Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 10. mars 2025 11:32 Ég styð Kolbrúnu eindregið til embættis rektors og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Ég hef þekkt Kolbrúnu í meira en áratug og þekki hennar góðu kosti af eigin raun. Hún er gríðarlega dugleg, hugmyndarík og fylgin sér, sem má sjá af öllum þeim breytingum og framförum sem hún hefur staðið fyrir á Menntavísindasviði. Flutningur í Sögu og önnur umbótaverkefni Sum af þeim verkefnum sem Kolbrún hefur ásamt breiðum hópi samstarfsfólks tekist að leiða til lykta, eru eftir því sem ég best veit á meðal mest krefjandi úrlausnarefna sem nokkur stjórnandi Háskólans hefur þurft að glíma við á undanförnum árum. Má þar ekki síst nefna flutning Menntavísindasviðs í Sögu sem lokið verður við áður en næsti rektor tekur við embætti 1. júlí næstkomandi. Þetta er risa verkefni og við munum sjá árangurinn af þessari vinnu á næstu misserum, í bættri aðstöðu kennara og nemenda, auknum tækifærum til að vinna með kollegum okkar af öðrum fræðasviðum, og nærsamfélaginu í Vesturbænum. Nefna mætti fjölmörg önnur stór verkefni sem Kolbrún hefur unnið að á undanförum árum, s.s. að stórbæta fjárhag sviðsins, ekki síst sjálfsaflafé, fjölga nemendum, innleiðingu raunfærnimats og styrkingu rannsóknarinnviða sviðsins. Samhliða krefjandi stjórnunarstörfum hefur Kolbrún ræktað rannsóknarsamstarf við fræðifólk frá mörgum heimsálfum og dregið til landsins fjölda alþjóðlegra sérfræðinga á sviði menntunar. Þá átti hún frumkvæðið af einu af nýstárlegustu námskeiðum sviðsins, Eldur og ís, þar sem nemendur í háskólans hafa fengið tækifæri til að kynnast landi sínu undir leiðsögn færustu sérfræðinga. Kolbrún nær árangri Kolbrún er öflugur stjórnandi, virkur rannsakandi, og vel liðinn kennari sem starfar af heilindum. Hún hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem sviðsforseti hve öflugur leiðtogi hún er. Undir hennar stjórn hefur Menntavísindasvið blómstrað og nýtur sviðið sífellt meiri virðingar innan og utan skólans. Mér finnst mikilvægt að skoða verk fólks, ekki bara hvað er sagt. Kolbrún hefur sýnt það með verkum sínum að hún er rétta manneskjan til að leiða Háskóla Íslands næstu árin. Höfundur er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég styð Kolbrúnu eindregið til embættis rektors og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Ég hef þekkt Kolbrúnu í meira en áratug og þekki hennar góðu kosti af eigin raun. Hún er gríðarlega dugleg, hugmyndarík og fylgin sér, sem má sjá af öllum þeim breytingum og framförum sem hún hefur staðið fyrir á Menntavísindasviði. Flutningur í Sögu og önnur umbótaverkefni Sum af þeim verkefnum sem Kolbrún hefur ásamt breiðum hópi samstarfsfólks tekist að leiða til lykta, eru eftir því sem ég best veit á meðal mest krefjandi úrlausnarefna sem nokkur stjórnandi Háskólans hefur þurft að glíma við á undanförnum árum. Má þar ekki síst nefna flutning Menntavísindasviðs í Sögu sem lokið verður við áður en næsti rektor tekur við embætti 1. júlí næstkomandi. Þetta er risa verkefni og við munum sjá árangurinn af þessari vinnu á næstu misserum, í bættri aðstöðu kennara og nemenda, auknum tækifærum til að vinna með kollegum okkar af öðrum fræðasviðum, og nærsamfélaginu í Vesturbænum. Nefna mætti fjölmörg önnur stór verkefni sem Kolbrún hefur unnið að á undanförum árum, s.s. að stórbæta fjárhag sviðsins, ekki síst sjálfsaflafé, fjölga nemendum, innleiðingu raunfærnimats og styrkingu rannsóknarinnviða sviðsins. Samhliða krefjandi stjórnunarstörfum hefur Kolbrún ræktað rannsóknarsamstarf við fræðifólk frá mörgum heimsálfum og dregið til landsins fjölda alþjóðlegra sérfræðinga á sviði menntunar. Þá átti hún frumkvæðið af einu af nýstárlegustu námskeiðum sviðsins, Eldur og ís, þar sem nemendur í háskólans hafa fengið tækifæri til að kynnast landi sínu undir leiðsögn færustu sérfræðinga. Kolbrún nær árangri Kolbrún er öflugur stjórnandi, virkur rannsakandi, og vel liðinn kennari sem starfar af heilindum. Hún hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem sviðsforseti hve öflugur leiðtogi hún er. Undir hennar stjórn hefur Menntavísindasvið blómstrað og nýtur sviðið sífellt meiri virðingar innan og utan skólans. Mér finnst mikilvægt að skoða verk fólks, ekki bara hvað er sagt. Kolbrún hefur sýnt það með verkum sínum að hún er rétta manneskjan til að leiða Háskóla Íslands næstu árin. Höfundur er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun