Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar 10. mars 2025 21:32 Heimurinn talar stanslaust um hringrásarhagkerfið, að endurnýta hráefni jarðar betur og lengur. Samt féll hringrásarhlutfall heimsins úr 9,1% í 7,2% frá 2018 til 2023. Þrátt fyrir loforð um 4,5 billjón dollara tækifæri í hringrásarhagkerfinu er það ekki að kveikja í fjárfestum. Aðeins 3-4% fjármagns flæðir inn í hringrásarhagkerfið sem á að vera framtíðarhagkerfi heimsins. Fjárfestingarsjóðum tengdum hringrásarhagkerfinu fjölgar ekki og eru að minnka að stærð. Bankar segja að þeir vilji græn verkefni. Fjárfestar segjast leita að jákvæðum áhrifum. Fyrirtæki heita sjálfbærnimarkmiðum. Reglugerðir þrýsta á fyrirtæki að upplýsa um framgang að hringrásarhagkerfinu. En peningurinn flæðir ekki í átt að hringrás. Ég hef varið síðustu árum meðal annars að vinnu við hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Tók þátt í að stofna Nordic Circular Hotspot, fjármagnað af Nordic Innovation. Leitt vegvísa fyrir fjármálakerfið. Búið til fjárfestingaáætlanir og fjármagnað hringrásarhagkerfið með leiðandi fyrirtækjum, bönkum og fjárfestum. Frá allri þessari reynslu hefur einn sannleikur komið í ljós: Við erum föst í pattstöðu. „Svona höfum við alltaf gert þetta" hugarfar er auðveldara. Allir bíða eftir að einhver annar taki fyrsta skrefið. Á meðan safnast sönnunargögnin og áhætturnar upp: → Rannsókn frá 2021 (Ellen MacArthur) sem ég vona að haldi vatni í dag segir að fyrirtæki sem innleiða hringrásarhugsun í sínum rekstri hafa sýnt 8,6% lægri vanskilaáhættu og skila betri áhættuleiðréttri ávöxtun. → Verð á auðlindum heldur áfram að hækka. → Úrgangskostnaður er að springa út. → Aðfangakeðjur rofna. → Viðskipta- og tollastríð eru á leiðinni (sbr. Bandaríki Trump). → Óháð öllu þá er bara skynsamlegt að nota hráefni betur og lengur. Hindranirnar eru ekki tæknilegar. Þær eru mannlegar. Ef þér líður eins og það sé ekki framtíð í línulegu kerfi er tækifærið núna. Stjórnvöld verða að taka fyrsta skrefið. Svo þurfa bankarnir að meta betur og verðleggja áhættu línulegra viðskiptalíkana. Fyrirtækin munu síðan hugsa ný viðskiptalíkön, spennandi verkefni og lækka þannig áhættu og auka tækifæri og tekjur. Fjárfestingar munu koma. Neytendur kjósa með veskinu. Ég skil þig eftir með fjögur skref til að græða á hringrásarhagkerfinu: 1. Spyrð þig hvort það sé framtíð í línulegu hagkerfi. 2. Innleiðir hringrásarhugsun. 3. 4. Hagnaður. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Accrona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn talar stanslaust um hringrásarhagkerfið, að endurnýta hráefni jarðar betur og lengur. Samt féll hringrásarhlutfall heimsins úr 9,1% í 7,2% frá 2018 til 2023. Þrátt fyrir loforð um 4,5 billjón dollara tækifæri í hringrásarhagkerfinu er það ekki að kveikja í fjárfestum. Aðeins 3-4% fjármagns flæðir inn í hringrásarhagkerfið sem á að vera framtíðarhagkerfi heimsins. Fjárfestingarsjóðum tengdum hringrásarhagkerfinu fjölgar ekki og eru að minnka að stærð. Bankar segja að þeir vilji græn verkefni. Fjárfestar segjast leita að jákvæðum áhrifum. Fyrirtæki heita sjálfbærnimarkmiðum. Reglugerðir þrýsta á fyrirtæki að upplýsa um framgang að hringrásarhagkerfinu. En peningurinn flæðir ekki í átt að hringrás. Ég hef varið síðustu árum meðal annars að vinnu við hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Tók þátt í að stofna Nordic Circular Hotspot, fjármagnað af Nordic Innovation. Leitt vegvísa fyrir fjármálakerfið. Búið til fjárfestingaáætlanir og fjármagnað hringrásarhagkerfið með leiðandi fyrirtækjum, bönkum og fjárfestum. Frá allri þessari reynslu hefur einn sannleikur komið í ljós: Við erum föst í pattstöðu. „Svona höfum við alltaf gert þetta" hugarfar er auðveldara. Allir bíða eftir að einhver annar taki fyrsta skrefið. Á meðan safnast sönnunargögnin og áhætturnar upp: → Rannsókn frá 2021 (Ellen MacArthur) sem ég vona að haldi vatni í dag segir að fyrirtæki sem innleiða hringrásarhugsun í sínum rekstri hafa sýnt 8,6% lægri vanskilaáhættu og skila betri áhættuleiðréttri ávöxtun. → Verð á auðlindum heldur áfram að hækka. → Úrgangskostnaður er að springa út. → Aðfangakeðjur rofna. → Viðskipta- og tollastríð eru á leiðinni (sbr. Bandaríki Trump). → Óháð öllu þá er bara skynsamlegt að nota hráefni betur og lengur. Hindranirnar eru ekki tæknilegar. Þær eru mannlegar. Ef þér líður eins og það sé ekki framtíð í línulegu kerfi er tækifærið núna. Stjórnvöld verða að taka fyrsta skrefið. Svo þurfa bankarnir að meta betur og verðleggja áhættu línulegra viðskiptalíkana. Fyrirtækin munu síðan hugsa ný viðskiptalíkön, spennandi verkefni og lækka þannig áhættu og auka tækifæri og tekjur. Fjárfestingar munu koma. Neytendur kjósa með veskinu. Ég skil þig eftir með fjögur skref til að græða á hringrásarhagkerfinu: 1. Spyrð þig hvort það sé framtíð í línulegu hagkerfi. 2. Innleiðir hringrásarhugsun. 3. 4. Hagnaður. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Accrona.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun