Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. mars 2025 14:03 Með því að standa ekki við skuldbindingar sínar um að verja fjármagni sem nemur tilteknu hlutfalli af landsframleiðslu til varnarmála sinna undanfarna áratugi hafa evrópsk aðildarríki NATO ekki staðið við varnarskuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu samkvæmt 5. grein stofnsáttmála þess um að árás á eitt ríkið jafngildi árás á þau öll. Þar með talið gagnvart Bandaríkjunum sem hafa fyrir vikið þurft að axla ábyrgð í þeim efnum langt umfram það sem til stóð. Hver Bandaríkjaforsetinn á fætur öðrum, bæði úr röðum demókrata og repúblikana, hefur á liðnum árum og áratugum gagnrýnt Evrópuríki fyrir það að standa ekki við lágmarksskuldbindingar sínar um fjárframlög til varnarmála þegar kemur að aðild þeirra að NATO þó þeir hafi komið gagnrýni sinni á framfæri á mun dannaðri hátt en Donald Trump. Sjálfir standa Bandaríkjamenn undir miklum meirihluta reksturs varnarbandalagsins og hafa gert áratugum saman. Takmarkað gagn er vitanlega að því að segjast reiðubúinn til þess að koma öðrum aðildarríkjum NATO til varnar þegar viðkomandi hefur í raun og veru alls enga burði til þess og getur ekki einu sinni varið sig sjálfan. Trump fann ekki upp þessa gagnrýni sem á auðvitað fyllilega rétt á sér og átt mjög lengi. Þolinmæði Bandaríkjamanna er í raun löngu þrotin í þessum efnum og hefur núverandi Bandaríkjaforseti einfaldlega gert þá gagnrýni að sinni og nýtt sér hana. Furðulegt hefur verið að horfa upp á forystumenn evrópskra aðildarríkja NATO gagnrýna Bandaríkin fyrir það að ætla ekki að standa við varnarskuldbindingar sínar gagnvart þeim þegar fyrir liggur að þau hafa sjálf ekki staðið við sínar skuldbindingar áratugum saman. Útspil Bandaríkjamanna er einfaldlega viðbrögð við því. Evrópuríkin eru eins og ofdekraðir unglingar sem vilja fá allt upp í hendurnar og bregðast svo hinir verstu við þegar loks á að setja þeim eðlileg mörk. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson NATO Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með því að standa ekki við skuldbindingar sínar um að verja fjármagni sem nemur tilteknu hlutfalli af landsframleiðslu til varnarmála sinna undanfarna áratugi hafa evrópsk aðildarríki NATO ekki staðið við varnarskuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu samkvæmt 5. grein stofnsáttmála þess um að árás á eitt ríkið jafngildi árás á þau öll. Þar með talið gagnvart Bandaríkjunum sem hafa fyrir vikið þurft að axla ábyrgð í þeim efnum langt umfram það sem til stóð. Hver Bandaríkjaforsetinn á fætur öðrum, bæði úr röðum demókrata og repúblikana, hefur á liðnum árum og áratugum gagnrýnt Evrópuríki fyrir það að standa ekki við lágmarksskuldbindingar sínar um fjárframlög til varnarmála þegar kemur að aðild þeirra að NATO þó þeir hafi komið gagnrýni sinni á framfæri á mun dannaðri hátt en Donald Trump. Sjálfir standa Bandaríkjamenn undir miklum meirihluta reksturs varnarbandalagsins og hafa gert áratugum saman. Takmarkað gagn er vitanlega að því að segjast reiðubúinn til þess að koma öðrum aðildarríkjum NATO til varnar þegar viðkomandi hefur í raun og veru alls enga burði til þess og getur ekki einu sinni varið sig sjálfan. Trump fann ekki upp þessa gagnrýni sem á auðvitað fyllilega rétt á sér og átt mjög lengi. Þolinmæði Bandaríkjamanna er í raun löngu þrotin í þessum efnum og hefur núverandi Bandaríkjaforseti einfaldlega gert þá gagnrýni að sinni og nýtt sér hana. Furðulegt hefur verið að horfa upp á forystumenn evrópskra aðildarríkja NATO gagnrýna Bandaríkin fyrir það að ætla ekki að standa við varnarskuldbindingar sínar gagnvart þeim þegar fyrir liggur að þau hafa sjálf ekki staðið við sínar skuldbindingar áratugum saman. Útspil Bandaríkjamanna er einfaldlega viðbrögð við því. Evrópuríkin eru eins og ofdekraðir unglingar sem vilja fá allt upp í hendurnar og bregðast svo hinir verstu við þegar loks á að setja þeim eðlileg mörk. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun