Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar 11. mars 2025 11:00 Sem fyrrverandi samnemandi Björns Þorsteinssonar í heimspeki við Háskóla Íslands, hafði ég þann heiður að fylgjast náið með honum sem nemanda. Oft sátum við hlið við hlið, og ég varð vitni að dugnaði og örlæti Björns. Hann tók reglulega upp fyrirlestra fyrir þá sem gátu ekki sótt þá, tryggði að allir hefðu aðgang að upplýsingunum sem vantaði. Glósur hans, sem hann deildi með mér, voru mjög vel skipulagðar ogskrifaðar, og endurspegluðu yfirburða skilning hans á því efni sem rætt var hverju sinni. Meðan ég glímdi við spurningar sem spruttu upp í fyrirlestrum, sá Björn stöðugt skýrari og stærri mynd. Í akademísku umhverfi, þar sem nemendur gætu verið flokkaðir sem góðir, betri eða bestir, taldi ég mig góðan námsmann, sá suma aðra sem betri, en Björn stóð alltaf upp úr sem framúrskarandi. Heimspeki er reyndar ekki keppnisíþrótt heldur ferðalag í átt að skilningi á kjarna hvers efnis með auðmýkt og beittri rökhugsun. Björn er framúrskarandi í þessu, og bætir jafnvel við húmor og mannlegri tengingu við stundum flókin hugtök. Þótt leiðir okkar hafa legið í ólíkar áttir síðustu þrjátíu árum, þá hef ég fylgst með starfi hans úr fjarlægð. Frá fyrstu ljóðabók hans til nýlegra fræðigreina og bóka, hafa verk hans sífellt heillað mig. Það er með djúpri sannfæringu sem ég styð Björn Þorsteinsson í embætti rektors. Hans framúrskarandi framkoma og dýpt í fræðaheiminum gerir hann að framúrskarandi frambjóðanda fyrir starfið. Höfundur er aðjúnkt við Háskóla Íslands, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og landstengiliður Íslands fyrir norrænt samstarf um símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sem fyrrverandi samnemandi Björns Þorsteinssonar í heimspeki við Háskóla Íslands, hafði ég þann heiður að fylgjast náið með honum sem nemanda. Oft sátum við hlið við hlið, og ég varð vitni að dugnaði og örlæti Björns. Hann tók reglulega upp fyrirlestra fyrir þá sem gátu ekki sótt þá, tryggði að allir hefðu aðgang að upplýsingunum sem vantaði. Glósur hans, sem hann deildi með mér, voru mjög vel skipulagðar ogskrifaðar, og endurspegluðu yfirburða skilning hans á því efni sem rætt var hverju sinni. Meðan ég glímdi við spurningar sem spruttu upp í fyrirlestrum, sá Björn stöðugt skýrari og stærri mynd. Í akademísku umhverfi, þar sem nemendur gætu verið flokkaðir sem góðir, betri eða bestir, taldi ég mig góðan námsmann, sá suma aðra sem betri, en Björn stóð alltaf upp úr sem framúrskarandi. Heimspeki er reyndar ekki keppnisíþrótt heldur ferðalag í átt að skilningi á kjarna hvers efnis með auðmýkt og beittri rökhugsun. Björn er framúrskarandi í þessu, og bætir jafnvel við húmor og mannlegri tengingu við stundum flókin hugtök. Þótt leiðir okkar hafa legið í ólíkar áttir síðustu þrjátíu árum, þá hef ég fylgst með starfi hans úr fjarlægð. Frá fyrstu ljóðabók hans til nýlegra fræðigreina og bóka, hafa verk hans sífellt heillað mig. Það er með djúpri sannfæringu sem ég styð Björn Þorsteinsson í embætti rektors. Hans framúrskarandi framkoma og dýpt í fræðaheiminum gerir hann að framúrskarandi frambjóðanda fyrir starfið. Höfundur er aðjúnkt við Háskóla Íslands, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og landstengiliður Íslands fyrir norrænt samstarf um símenntun.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun