Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram 11. mars 2025 19:35 Raphinha og Lamine Yamal fagna saman marki á móti Benfica í kvöld en það skoraði Raphinha eftir stoðsendingu frá Yamal. AFP/Josep LAGO Raphinha var aðalmaðurinn í einvígi Barcelona og Benfica í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Börsungar flugu áfram í átta liða úrslit keppninnar í kvöld. Raphinha skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum í Portúgal og var síðan með tvö mörk í 3-1 sigri í seinni leiknum á Spáni í kvöld. Barcelona vann því samanlagt 4-1 og er fyrsta liðið sem tryggir sig áfram í átta liða úrslitin. Þrjú til viðbótar bætast í hópinn seinna í kvöld. Börsungar fóru á kostum í fyrri hálfleiknum, skoruðu þrjú mörk og hefðu getað skorað fleiri. Robert Lewandowski fékk þannig tvö mjög færi í hálfleiknum án þess að skora. Þessi frábæri hálfleikur liðsins lagði grunninn að þægilegum seinni hálfleik. Raphinha skoraði tvö markanna og Lamine Yamal það þriðja. Yamal lagði líka upp fyrsta markið fyrir Raphinha en varnarmaðurinn Álex Balde lagði upp það síðara eftir svakalegan sprett upp völlinn. Raphinha kom Barcelona í 1-0 af stuttu færi eftir stoðsendingu Yamal á 11. mínútu en Nicolás Otamendi jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu. Barcelona var hins vegar á flugi allan hálfleikinn og nú skoraði Lamine Yamal sjálfur á 27. mínútu með frábæru hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig. Raphinha hefur farið á kostum á þessum tímabili og hann skoraði sitt annað mark í hálfleiknum á 42. mínútu eftir að hafa fengið boltann frá Álex Balde. Aðstoðardómarinn dæmi markið fyrst af vegna rangstöðu en myndbandsdómararnir leiðréttu það. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri en Barelona var með góð tök á leiknum. Benfica náði lítið að ógna og Barcelona menn skynsamir í flestum sínum aðgerðum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Raphinha var aðalmaðurinn í einvígi Barcelona og Benfica í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Börsungar flugu áfram í átta liða úrslit keppninnar í kvöld. Raphinha skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum í Portúgal og var síðan með tvö mörk í 3-1 sigri í seinni leiknum á Spáni í kvöld. Barcelona vann því samanlagt 4-1 og er fyrsta liðið sem tryggir sig áfram í átta liða úrslitin. Þrjú til viðbótar bætast í hópinn seinna í kvöld. Börsungar fóru á kostum í fyrri hálfleiknum, skoruðu þrjú mörk og hefðu getað skorað fleiri. Robert Lewandowski fékk þannig tvö mjög færi í hálfleiknum án þess að skora. Þessi frábæri hálfleikur liðsins lagði grunninn að þægilegum seinni hálfleik. Raphinha skoraði tvö markanna og Lamine Yamal það þriðja. Yamal lagði líka upp fyrsta markið fyrir Raphinha en varnarmaðurinn Álex Balde lagði upp það síðara eftir svakalegan sprett upp völlinn. Raphinha kom Barcelona í 1-0 af stuttu færi eftir stoðsendingu Yamal á 11. mínútu en Nicolás Otamendi jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu. Barcelona var hins vegar á flugi allan hálfleikinn og nú skoraði Lamine Yamal sjálfur á 27. mínútu með frábæru hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig. Raphinha hefur farið á kostum á þessum tímabili og hann skoraði sitt annað mark í hálfleiknum á 42. mínútu eftir að hafa fengið boltann frá Álex Balde. Aðstoðardómarinn dæmi markið fyrst af vegna rangstöðu en myndbandsdómararnir leiðréttu það. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri en Barelona var með góð tök á leiknum. Benfica náði lítið að ógna og Barcelona menn skynsamir í flestum sínum aðgerðum.