Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar 10. mars 2025 12:32 Háskólar hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Þetta sést hvað skýrast í þeim löndum sem fjármagna háskóla sína vel og mynduglega og hafa með því byggt upp hátæknisamfélög. Háskóli Íslands hefur, þrátt fyrir vanfjármögnun til fjölda ára, náð merkilega miklum árangri. Útskrifaðir nemendur hafa eflt íslenskt atvinnulíf og samfélag með þeirri þekkingu og vinnubrögðum sem þeir tileinkuðu sér við skólann. Rannsóknastarf Háskóla Íslands er ekki jafn áberandi úti í samfélaginu og kennslan. En rannsóknastarfið hefur mikil áhrif á samfélagið, án þess að margir veiti því eftirtekt. Það er helst á undanförnum árum að tekið hefur verið eftir gríðarlegri þróun í reiknilíkanagerð, hugbúnaðargeiranum, líftækni og lyfjaþróun svo eitthvað sé nefnt en þessi þróun hófst í öllum tilfellum í Háskólanum með rannsóknum, kennslu og drifkrafti háskólakennara og þá oftast áratugum áður en áhrifin urðu almenningi ljós. Eitt eldra dæmi er stofnun fyrirtækisins Marel sem byggði á þróunarvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans. Magnús Karl Magnússon hefur verið leiðandi í samfélagsumræðu um Háskóla Íslands, fjármögnun hans og uppbyggingu í yfir tuttugu ár. Og hann hefur ítrekað bent á hlutverk Háskólans í samfélaginu og hvernig skólinn og rannsóknir stundaðar við hann eru drifkraftur uppbyggingar í landinu. Magnús Karl hefur einnig bent á alvarlega vanfjármögnun vísindarannsókna í landinu og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur. Ég veit að Magnús Karl mun berjast dyggilega fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, verði hann kosinn rektor. Hann skilur hvað þarf að gera til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur: tala fyrir háskólamenntun, berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og efla samkeppnissjóði. Ég treysti Magnúsi Karli sérlega vel til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands og fagna því að hann sé reiðubúinn að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann einmitt trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, enda hefur hann nú sem endranær talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til að vera málsvari þessara gilda. Ég styð því Magnús Karl Magnússon prófessor í rektorskosningunum sem fram undan eru og hvet þig til þess að gera slíkt hið sama! Höfundur er prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Háskólar hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Þetta sést hvað skýrast í þeim löndum sem fjármagna háskóla sína vel og mynduglega og hafa með því byggt upp hátæknisamfélög. Háskóli Íslands hefur, þrátt fyrir vanfjármögnun til fjölda ára, náð merkilega miklum árangri. Útskrifaðir nemendur hafa eflt íslenskt atvinnulíf og samfélag með þeirri þekkingu og vinnubrögðum sem þeir tileinkuðu sér við skólann. Rannsóknastarf Háskóla Íslands er ekki jafn áberandi úti í samfélaginu og kennslan. En rannsóknastarfið hefur mikil áhrif á samfélagið, án þess að margir veiti því eftirtekt. Það er helst á undanförnum árum að tekið hefur verið eftir gríðarlegri þróun í reiknilíkanagerð, hugbúnaðargeiranum, líftækni og lyfjaþróun svo eitthvað sé nefnt en þessi þróun hófst í öllum tilfellum í Háskólanum með rannsóknum, kennslu og drifkrafti háskólakennara og þá oftast áratugum áður en áhrifin urðu almenningi ljós. Eitt eldra dæmi er stofnun fyrirtækisins Marel sem byggði á þróunarvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans. Magnús Karl Magnússon hefur verið leiðandi í samfélagsumræðu um Háskóla Íslands, fjármögnun hans og uppbyggingu í yfir tuttugu ár. Og hann hefur ítrekað bent á hlutverk Háskólans í samfélaginu og hvernig skólinn og rannsóknir stundaðar við hann eru drifkraftur uppbyggingar í landinu. Magnús Karl hefur einnig bent á alvarlega vanfjármögnun vísindarannsókna í landinu og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur. Ég veit að Magnús Karl mun berjast dyggilega fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, verði hann kosinn rektor. Hann skilur hvað þarf að gera til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur: tala fyrir háskólamenntun, berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og efla samkeppnissjóði. Ég treysti Magnúsi Karli sérlega vel til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands og fagna því að hann sé reiðubúinn að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann einmitt trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, enda hefur hann nú sem endranær talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til að vera málsvari þessara gilda. Ég styð því Magnús Karl Magnússon prófessor í rektorskosningunum sem fram undan eru og hvet þig til þess að gera slíkt hið sama! Höfundur er prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar