Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar 14. mars 2025 11:03 Í vikunni voru kynntar endurskoðaðar íslenskar ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Þær byggja á norrænu næringarráðleggingunum 2023 sem standa á sterkum vísindalegum grunni. Með því að fylgja ráðleggingunum höfum við jákvæð áhrif bæði á heilsu okkar og umhverfið. Þessar ráðleggingar eru hugsaðar fyrir fólk sem er almennt heilsuhraust, bæði fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Sérstakar útfærslur eiga við á meðgöngu og við brjóstagjöf, fyrir börn undir tveggja ára aldri, einstaklinga með sjúkdóma eða fylgikvilla og einstaklinga undir miklu álagi t.d. vegna mikillar íþróttaiðkunar. Eins og flest lönd í heiminum stöndum við frammi fyrir tvöfaldri byrði vannæringar. Það felur í sér bæði of lítið af einhverju, fyrst og fremst vítamínum, steinefnum, trefjum og matvælum sem efla heilsu og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki 2, mörgum krabbameinum, snemmbærum dauðsföllum og glötuðum góðum æviárum - og of mikið af einhverju, fyrst og fremst orku og matvælum sem gera heilsunni ekki gott. Þó mataræði okkar sé eins fjölbreytt og við erum mörg vitum við að upp til hópa mættum við borða meira í samræmi við ráðleggingarnar. Við vitum að vísu afskaplega lítið um mataræði barna á Íslandi, enda nýjustu rannsóknir á úrtökum sem endurspegla þjóðina framkvæmdar á árunum 2003-2012. Við þurfum fjármagn í nýjar rannsóknir. En það er þó ekkert sem bendir til þess að mataræði barna sé í grundvallaratriðum frábrugðið mataræði fullorðinna. Landskönnun á mataræði fullorðinna Íslendinga sem framkvæmd var 2019-2021 leiddi í ljós að við mættum sannarlega borða meira af grænmeti, ávöxtum, baunum, linsum, hnetum og heilkorni. Á móti mættum við borða minna af rauðu kjöti og unnum kjötvörum. Auk þess er sláandi að næstum helmingur af orkunni kemur frá gjörunnum matvælum, en einföld leið til að minnka þeirra hlut í mataræðinu er einmitt að borða meira af óunnum eða lítið unnum matvælum úr jurtaríkinu. Fiskur mætti vera vinsælli, sérstaklega meðal ungra kvenna, en magur fiskur ásamt mjólk er helsti joðgjafi fæðunnar hérlendis. Neysla á joði hefur verulega minnkað frá því sem áður var og þá sérstaklega hjá ungum konum og mælingar á joðbúskap sýna nú í fyrsta skipti joðskort hjá hluta kvenna á barneignaaldri sem er verulegt áhyggjuefni. Lítil neysla ungra kvenna á járni, fólati, C-vítamíni og D-vítamíni vekja einnig áhyggjur en öll eru þessi næringarefni mikilvæg fyrir fósturþroska og þroska barns eftir fæðingu. Þá eru ungir karlmenn sá hópur sem fær minnst af D-vítamíni. Mataræði ungs fólks skiptir margföldu máli. Þeir yngstu eru að klára að ná hámarks vexti, beinþéttni, heilaþroska og undirbúa sig fyrir farsælt framhald fullorðinsára og efri ára. Mataræði kvenna og karla hefur áhrif á frjósemi. Á meðgöngu og með brjóstagjöf fær barnið næringuna sína fyrir vöxt og þroska í gegnum móðurina. Þá má ekki gleyma því að foreldrar eru stærstu fyrirmyndir barna sinna hvað varðar mataræði og eru þau sem leggja línurnar fyrir mataræði fjölskyldunnar og kaupa inn fyrir heimilið. Það er á okkar könnu, hvers og eins, að huga að mataræði okkar og þeirra sem við berum ábyrgð á, svo sem barna. En fæðuval okkar á sér ekki stað í tómarúmi. Með fæðuumhverfinu er átt við það umhverfi sem við erum í þegar við tökum ákvarðanir um fæðuval og mataræði. Matvöruverslanir, mötuneyti, veitingastaðir og flestallir staðir þar sem við verslum í matinn eða borðum hafa verið hannaðir með það í huga. Rannsóknir sýna skýrt að hönnunin getur ýmist aukið sölu og neyslu á óheilsusamlegum eða heilsusamlegum mat. Margir gera vel og aðrir hafa sóknarfæri til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og hanna sína staði með lýðheilsu í fyrirrúmi. Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á mataræði fólks með stefnu sinni og aðgerðum – eða stefnuleysi. Það eru til metnaðarfullar stefnur sem unnar hafa verið á vegum stjórnvalda undanfarin ár, meðal annars Matvælastefna Íslands til 2040, Stefnumarkandi áherslur í forvörnum, heilsueflingu og meðferð frá 2024 og Aðgerðaáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu frá 2020 – en efnahagur hefur mjög sterk áhrif á fæðuval. Ég hvet stjórnvöld til að nota þessar stefnur og áætlanir, setja fjármagn í forgangsatriði og vinna markvisst að bættu mataræði þjóðarinnar, jafnvel frekar en að búa til nýjar stefnur. Flókið upplýsingaumhverfi með ótal áhrifavöldum hefur áhrif, ekki síst á ungt fólk, en því miður er of mikið af upplýsingum sem ekki standast vísindalega skoðun. Ráðleggingarnar um mataræði byggja á traustum vísindalegum grunni og eru gagnlegt tól til að rata í gegnum frumskóg misgóðra upplýsinga. Og loks er það nánasta félagslega umhverfi fólks og samfélagið allt sem hefur áhrif á mataræði. Það þarf að vera samvinnuverkefni allra að færa mataræði í átt að ráðleggingunum og tryggja jöfnuð til að allir njóti réttarins til viðundandi næringar, sem tilgreindur er í 25. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Með samstilltu átaki til að vinna að heilsusamlegu fæðuumhverfi og heilbrigðu mataræði getum við séð margföldunaráhrif í þágu heilsu okkar og jarðarinnar. Ráðleggingar um mataræði 2025 má finna á vefsíðu embættis landlæknis. Höfundur er lektor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Matur Mest lesið Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Í vikunni voru kynntar endurskoðaðar íslenskar ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Þær byggja á norrænu næringarráðleggingunum 2023 sem standa á sterkum vísindalegum grunni. Með því að fylgja ráðleggingunum höfum við jákvæð áhrif bæði á heilsu okkar og umhverfið. Þessar ráðleggingar eru hugsaðar fyrir fólk sem er almennt heilsuhraust, bæði fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Sérstakar útfærslur eiga við á meðgöngu og við brjóstagjöf, fyrir börn undir tveggja ára aldri, einstaklinga með sjúkdóma eða fylgikvilla og einstaklinga undir miklu álagi t.d. vegna mikillar íþróttaiðkunar. Eins og flest lönd í heiminum stöndum við frammi fyrir tvöfaldri byrði vannæringar. Það felur í sér bæði of lítið af einhverju, fyrst og fremst vítamínum, steinefnum, trefjum og matvælum sem efla heilsu og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki 2, mörgum krabbameinum, snemmbærum dauðsföllum og glötuðum góðum æviárum - og of mikið af einhverju, fyrst og fremst orku og matvælum sem gera heilsunni ekki gott. Þó mataræði okkar sé eins fjölbreytt og við erum mörg vitum við að upp til hópa mættum við borða meira í samræmi við ráðleggingarnar. Við vitum að vísu afskaplega lítið um mataræði barna á Íslandi, enda nýjustu rannsóknir á úrtökum sem endurspegla þjóðina framkvæmdar á árunum 2003-2012. Við þurfum fjármagn í nýjar rannsóknir. En það er þó ekkert sem bendir til þess að mataræði barna sé í grundvallaratriðum frábrugðið mataræði fullorðinna. Landskönnun á mataræði fullorðinna Íslendinga sem framkvæmd var 2019-2021 leiddi í ljós að við mættum sannarlega borða meira af grænmeti, ávöxtum, baunum, linsum, hnetum og heilkorni. Á móti mættum við borða minna af rauðu kjöti og unnum kjötvörum. Auk þess er sláandi að næstum helmingur af orkunni kemur frá gjörunnum matvælum, en einföld leið til að minnka þeirra hlut í mataræðinu er einmitt að borða meira af óunnum eða lítið unnum matvælum úr jurtaríkinu. Fiskur mætti vera vinsælli, sérstaklega meðal ungra kvenna, en magur fiskur ásamt mjólk er helsti joðgjafi fæðunnar hérlendis. Neysla á joði hefur verulega minnkað frá því sem áður var og þá sérstaklega hjá ungum konum og mælingar á joðbúskap sýna nú í fyrsta skipti joðskort hjá hluta kvenna á barneignaaldri sem er verulegt áhyggjuefni. Lítil neysla ungra kvenna á járni, fólati, C-vítamíni og D-vítamíni vekja einnig áhyggjur en öll eru þessi næringarefni mikilvæg fyrir fósturþroska og þroska barns eftir fæðingu. Þá eru ungir karlmenn sá hópur sem fær minnst af D-vítamíni. Mataræði ungs fólks skiptir margföldu máli. Þeir yngstu eru að klára að ná hámarks vexti, beinþéttni, heilaþroska og undirbúa sig fyrir farsælt framhald fullorðinsára og efri ára. Mataræði kvenna og karla hefur áhrif á frjósemi. Á meðgöngu og með brjóstagjöf fær barnið næringuna sína fyrir vöxt og þroska í gegnum móðurina. Þá má ekki gleyma því að foreldrar eru stærstu fyrirmyndir barna sinna hvað varðar mataræði og eru þau sem leggja línurnar fyrir mataræði fjölskyldunnar og kaupa inn fyrir heimilið. Það er á okkar könnu, hvers og eins, að huga að mataræði okkar og þeirra sem við berum ábyrgð á, svo sem barna. En fæðuval okkar á sér ekki stað í tómarúmi. Með fæðuumhverfinu er átt við það umhverfi sem við erum í þegar við tökum ákvarðanir um fæðuval og mataræði. Matvöruverslanir, mötuneyti, veitingastaðir og flestallir staðir þar sem við verslum í matinn eða borðum hafa verið hannaðir með það í huga. Rannsóknir sýna skýrt að hönnunin getur ýmist aukið sölu og neyslu á óheilsusamlegum eða heilsusamlegum mat. Margir gera vel og aðrir hafa sóknarfæri til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og hanna sína staði með lýðheilsu í fyrirrúmi. Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á mataræði fólks með stefnu sinni og aðgerðum – eða stefnuleysi. Það eru til metnaðarfullar stefnur sem unnar hafa verið á vegum stjórnvalda undanfarin ár, meðal annars Matvælastefna Íslands til 2040, Stefnumarkandi áherslur í forvörnum, heilsueflingu og meðferð frá 2024 og Aðgerðaáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu frá 2020 – en efnahagur hefur mjög sterk áhrif á fæðuval. Ég hvet stjórnvöld til að nota þessar stefnur og áætlanir, setja fjármagn í forgangsatriði og vinna markvisst að bættu mataræði þjóðarinnar, jafnvel frekar en að búa til nýjar stefnur. Flókið upplýsingaumhverfi með ótal áhrifavöldum hefur áhrif, ekki síst á ungt fólk, en því miður er of mikið af upplýsingum sem ekki standast vísindalega skoðun. Ráðleggingarnar um mataræði byggja á traustum vísindalegum grunni og eru gagnlegt tól til að rata í gegnum frumskóg misgóðra upplýsinga. Og loks er það nánasta félagslega umhverfi fólks og samfélagið allt sem hefur áhrif á mataræði. Það þarf að vera samvinnuverkefni allra að færa mataræði í átt að ráðleggingunum og tryggja jöfnuð til að allir njóti réttarins til viðundandi næringar, sem tilgreindur er í 25. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Með samstilltu átaki til að vinna að heilsusamlegu fæðuumhverfi og heilbrigðu mataræði getum við séð margföldunaráhrif í þágu heilsu okkar og jarðarinnar. Ráðleggingar um mataræði 2025 má finna á vefsíðu embættis landlæknis. Höfundur er lektor í næringarfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar