Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. mars 2025 12:02 Tölustafurinn 0 blasti við á þessu skilti við Hellisheiði fyrir tæpum þremur vikum en talan hefur verið uppfærð eftir fjölda banaslysa á síðustu dögum. vísir/Sigurjón Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag skullu rúta og jepplingur saman við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegarins og lést þar barn á öðru aldursári. Á laugardag skullu tveir bílar saman við Flúðir þar sem einn maður lést og í gær lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Fjórir voru um borð í bílunum og var einn úrskurðaður látinn á vettvangi en þrír voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Fjögur banaslys hafa orðið á tæpum þremur vikum.vísir/sara Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir þennan fjölda banaslysa á stuttum tíma afar óvenjulegan. „Blessunarlega gerist það mjög sjaldan að þetta sé í svona svakalegum hnappi eins og þetta var um helgina, en það hefur svo sem gerst að það hafa verið tvö banaslys í sitt hvorum landshlutanum á sama degi,“ segir Gunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með slysin til rannsóknar og Gunnar segir Samgöngustofu ekki hafa ítarlegar upplýsingar um aðdraganda eða orsakir þeirra enn sem komið er. „En manni sýnist fátt benda til þess að það sé eitthvað almennt að fara úrskeiðis. Þetta virðast vera ólík slys, veðrið virðist hafa verið ágætt þótt einhver hálka hafi reyndar komið við sögu. Þetta eru líka ólíkir landshlutar þannig það er ekki margt sammerkt með þessu.“ Þróun þvert á markmið Þrettán létust í banaslysum í fyrra og átta árið áður. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi almennt farið lækkandi, sé litið yfir lengra tímabil, hefur heildarfjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega farið hækkandi - þvert á yfirlýst markmið. Hann segir unnið gegn þróuninni með ýmsum hætti; fræðsluátökum og auglýsingaherferðum. „Almennt séð eru bílar að verða öruggari en á móti kemur að við höfum verið að takast á við ýmsar nýjar áskoranir síðustu ár, farsímar, ferðamenn og rafhlaupahjól og umferðin hefur breyst svolítið mikið undanfarið. Og þetta jafnvægi, öruggari bílar á móti breyttri umferð, hefur verið okkur í óhag,“ segir Gunnar. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag skullu rúta og jepplingur saman við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegarins og lést þar barn á öðru aldursári. Á laugardag skullu tveir bílar saman við Flúðir þar sem einn maður lést og í gær lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Fjórir voru um borð í bílunum og var einn úrskurðaður látinn á vettvangi en þrír voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Fjögur banaslys hafa orðið á tæpum þremur vikum.vísir/sara Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir þennan fjölda banaslysa á stuttum tíma afar óvenjulegan. „Blessunarlega gerist það mjög sjaldan að þetta sé í svona svakalegum hnappi eins og þetta var um helgina, en það hefur svo sem gerst að það hafa verið tvö banaslys í sitt hvorum landshlutanum á sama degi,“ segir Gunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með slysin til rannsóknar og Gunnar segir Samgöngustofu ekki hafa ítarlegar upplýsingar um aðdraganda eða orsakir þeirra enn sem komið er. „En manni sýnist fátt benda til þess að það sé eitthvað almennt að fara úrskeiðis. Þetta virðast vera ólík slys, veðrið virðist hafa verið ágætt þótt einhver hálka hafi reyndar komið við sögu. Þetta eru líka ólíkir landshlutar þannig það er ekki margt sammerkt með þessu.“ Þróun þvert á markmið Þrettán létust í banaslysum í fyrra og átta árið áður. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi almennt farið lækkandi, sé litið yfir lengra tímabil, hefur heildarfjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega farið hækkandi - þvert á yfirlýst markmið. Hann segir unnið gegn þróuninni með ýmsum hætti; fræðsluátökum og auglýsingaherferðum. „Almennt séð eru bílar að verða öruggari en á móti kemur að við höfum verið að takast á við ýmsar nýjar áskoranir síðustu ár, farsímar, ferðamenn og rafhlaupahjól og umferðin hefur breyst svolítið mikið undanfarið. Og þetta jafnvægi, öruggari bílar á móti breyttri umferð, hefur verið okkur í óhag,“ segir Gunnar.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira