri Háskóla Íslands til að nýta hann og kjósa Silju Báru Ómarsdóttur í dag eða á morgun á Uglunni. Hún mun styrkja háskólasamfélagið með vönduðum vinnubrögðum, ástríðu og staðfestu. Ef þið viljið kynna ykkur Silju Báru og hennar áherslur frekar þá bendum við á vefsíðuna siljabara.is Höfundar eru í stjórn Politica, félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir hefur þá eiginleika sem rektor Háskóla Íslands þarf að búa yfir til að færa háskólann inn í framtíðina. Sem fyrrverandi og núverandi nemendur við háskólann höfum við kynnst Silju Báru sem kennara og leiðbeinanda en ekki síður sem einstaklingi og vitum að það sem hún tekur sér fyrir hendur vinnur hún af fullum krafti og metnaði. Undirrituð, stjórn Politica - félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema við Háskóla Íslands, lýsa því hér með yfir eindregnum stuðningi við framboð Silju Báru. Strax á fyrstu önn okkar í stjórnmálafræði var ljóst að þarna væri á ferðinni metnaðarfullur og einlægur kennari sem lagði sig fram við að kynnast nemendum sínum og samstarfsfólki. Silja Bára er kröfuhörð en á sama tíma mjög sanngjörn og kennsla hennar gaf okkur sterkan grunn fyrir því sem koma skyldi í náminu. Enda leggur hún áherslu á gagnrýna hugsun, hvetur til líflegra umræðna og kennir okkur að nálgast námið frá ólíkum sjónarhornum. Það sem gerir hana að einstakri manneskju er að metnaður hennar smitar út frá sér, vekur áhuga og hvetur til góðra verka auk þess að bera ávallt hag nemenda og starfsfólks fyrir brjósti. Svo er Silja Bára ekta stemningskona! Hress, jákvæð og alltaf stutt í hláturinn. Hún skilur hve mikilvægt það er fyrir nemendur að stuðla að góðu félagslífi og hefur sýnt það með því að taka sjálf virkan þátt í félagslífi Stjórnmálafræðideildar og Politicu. Það mun því ekki standa á henni að efla félagslífið innan veggja háskólans og skapa aðgengilegt umhverfi fyrir nemendur til að sinna náminu. Þegar Silja Bára talar um framtíðarsýn sína fyrir Háskóla Íslands er augljóst að hún býr bæði yfir skýrri hugsjón og leiðtogahæfileikum sem þarf til að vinna að framgangi hennar. Sem rektor mun Silja Bára beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins, öflugra háskólasamfélagi og kennslu sem er bæði nútímalegri og aðgengilegri. Þess vegna hvetjum við öll sem hafa kosningarétt í rektorskjöri Háskóla Íslands til að nýta hann og kjósa Silju Báru Ómarsdóttur í dag eða á morgun á Uglunni. Hún mun styrkja háskólasamfélagið með vönduðum vinnubrögðum, ástríðu og staðfestu. Ef þið viljið kynna ykkur Silju Báru og hennar áherslur frekar þá bendum við á vefsíðuna siljabara.is Höfundar eru í stjórn Politica, félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun