Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Árni Sæberg skrifar 23. mars 2025 09:00 Benedikt Bogason er forseti Hæstaréttar. Vísir/Anton Brink Annasamasta ár Hæstaréttar frá breytingu á dómstólakerfinu var í fyrra. Forseti réttarins segir nóg að gera og af og frá að dómarar við réttinn séu of margir. Þó segist hann ekki gera athugasemdir við afnám handhafalauna og sérlífeyriskjara hæstaréttardómara. Ársskýrsla Hæstaréttar fyrir árið 2024 var gefin út í vikunni. Af því tilefni settist blaðamaður niður með Benedikt Bogasyni, forseta Hæstaréttar, í húsakynnum réttarins að Lindargötu í Reykjavík, sem til stendur að breyta lítillega en meira af því síðar. Benedikt segir að útgáfa ársskýrslunnar sé liður í átaki til að kynna starfsemi réttarins betur fyrir þjóðinni. Það sé aftur liður í að auka traust gagnvart Hæstarétti og dómskerfinu öllu, sem sé mjög mikilvægt. Bætt kynning á réttinum endurspeglist til að mynda í nýjum mælingum Gallup á trausti til opinberra stofnanna. Samkvæmt mælingunum nýtur Hæstiréttur nú mikils trausts 59 prósenta þjóðarinnar, sem er aukning upp á fjögur prósentustig frá 2024. Landsréttur nýtur mikils trausts 57 prósenta, héraðsdómstólarnir 54 prósenta en dómskerfið í heild aðeins 45 prósenta þjóðarinnar. Blésu til málþings um dómskerfið Í ávarpi sínu í ársskýrslunni segir Benedikt að í tilefni þess að nokkuð er liðið frá þeirri breytingu á dómstólaskipan landsins að Landsréttur var stofnaður sem millidómstig hafi Hæstiréttur efnt, ásamt dómstólasýslunni, til málstofu á liðnu ári um þriggja þrepa dómskerfi. Þar hafi verið rætt um ávinninginn af þessari breytingu og hvaða áskorunum dómstólarnir stæðu frammi fyrir. Málstofan hafi verið vel sótt en til hennar hafi verið boðið öllum dómurum og löglærðum starfsmönnum dómstólanna. Sammála um að málahalinn í Landsrétti sé of langur Þá hafi nokkrir málflytjendur tekið þátt í málstofunni. Í máli þeirra hafi komið fram að vel hefði tekist til við þessa breytingu í öllum megindráttum. Af ábendingum um hvað betur mætti fara hafi á málstofunni helst verið bent á drátt á málsmeðferð einkamála í Landsrétti. Benedikt sagði í samtali við Vísi fyrir ári síðan að heilt á litið hafi tekist mjög vel til þegar réttarkerfinu var umbylt árið 2018. Þó væri einna helst eitt sem þyrfti að laga. Hann sagði málsmeðferðartíma í einkamálum í Landsrétti vera allt of langan, eitt og hálft ár gæti liðið frá því að einkamáli er áfrýjað þangað og dómur gengur. „Hér er þess að gæta að á liðnu ári hefur heldur dregið úr þessu en þó ekki í þeim mæli að við verði unað. Með sama áframhaldi mun taka of langan tíma að vinna á þessu og því þarf að grípa til frekari aðgerða til úrbóta. Fram hafa komið raunhæfar tillögur í þeim efnum og vonandi munu þær ná eyrum þeirra sem ábyrgðina bera,“ segir í ávarpi Benedikts nú. Í samtali við Vísi segist Benedikt telja raunhæfustu lausnina að fjölga dómurum við Landsrétt tímabundið. Árið 2023 var dómurum við Landsrétt fjölgað um einn og eru nú sextán. Benedikt telur að betur hefði farið á með því að fjölga dómurunum um þrjá, eða um heila deild, svo þeir væri átján. Því ætti að skipa tvo dómara til viðbótar svo að þeir væru átján þangað til að málahalinn hefur verið unninn niður. Að því verkefni loknu mætti fækka dómurum aftur niður í fimmtán með því að skipa ekki í sæti þeirra sem hætta. Fjöldi mála í samræmi við það sem var lagt upp með Í ávarpinu rekur Benedikt að á árinu 2024 hafi sextíu dómar gengið í Hæstarétti, nokkur fleiri en árið áður þegar þeir voru 51. Dóma Hæstaréttar dæma að jafnaði fimm dómarar en sjö í allra veigamestu málunum. Í fyrra var Hæstiréttur til að mynda skipaður sjö dómurum í máli sem sneri að deilu vegna útreiknings bóta úr Fæðingarorlofssjóði. Málskotsbeiðnir í fyrra hafi verið alls 184, sem sé einnig fjölgun frá fyrra ári, þegar þær hafi verið 160. Þrír dómarar réttarins taka ákvörðun um málskotsbeiðni. „Þótt þessi málafjöldi sé með því mesta á liðnum árum er hann í samræmi við það sem gert var ráð fyrir þegar Hæstiréttur hóf starfsemi á þriðja dómstigi árið 2018. Fjöldi dómara við réttinn var miðaður við þetta auk þess sem gert var ráð fyrir að ekki kæmi til setningar þótt einn eða jafnvel tveir dómarar væru fjarverandi vegna leyfis eða veikinda. Því er rétturinn ekki ávallt fullskipaður án þess að það komi niður á starfseminni,“ segir Benedikt. Talandi um dómara nefnir Benedikt að mannabreytingar hafi orðið á réttinum í fyrra. Skúli Magnússon hafi látið af störfum sem Umboðsmaður Alþingis og sest á dómarabekkinn í Hæstarétti. „Við kvöddum með söknuði Ingveldi Einarsdóttur, sem var varaforseti réttarins um nokkurra ára skeið og mjög reyndur og öflugur dómari.“ Lögmenn spara sér bílastæðagjöldin Árið 2024 hafi verið fyrsta almanaksárið þar sem boðið var upp á að leggja fram beiðnir um áfrýjunarleyfi og viðbrögð gagnaðila við þeim rafrænt um þjónustugátt. Nær öllum gögnum sé nú skilað um þessa gátt með góðum árangri. „Áður en gáttin var tekin í notkun síðla árs 2023 mættu lögmenn eða starfsmenn þeirra í flestum tilvikum í réttinn til að leggja fram þessi gögn. Þegar haft er í huga að fjöldi slíkra beiðna er vel á annað hundrað og gagnaðili í hverju máli leggur fram andsvör er ljóst að mikinn tímasparnað leiðir af þessu,“ segir í ávarpinu. Í samtali við Vísi segir hann að ljóst sé að tímasparnaðurinn sé ekki einungis innan réttarins. Fyrir hverja einustu málskotsbeiðni spari lögmannsstofa sér þann tíma sem tekur að keyra niður í miðbæ, finna þar stæði, ganga að Lindargötu og svo aftur til baka. Hið sama gildir um þá sem þurfa að skila andsvörum vegna beiðna. Þá nefnir hann að nú sé hægt að skila áfrýjunarbeiðnum utan hefðbundins skrifstofutíma, sem létti lögmönnum lífið. Lögreglumenn í stað dómvarða í fullu starfi Þá segir Benedikt að vegna þessa megi gera ráð fyrir að talsvert færri leggi leið sína í Hæstarétta. Það geri það að verkum að unnt verður að hafa afgreiðslu réttarins aðeins opna þegar málflutningur fer fram og dómar eru kveðnir upp, það er að segja á miðvikudögum. Þess vegna verði ráðist í breytingar á anddyri húsnæðis réttarins og aðgangsstýringu komið á fót. Þannig verði unnt að hafa húsnæðið lokað en fram að þessu hefur hver sem er getað mætt inn í Hæstarétt. Að sögn Benedikts tíðkast það hvergi annars staðar í heiminum að æðsti dómstóll lands sé opinn öllum, eftir því sem hann best viti. Þessi mynd er tekin við afgreiðslu Hæstaréttar, sem verður ekki lengur opin allan daginn, alla daga.Vísir/Anton Brink Önnur afleiðing af þessu sé að framvegis verður ekki þörf fyrir að hafa dómverði viðstadda á hverjum degi og þar af leiðandi í fullu starfi. Nú verði dómsalsins gætt af laganna vörðum á vegum Ríkislögreglustjóra. Með því sparist fjármunir og öryggi aukist til muna, en þau mál hafi verið til skoðunar um nokkurt skeið. Sem dæmi nefnir Benedikt að maður hafi fengið hjartaáfall í málflutningi í réttarsal, lögreglumenn séu beintengdir við kerfi viðbragðsaðila og geti því kallað á viðeigandi aðstoð án tafar gerist slíkt. Hann tekur þó fram að þetta segi hann með fullri virðingu fyrir þeim góðu mönnum sem hafi verið dómverðir við réttinn undanfarin ár. Sæi ekki á eftir handhafalaunum og sérkjörum Á dögunum var greint frá því að nokkrar tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur snerust að Hæstarétti. Í fyrsta lagi var lagt til að dómurum við réttinn yrði fækkað úr sjö í fimm. Því mótmælti Benedikt harðlega, sér í lagi með vísan til áðurnefnd samræmis fjölda mála og dómara. Daginn eftir að Benedikt kom mótmælum sínum á framfæri tilkynnti dómsmálaráðherra að ekki yrði ráðist í fækkun dómara. Hinar tvær tillögurnar snerust annars vegar að afnámi handhafalauna handhafa forsetavalds, þar á meðal forseta Hæstaréttar, og hins vegar að afnámi sérlífeyriskjara hæstaréttardómara. Benedikt setur sig alls ekki upp á móti slíkum breytingum, þvert á móti. Hvað handhafalaunin varðar segist Benedikt fyllilega sammála forsætisráðherra um að þau séu barn síns tíma. Handhafalaun eru greidd forsætisráðherra, forseta Hæstaréttar og forseta Alþingis, eða varamönnum þeirra eftir atvikum, þegar forseti Íslands er erlendis eða getur ekki sinnt störfum sínum af öðrum sökum. Hver þeirra fær þriðjung forsetalauna þann tíma sem þeir fara með forsetavald. „Mér finnst ekkert athugavert að líta á það sem hluta af mínum skyldum sem forseta að gera þetta og það þarf ekkert að borga fyrir það.“ Breyta þyrfti stjórnarskrá til að afnema sérkjörin Hvað varðar lífeyrisréttindi Hæstaréttardómara segist Benedikt fullkomlega sammála því að breytinga sé þörf. Hins vegar sé ekki hlaupið að því enda þyrfti að breyta Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands til að afnema þau. Sérkjörin felast í því að veita má dómara við Hæstarétt, sem er orðinn fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, án þess að hann missi nokkuð af launum sínum. Þannig getur dómari hætt að vinna 65 ára en haldið fullum launum til 70 ára en frá þeim tíma til æviloka heldur hann föstum launum. Heildarlaun dómara á mánuði eru 2,5 milljónir króna, sem skiptast í tæpar 1,9 milljónir króna í föst laun en við bætast rúmar 600 þúsund krónur í álag. Til dæmis má nefna dómara sem var starfandi lögmaður þangað til að hann settist í Hæstarétt, starfaði þar í átta ár, hætti 65 ára og hefur verið á launum hjá ríkinu í þrettán ár eftir það. Það er að segja hefur verið lengur á launaskrá ríkisins fyrir að gera ekki neitt en fyrir að vinna hjá ríkinu. Benedikt tekur undir að þetta verði að teljast í meira lagi athyglisvert. „Dómarar í Hæstarétti þurfa bara að bera ábyrgð á sínum eftirlaunum eins og aðrir landsmenn.“ Dómstólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Lýsir letilífi rándýrra hæstaréttardómara Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir blöskranlegt að eftir breytingar sem áttu sér stað með millidómsstigi séu enn sjö hæstaréttardómarar. 17. apríl 2024 16:24 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Ársskýrsla Hæstaréttar fyrir árið 2024 var gefin út í vikunni. Af því tilefni settist blaðamaður niður með Benedikt Bogasyni, forseta Hæstaréttar, í húsakynnum réttarins að Lindargötu í Reykjavík, sem til stendur að breyta lítillega en meira af því síðar. Benedikt segir að útgáfa ársskýrslunnar sé liður í átaki til að kynna starfsemi réttarins betur fyrir þjóðinni. Það sé aftur liður í að auka traust gagnvart Hæstarétti og dómskerfinu öllu, sem sé mjög mikilvægt. Bætt kynning á réttinum endurspeglist til að mynda í nýjum mælingum Gallup á trausti til opinberra stofnanna. Samkvæmt mælingunum nýtur Hæstiréttur nú mikils trausts 59 prósenta þjóðarinnar, sem er aukning upp á fjögur prósentustig frá 2024. Landsréttur nýtur mikils trausts 57 prósenta, héraðsdómstólarnir 54 prósenta en dómskerfið í heild aðeins 45 prósenta þjóðarinnar. Blésu til málþings um dómskerfið Í ávarpi sínu í ársskýrslunni segir Benedikt að í tilefni þess að nokkuð er liðið frá þeirri breytingu á dómstólaskipan landsins að Landsréttur var stofnaður sem millidómstig hafi Hæstiréttur efnt, ásamt dómstólasýslunni, til málstofu á liðnu ári um þriggja þrepa dómskerfi. Þar hafi verið rætt um ávinninginn af þessari breytingu og hvaða áskorunum dómstólarnir stæðu frammi fyrir. Málstofan hafi verið vel sótt en til hennar hafi verið boðið öllum dómurum og löglærðum starfsmönnum dómstólanna. Sammála um að málahalinn í Landsrétti sé of langur Þá hafi nokkrir málflytjendur tekið þátt í málstofunni. Í máli þeirra hafi komið fram að vel hefði tekist til við þessa breytingu í öllum megindráttum. Af ábendingum um hvað betur mætti fara hafi á málstofunni helst verið bent á drátt á málsmeðferð einkamála í Landsrétti. Benedikt sagði í samtali við Vísi fyrir ári síðan að heilt á litið hafi tekist mjög vel til þegar réttarkerfinu var umbylt árið 2018. Þó væri einna helst eitt sem þyrfti að laga. Hann sagði málsmeðferðartíma í einkamálum í Landsrétti vera allt of langan, eitt og hálft ár gæti liðið frá því að einkamáli er áfrýjað þangað og dómur gengur. „Hér er þess að gæta að á liðnu ári hefur heldur dregið úr þessu en þó ekki í þeim mæli að við verði unað. Með sama áframhaldi mun taka of langan tíma að vinna á þessu og því þarf að grípa til frekari aðgerða til úrbóta. Fram hafa komið raunhæfar tillögur í þeim efnum og vonandi munu þær ná eyrum þeirra sem ábyrgðina bera,“ segir í ávarpi Benedikts nú. Í samtali við Vísi segist Benedikt telja raunhæfustu lausnina að fjölga dómurum við Landsrétt tímabundið. Árið 2023 var dómurum við Landsrétt fjölgað um einn og eru nú sextán. Benedikt telur að betur hefði farið á með því að fjölga dómurunum um þrjá, eða um heila deild, svo þeir væri átján. Því ætti að skipa tvo dómara til viðbótar svo að þeir væru átján þangað til að málahalinn hefur verið unninn niður. Að því verkefni loknu mætti fækka dómurum aftur niður í fimmtán með því að skipa ekki í sæti þeirra sem hætta. Fjöldi mála í samræmi við það sem var lagt upp með Í ávarpinu rekur Benedikt að á árinu 2024 hafi sextíu dómar gengið í Hæstarétti, nokkur fleiri en árið áður þegar þeir voru 51. Dóma Hæstaréttar dæma að jafnaði fimm dómarar en sjö í allra veigamestu málunum. Í fyrra var Hæstiréttur til að mynda skipaður sjö dómurum í máli sem sneri að deilu vegna útreiknings bóta úr Fæðingarorlofssjóði. Málskotsbeiðnir í fyrra hafi verið alls 184, sem sé einnig fjölgun frá fyrra ári, þegar þær hafi verið 160. Þrír dómarar réttarins taka ákvörðun um málskotsbeiðni. „Þótt þessi málafjöldi sé með því mesta á liðnum árum er hann í samræmi við það sem gert var ráð fyrir þegar Hæstiréttur hóf starfsemi á þriðja dómstigi árið 2018. Fjöldi dómara við réttinn var miðaður við þetta auk þess sem gert var ráð fyrir að ekki kæmi til setningar þótt einn eða jafnvel tveir dómarar væru fjarverandi vegna leyfis eða veikinda. Því er rétturinn ekki ávallt fullskipaður án þess að það komi niður á starfseminni,“ segir Benedikt. Talandi um dómara nefnir Benedikt að mannabreytingar hafi orðið á réttinum í fyrra. Skúli Magnússon hafi látið af störfum sem Umboðsmaður Alþingis og sest á dómarabekkinn í Hæstarétti. „Við kvöddum með söknuði Ingveldi Einarsdóttur, sem var varaforseti réttarins um nokkurra ára skeið og mjög reyndur og öflugur dómari.“ Lögmenn spara sér bílastæðagjöldin Árið 2024 hafi verið fyrsta almanaksárið þar sem boðið var upp á að leggja fram beiðnir um áfrýjunarleyfi og viðbrögð gagnaðila við þeim rafrænt um þjónustugátt. Nær öllum gögnum sé nú skilað um þessa gátt með góðum árangri. „Áður en gáttin var tekin í notkun síðla árs 2023 mættu lögmenn eða starfsmenn þeirra í flestum tilvikum í réttinn til að leggja fram þessi gögn. Þegar haft er í huga að fjöldi slíkra beiðna er vel á annað hundrað og gagnaðili í hverju máli leggur fram andsvör er ljóst að mikinn tímasparnað leiðir af þessu,“ segir í ávarpinu. Í samtali við Vísi segir hann að ljóst sé að tímasparnaðurinn sé ekki einungis innan réttarins. Fyrir hverja einustu málskotsbeiðni spari lögmannsstofa sér þann tíma sem tekur að keyra niður í miðbæ, finna þar stæði, ganga að Lindargötu og svo aftur til baka. Hið sama gildir um þá sem þurfa að skila andsvörum vegna beiðna. Þá nefnir hann að nú sé hægt að skila áfrýjunarbeiðnum utan hefðbundins skrifstofutíma, sem létti lögmönnum lífið. Lögreglumenn í stað dómvarða í fullu starfi Þá segir Benedikt að vegna þessa megi gera ráð fyrir að talsvert færri leggi leið sína í Hæstarétta. Það geri það að verkum að unnt verður að hafa afgreiðslu réttarins aðeins opna þegar málflutningur fer fram og dómar eru kveðnir upp, það er að segja á miðvikudögum. Þess vegna verði ráðist í breytingar á anddyri húsnæðis réttarins og aðgangsstýringu komið á fót. Þannig verði unnt að hafa húsnæðið lokað en fram að þessu hefur hver sem er getað mætt inn í Hæstarétt. Að sögn Benedikts tíðkast það hvergi annars staðar í heiminum að æðsti dómstóll lands sé opinn öllum, eftir því sem hann best viti. Þessi mynd er tekin við afgreiðslu Hæstaréttar, sem verður ekki lengur opin allan daginn, alla daga.Vísir/Anton Brink Önnur afleiðing af þessu sé að framvegis verður ekki þörf fyrir að hafa dómverði viðstadda á hverjum degi og þar af leiðandi í fullu starfi. Nú verði dómsalsins gætt af laganna vörðum á vegum Ríkislögreglustjóra. Með því sparist fjármunir og öryggi aukist til muna, en þau mál hafi verið til skoðunar um nokkurt skeið. Sem dæmi nefnir Benedikt að maður hafi fengið hjartaáfall í málflutningi í réttarsal, lögreglumenn séu beintengdir við kerfi viðbragðsaðila og geti því kallað á viðeigandi aðstoð án tafar gerist slíkt. Hann tekur þó fram að þetta segi hann með fullri virðingu fyrir þeim góðu mönnum sem hafi verið dómverðir við réttinn undanfarin ár. Sæi ekki á eftir handhafalaunum og sérkjörum Á dögunum var greint frá því að nokkrar tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur snerust að Hæstarétti. Í fyrsta lagi var lagt til að dómurum við réttinn yrði fækkað úr sjö í fimm. Því mótmælti Benedikt harðlega, sér í lagi með vísan til áðurnefnd samræmis fjölda mála og dómara. Daginn eftir að Benedikt kom mótmælum sínum á framfæri tilkynnti dómsmálaráðherra að ekki yrði ráðist í fækkun dómara. Hinar tvær tillögurnar snerust annars vegar að afnámi handhafalauna handhafa forsetavalds, þar á meðal forseta Hæstaréttar, og hins vegar að afnámi sérlífeyriskjara hæstaréttardómara. Benedikt setur sig alls ekki upp á móti slíkum breytingum, þvert á móti. Hvað handhafalaunin varðar segist Benedikt fyllilega sammála forsætisráðherra um að þau séu barn síns tíma. Handhafalaun eru greidd forsætisráðherra, forseta Hæstaréttar og forseta Alþingis, eða varamönnum þeirra eftir atvikum, þegar forseti Íslands er erlendis eða getur ekki sinnt störfum sínum af öðrum sökum. Hver þeirra fær þriðjung forsetalauna þann tíma sem þeir fara með forsetavald. „Mér finnst ekkert athugavert að líta á það sem hluta af mínum skyldum sem forseta að gera þetta og það þarf ekkert að borga fyrir það.“ Breyta þyrfti stjórnarskrá til að afnema sérkjörin Hvað varðar lífeyrisréttindi Hæstaréttardómara segist Benedikt fullkomlega sammála því að breytinga sé þörf. Hins vegar sé ekki hlaupið að því enda þyrfti að breyta Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands til að afnema þau. Sérkjörin felast í því að veita má dómara við Hæstarétt, sem er orðinn fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, án þess að hann missi nokkuð af launum sínum. Þannig getur dómari hætt að vinna 65 ára en haldið fullum launum til 70 ára en frá þeim tíma til æviloka heldur hann föstum launum. Heildarlaun dómara á mánuði eru 2,5 milljónir króna, sem skiptast í tæpar 1,9 milljónir króna í föst laun en við bætast rúmar 600 þúsund krónur í álag. Til dæmis má nefna dómara sem var starfandi lögmaður þangað til að hann settist í Hæstarétt, starfaði þar í átta ár, hætti 65 ára og hefur verið á launum hjá ríkinu í þrettán ár eftir það. Það er að segja hefur verið lengur á launaskrá ríkisins fyrir að gera ekki neitt en fyrir að vinna hjá ríkinu. Benedikt tekur undir að þetta verði að teljast í meira lagi athyglisvert. „Dómarar í Hæstarétti þurfa bara að bera ábyrgð á sínum eftirlaunum eins og aðrir landsmenn.“
Dómstólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Lýsir letilífi rándýrra hæstaréttardómara Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir blöskranlegt að eftir breytingar sem áttu sér stað með millidómsstigi séu enn sjö hæstaréttardómarar. 17. apríl 2024 16:24 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Lýsir letilífi rándýrra hæstaréttardómara Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir blöskranlegt að eftir breytingar sem áttu sér stað með millidómsstigi séu enn sjö hæstaréttardómarar. 17. apríl 2024 16:24
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent