„Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 13. mars 2025 22:16 Logi Gunnarsson hrósaði sigri gegn sínum gamla læriföður í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld þegar Njarðvíkingar báru sigurorð af Tindastól 101-90 í IceMar-höllinni í kvöld. „Léttir að vinna svona gott lið á heimavelli. Minn fyrsti leikur sem þjálfari og sérstakt fyrir mig, félagið sem ég ólst upp í og mitt uppeldisfélag. Eina liðið sem ég spilaði fyrir á Íslandi, að fá að taka þátt og vera þjálfari í einn leik og það skiptir miklu máli að fá þennan sigur,“ sagði Logi Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í kvöld eftir sigurinn. Logi Gunnarsson var þjálfari Njarðvíkinga í kvöld í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar sem tók út leikbann eftir að hafa verið vikið úr húsi í síðustu umferð. Þjálfaraferill Loga í efstu deild gat varla byrjað gegn erfiðari andstæðing en toppliði Tindastóls og talaði Logi um að Njarðvíkingar hefði verið betri í litlu hlutunum í kvöld. „Það eru miklar pælingar fyrir alla leiki og maður er að fara yfir hvernig við dekkum hitt og þetta hjá hinu liðinu og stundum gera bæði lið mjög vel og þá er það þetta aukalega. Þessi barátta, þessi auka kraftur, þessi ruðningur eins og hjá Snjólfi, það eru bara þessi litlu hlutir sem skipta máli. Mér fannst við vera ofan á þar. Oft er það bara það sem skiptir máli hver vinnur. Mér fannst krafturinn vera meiri í okkur í kvöld og stórt fyrir okkur að vinna besta liðið á heimavelli rétt fyrir úrslitakeppnina. Það er mjög sterkt fyrir okkur og mikilvægt,“ sagði Logi. Eftir vonbrigðin í síðustu umferð þar sem Njarðvíkingar töpuðu gegn Grindavík var gríðarlega sterkt að komast aftur á sigurbraut strax í næsta leik. „Það var bara mjög mikilvægt og skóli fyrir okkur að lenda í framlengdum leik, líka fyrir mig. Ég tók síðasta leikhlutann og framlenginguna og það gerði mig bara mögulega tilbúnari að taka við liðinu hérna í kvöld og hrós á Rúnar, hann er mjög duglegur að hafa mig með í öllum ákvörðunartökum í gegnum tímabilið og við ákveðum allt saman. Það er eitthvað sem hjálpar mér í kvöld. Ég er búin að vera innvinklaður í allt. Ég var mjög ánægður með undirbúningin og þetta skiptir bara miklu máli að hafa tapað síðasta leik og við lærðum mikið af því,“ Þegar stutt er í úrslitakeppni er gott að fá að máta sig við sterkustu liðin. „Það hefur verið þannig og hvort það var ekki þannig í fyrra að Njarðvík vann ekki bestu liðin í tímabilinu eða toppliðin. Í vetur höfum við verið að gera það. Við unnum sterkt lið í kvöld og við höfum verið að vinna Val, Grindavík og líka Tindastól og Keflavík í gengum tímabilið. Það er mjög mikilvægt að vinna þessi lið sem að eru uppi þarna og eru góð lið, vel mönnuð lið. Það er mjög mikilvægt fyrir framhaldið.“ Leikurinn í kvöld var sérstakur fyrir Loga sem stýrði sínum fyrsta leik. „Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna sem var minn þjálfari og tók mig að sér svona 13-14 ára gamlan. Við æfðum öllum stundum saman í íþróttahúsinu sem guttar og svo þjálfaði hann síðasta leikinn minn sem leikmaður og núna fæ ég að taka fyrsta leikinn sem þjálfari á móti honum. Það er sérstak fyrir mig,“ sagði Logi Gunnarsson. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
„Léttir að vinna svona gott lið á heimavelli. Minn fyrsti leikur sem þjálfari og sérstakt fyrir mig, félagið sem ég ólst upp í og mitt uppeldisfélag. Eina liðið sem ég spilaði fyrir á Íslandi, að fá að taka þátt og vera þjálfari í einn leik og það skiptir miklu máli að fá þennan sigur,“ sagði Logi Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í kvöld eftir sigurinn. Logi Gunnarsson var þjálfari Njarðvíkinga í kvöld í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar sem tók út leikbann eftir að hafa verið vikið úr húsi í síðustu umferð. Þjálfaraferill Loga í efstu deild gat varla byrjað gegn erfiðari andstæðing en toppliði Tindastóls og talaði Logi um að Njarðvíkingar hefði verið betri í litlu hlutunum í kvöld. „Það eru miklar pælingar fyrir alla leiki og maður er að fara yfir hvernig við dekkum hitt og þetta hjá hinu liðinu og stundum gera bæði lið mjög vel og þá er það þetta aukalega. Þessi barátta, þessi auka kraftur, þessi ruðningur eins og hjá Snjólfi, það eru bara þessi litlu hlutir sem skipta máli. Mér fannst við vera ofan á þar. Oft er það bara það sem skiptir máli hver vinnur. Mér fannst krafturinn vera meiri í okkur í kvöld og stórt fyrir okkur að vinna besta liðið á heimavelli rétt fyrir úrslitakeppnina. Það er mjög sterkt fyrir okkur og mikilvægt,“ sagði Logi. Eftir vonbrigðin í síðustu umferð þar sem Njarðvíkingar töpuðu gegn Grindavík var gríðarlega sterkt að komast aftur á sigurbraut strax í næsta leik. „Það var bara mjög mikilvægt og skóli fyrir okkur að lenda í framlengdum leik, líka fyrir mig. Ég tók síðasta leikhlutann og framlenginguna og það gerði mig bara mögulega tilbúnari að taka við liðinu hérna í kvöld og hrós á Rúnar, hann er mjög duglegur að hafa mig með í öllum ákvörðunartökum í gegnum tímabilið og við ákveðum allt saman. Það er eitthvað sem hjálpar mér í kvöld. Ég er búin að vera innvinklaður í allt. Ég var mjög ánægður með undirbúningin og þetta skiptir bara miklu máli að hafa tapað síðasta leik og við lærðum mikið af því,“ Þegar stutt er í úrslitakeppni er gott að fá að máta sig við sterkustu liðin. „Það hefur verið þannig og hvort það var ekki þannig í fyrra að Njarðvík vann ekki bestu liðin í tímabilinu eða toppliðin. Í vetur höfum við verið að gera það. Við unnum sterkt lið í kvöld og við höfum verið að vinna Val, Grindavík og líka Tindastól og Keflavík í gengum tímabilið. Það er mjög mikilvægt að vinna þessi lið sem að eru uppi þarna og eru góð lið, vel mönnuð lið. Það er mjög mikilvægt fyrir framhaldið.“ Leikurinn í kvöld var sérstakur fyrir Loga sem stýrði sínum fyrsta leik. „Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna sem var minn þjálfari og tók mig að sér svona 13-14 ára gamlan. Við æfðum öllum stundum saman í íþróttahúsinu sem guttar og svo þjálfaði hann síðasta leikinn minn sem leikmaður og núna fæ ég að taka fyrsta leikinn sem þjálfari á móti honum. Það er sérstak fyrir mig,“ sagði Logi Gunnarsson.
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40