Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 21:55 Bruno Fernandes fagnar einu marka sinna í 4-1 sigri Manchester United á Real Sociedad. AP/Dave Thompson Manchester United er komið áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. United vann 5-2 samanlagt. Bruno Fernandes var maður kvöldsins því hann skoraði þrennu í leiknum. Okkar maður Orri Steinn Óskarsson fékk hins vegar bara að spila í rúmt korter. Manchester United mætir franska liðinu Lyon í átta liða úrslitunum. Manchester United spilaði manni fleiri síðustu 26 mínútur leiksins og var þá líka komið yfir. Real Sociedad komst yfir í báðum leikjum en sá fyrri endaði með 1-1 jafntefli. Sociedad fékk vítaspyrnu eftir aðeins tíu mínútna leik í kvöld en sex mínútum síðar hafði United jafnaði úr annarri vítaspyrnu. United fékk síðan aðra vítaspyrnu sína og þriðju vítaspyrnu leiksins eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleiknum. Bruno Fernandes skoraði úr báðum þessum vítaspyrnum af miklu öryggi en Mikel Oyarzabal hafði skorað úr vítaspyrnu spænska liðsins sem var dæmt á brot Matthijs de Ligt. Varamaðurinn Jon Aramburu gerði Real Sociedad síðan lífið enn erfiðara þegar hann fékk beint rautt spjald fyrir brot á Patrick Dorgu. Patrick Dorgu fiskaði einnig seinni vítaspyrnu United en Rasmus Hojlund fékk þá fyrri. Aramburu var einn af þremur varamönnum Real Sociedad sem komu inn á völlinn á 56. mínútu en Orri Steinn Óskarsson sat þá áfram. Orri kom loksins inn á völlinn á 75. mínútu en það dugði skammt. Bruno Fernandes skoraði þriðja markið sitt úr skyndisókn og eftir sendingu frá Alejandro Garnacho. Fjórða markið skoraði síðan Diogo Dalot eftir stoðsendingu frá Rasmus Hojlund en Daninn bjó því til tvö mörk í kvöld. Spænski boltinn
Manchester United er komið áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. United vann 5-2 samanlagt. Bruno Fernandes var maður kvöldsins því hann skoraði þrennu í leiknum. Okkar maður Orri Steinn Óskarsson fékk hins vegar bara að spila í rúmt korter. Manchester United mætir franska liðinu Lyon í átta liða úrslitunum. Manchester United spilaði manni fleiri síðustu 26 mínútur leiksins og var þá líka komið yfir. Real Sociedad komst yfir í báðum leikjum en sá fyrri endaði með 1-1 jafntefli. Sociedad fékk vítaspyrnu eftir aðeins tíu mínútna leik í kvöld en sex mínútum síðar hafði United jafnaði úr annarri vítaspyrnu. United fékk síðan aðra vítaspyrnu sína og þriðju vítaspyrnu leiksins eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleiknum. Bruno Fernandes skoraði úr báðum þessum vítaspyrnum af miklu öryggi en Mikel Oyarzabal hafði skorað úr vítaspyrnu spænska liðsins sem var dæmt á brot Matthijs de Ligt. Varamaðurinn Jon Aramburu gerði Real Sociedad síðan lífið enn erfiðara þegar hann fékk beint rautt spjald fyrir brot á Patrick Dorgu. Patrick Dorgu fiskaði einnig seinni vítaspyrnu United en Rasmus Hojlund fékk þá fyrri. Aramburu var einn af þremur varamönnum Real Sociedad sem komu inn á völlinn á 56. mínútu en Orri Steinn Óskarsson sat þá áfram. Orri kom loksins inn á völlinn á 75. mínútu en það dugði skammt. Bruno Fernandes skoraði þriðja markið sitt úr skyndisókn og eftir sendingu frá Alejandro Garnacho. Fjórða markið skoraði síðan Diogo Dalot eftir stoðsendingu frá Rasmus Hojlund en Daninn bjó því til tvö mörk í kvöld.
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti