Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2025 21:21 Horft frá Hafnarnesi í Hornafirði til vesturs í átt til Mýra. Næst er nýja brúin yfir ósa Bergár. Fjær sést í nýju brúna yfir Hoffellsá. Egill Aðalsteinsson Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er orðin 64 ára gömul, byggð 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er lengsta einbreiða brú landsins.Egill Aðalsteinsson En núna er verið að leggja nýja leið mun nær sjónum. Á drónamyndum Egils Aðalsteinssonar sjáum við hvar sveigt verður af núverandi þjóðvegi yfir á þann nýja þegar ekið er frá Mýrum í austurátt til Hornafjarðar. Hér sést hvar nýi vegurinn liggur frá Mýrum til Hornafjarðar. Núverandi þjóðvegur til vinstri. Ný gatnamót sjást neðst til vinstri.Egill Aðalsteinsson Um fimmtíu manns hafa unnið að verkinu á vegum verktakans Ístaks, sem er með yfir tuttugu stórar vinnuvélar á svæðinu, en framkvæmdir hófust síðsumars 2022. Ný leið yfir Hornafjörð styttir hringveginn um tólf kílómetra. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr..Grafík/Stöð 2 Ný brú yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng, er stærsti hluti verksins. Jafnframt koma þrjár aðrar brýr, yfir Hoffellsá, Djúpá og Bergá, og er búið að steypa upp þær allar. Nýja brúin yfir ósa Bergár milli Árnaness og Hafnarness.Egill Aðalsteinsson Verkinu fylgir umtalsverð lagning nýrra vega; nítján kílómetrar af þjóðvegi og níu kílómetrar af hliðarvegum. Ný gatnamót hringvegarins og afleggjarans að Höfn koma svo rétt fyrir utan bæinn. Það þýðir að hringvegurinn verður sneiddur framhjá Nesjahverfi. Nýi þjóðvegurinn um Hornafjörð verður nítján kílómetra langur og styttir leiðina um tólf kílómetra. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson Heildarkostnaður er núna áætlaður um níu milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Verklok eru áætluð í desember á þessu ári og þá styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Stefnt er að því að innheimta veggjald strax frá opnun vegarins. Fjárhæð þess hefur ekki verið ákveðin. Hér er frétt Stöðvar 2: Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er orðin 64 ára gömul, byggð 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er lengsta einbreiða brú landsins.Egill Aðalsteinsson En núna er verið að leggja nýja leið mun nær sjónum. Á drónamyndum Egils Aðalsteinssonar sjáum við hvar sveigt verður af núverandi þjóðvegi yfir á þann nýja þegar ekið er frá Mýrum í austurátt til Hornafjarðar. Hér sést hvar nýi vegurinn liggur frá Mýrum til Hornafjarðar. Núverandi þjóðvegur til vinstri. Ný gatnamót sjást neðst til vinstri.Egill Aðalsteinsson Um fimmtíu manns hafa unnið að verkinu á vegum verktakans Ístaks, sem er með yfir tuttugu stórar vinnuvélar á svæðinu, en framkvæmdir hófust síðsumars 2022. Ný leið yfir Hornafjörð styttir hringveginn um tólf kílómetra. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr..Grafík/Stöð 2 Ný brú yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng, er stærsti hluti verksins. Jafnframt koma þrjár aðrar brýr, yfir Hoffellsá, Djúpá og Bergá, og er búið að steypa upp þær allar. Nýja brúin yfir ósa Bergár milli Árnaness og Hafnarness.Egill Aðalsteinsson Verkinu fylgir umtalsverð lagning nýrra vega; nítján kílómetrar af þjóðvegi og níu kílómetrar af hliðarvegum. Ný gatnamót hringvegarins og afleggjarans að Höfn koma svo rétt fyrir utan bæinn. Það þýðir að hringvegurinn verður sneiddur framhjá Nesjahverfi. Nýi þjóðvegurinn um Hornafjörð verður nítján kílómetra langur og styttir leiðina um tólf kílómetra. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson Heildarkostnaður er núna áætlaður um níu milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Verklok eru áætluð í desember á þessu ári og þá styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Stefnt er að því að innheimta veggjald strax frá opnun vegarins. Fjárhæð þess hefur ekki verið ákveðin. Hér er frétt Stöðvar 2:
Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45