Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 12:54 Verkið eftir Önnu Júlíu. Vinningstillagan í samkeppni um útilistaverk í Vesturvin á Héðinsreit í Vesturbæ Reykjavík er verkið Rif eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Þar segir að listasafnið hafi haft umsjón með samkeppninni sem fram hafi farið eftir samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en um var að ræða lokaða keppni með opnu forvali. Reykjavíkurborg og lóðarhafar sameinuðust um listsköpun á svæðinu til að auka gæði og gott umhverfi í borginni og var myndlistarmönnum síðasta haust boðið að taka þátt í forvalinu. Forvalsnefnd sem skipuð var fulltrúum lóðarhafa – Festir ehf, Listasafns Reykjavíkur og SÍM, valdi þrjá myndlistarmenn úr innsendum umsóknum til þátttöku í seinni hluta samkeppninnar. Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Elín Hansdóttir og Finnur Arnar Arnarson voru valin til þess að vinna tillögur að verki. Við val á listaverki skal metið á hvern hátt verkið auðgar mannlíf í Vesturvin, fegrar eða virkjar vannýtt svæði og skapar spennandi umhverfi. Niðurstaða dómnefndar liggur nú fyrir og hefur hún valið verk Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur sem vinningstillöguna eins og áður segir. Framkvæmdir við uppsetningu verksins Rif í Vesturvin hefjast vorið 2025. Anna Júlía Friðbjörnsdóttir (f. 1973) býr og starfar í Reykjavík. Hún vinnur í ýmsa miðla í verkum sem taka mið af samtíma og sögulegum málefnum. Verk hennar eru tilraunakennd, einkum í formi skúlptúra og innsetninga þar sem umbreyting efna, kerfa og miðlunar eru skoðuð með fjölbreyttum hætti. Í umsögn dómnefndar segir: „Listaverk Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, Rif, er skúlptúr sem stendur á hringlaga undirstöðu, bronsafsteypa af rifbeini hvals á steyptri terrazzo skífu. Verkið er einnig gagnvirkur áttaviti þar sem höfuðáttirnar eru inngreyptar í skífuna og beininu má snúa þar sem það er fest á snúningslegu. Verkið tekur þannig mið af umhverfi sínu með vísunum í lífríki hafsins, siglingafræði og skipasmíði. Verkið er jafnframt þátttökuverk þar sem gestir og gangandi í inngarðinum í Vesturvin geta snúið beininu og leikið sér með verkið. Gæði verksins felast í einfaldleika þess en jafnframt djúpum vísunum til umhverfisins og náttúrunnar. Hvalbeinið sem unnið er með er úr Íslandssléttbak sem er tegund í útrýmingarhættu. Verkið verður sýnilegt öllum sem eiga leið um garðinn, sem er almenningsrými, og getur vakið áhorfendur til umhugsunar og orðið kennileiti og áhugavert uppbrot í umhverfinu í Vesturvin. Litir terrazzo undirstöðunnar munu jafnframt setja svip á svæðið og vera svipmiklir úr íbúðunum í kring. Verkið er jafnframt einkennandi fyrir feril Önnu Júlíu og áhugaverður liður í þróun og framvindu hennar listsköpunar.“ Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þar segir að listasafnið hafi haft umsjón með samkeppninni sem fram hafi farið eftir samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en um var að ræða lokaða keppni með opnu forvali. Reykjavíkurborg og lóðarhafar sameinuðust um listsköpun á svæðinu til að auka gæði og gott umhverfi í borginni og var myndlistarmönnum síðasta haust boðið að taka þátt í forvalinu. Forvalsnefnd sem skipuð var fulltrúum lóðarhafa – Festir ehf, Listasafns Reykjavíkur og SÍM, valdi þrjá myndlistarmenn úr innsendum umsóknum til þátttöku í seinni hluta samkeppninnar. Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Elín Hansdóttir og Finnur Arnar Arnarson voru valin til þess að vinna tillögur að verki. Við val á listaverki skal metið á hvern hátt verkið auðgar mannlíf í Vesturvin, fegrar eða virkjar vannýtt svæði og skapar spennandi umhverfi. Niðurstaða dómnefndar liggur nú fyrir og hefur hún valið verk Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur sem vinningstillöguna eins og áður segir. Framkvæmdir við uppsetningu verksins Rif í Vesturvin hefjast vorið 2025. Anna Júlía Friðbjörnsdóttir (f. 1973) býr og starfar í Reykjavík. Hún vinnur í ýmsa miðla í verkum sem taka mið af samtíma og sögulegum málefnum. Verk hennar eru tilraunakennd, einkum í formi skúlptúra og innsetninga þar sem umbreyting efna, kerfa og miðlunar eru skoðuð með fjölbreyttum hætti. Í umsögn dómnefndar segir: „Listaverk Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, Rif, er skúlptúr sem stendur á hringlaga undirstöðu, bronsafsteypa af rifbeini hvals á steyptri terrazzo skífu. Verkið er einnig gagnvirkur áttaviti þar sem höfuðáttirnar eru inngreyptar í skífuna og beininu má snúa þar sem það er fest á snúningslegu. Verkið tekur þannig mið af umhverfi sínu með vísunum í lífríki hafsins, siglingafræði og skipasmíði. Verkið er jafnframt þátttökuverk þar sem gestir og gangandi í inngarðinum í Vesturvin geta snúið beininu og leikið sér með verkið. Gæði verksins felast í einfaldleika þess en jafnframt djúpum vísunum til umhverfisins og náttúrunnar. Hvalbeinið sem unnið er með er úr Íslandssléttbak sem er tegund í útrýmingarhættu. Verkið verður sýnilegt öllum sem eiga leið um garðinn, sem er almenningsrými, og getur vakið áhorfendur til umhugsunar og orðið kennileiti og áhugavert uppbrot í umhverfinu í Vesturvin. Litir terrazzo undirstöðunnar munu jafnframt setja svip á svæðið og vera svipmiklir úr íbúðunum í kring. Verkið er jafnframt einkennandi fyrir feril Önnu Júlíu og áhugaverður liður í þróun og framvindu hennar listsköpunar.“
Í umsögn dómnefndar segir: „Listaverk Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, Rif, er skúlptúr sem stendur á hringlaga undirstöðu, bronsafsteypa af rifbeini hvals á steyptri terrazzo skífu. Verkið er einnig gagnvirkur áttaviti þar sem höfuðáttirnar eru inngreyptar í skífuna og beininu má snúa þar sem það er fest á snúningslegu. Verkið tekur þannig mið af umhverfi sínu með vísunum í lífríki hafsins, siglingafræði og skipasmíði. Verkið er jafnframt þátttökuverk þar sem gestir og gangandi í inngarðinum í Vesturvin geta snúið beininu og leikið sér með verkið. Gæði verksins felast í einfaldleika þess en jafnframt djúpum vísunum til umhverfisins og náttúrunnar. Hvalbeinið sem unnið er með er úr Íslandssléttbak sem er tegund í útrýmingarhættu. Verkið verður sýnilegt öllum sem eiga leið um garðinn, sem er almenningsrými, og getur vakið áhorfendur til umhugsunar og orðið kennileiti og áhugavert uppbrot í umhverfinu í Vesturvin. Litir terrazzo undirstöðunnar munu jafnframt setja svip á svæðið og vera svipmiklir úr íbúðunum í kring. Verkið er jafnframt einkennandi fyrir feril Önnu Júlíu og áhugaverður liður í þróun og framvindu hennar listsköpunar.“
Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira