Lestarstjóranum tókst að slökkva eldinn en konan, sem er 46 ára gömul, var flutt á sjúkrahús með þyrlu. Samkvæmt þýskum miðlum er konan talin í lífshættu.
Tíu aðrir urðu vitni að árásinni en engan þeirra sakaði. Þau hafa fengið áfallahjálp.
Árásin var framin í bænum Gera en Bild hefur eftir talskonu lögreglunnar á svæðinu að tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir og ekki sé vitað hvort þau hafi þekkst. Þá sé heldur ekki ljóst hvaða vökva maðurinn helti yfir konuna áður en hann kveikti í henni.
Málið er rannsakað sem morðtilraun.
Lögregluþjónar eiga nú í umfangsmikilli leit að árásarmanninum en óljóst er hvort lögreglan viti hver hann er.