Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 21:47 Matteo Retegui fagnar marki sínu. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Juventus hafði unnið síðustu fimm leiki sína í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu, þegar Atalanta kom í heimsókn. Gestirnir virtust ekki vita af sigurgöngu heimaliðsins og unnu stórsigur, lokatölur 0-4. Bæði lið eru í harðri baráttu við topp töflunnar og því var búist við hörkuleik, annað kom á daginn. Heimamenn fengu að vera mun meira með boltann en við hvert tækifæri sem gafst þá skar Atalanta vörn heimaliðsins í sundur og skilaði boltanum oftast nær í netið. Gimapiero Gasperini, þjálfari Atalanta, og Thiago Motta, þjálfari Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Fyrsta markið kom þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Weston McKennie, miðjumaður Juventus, gerðist þá sekur um að handleika knöttinn innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Mateo Retegui fór á punktinn og brást ekki bogalistin. Hans 22. deildarmark í aðeins 26 leikjum staðreynd. Staðan orðin 0-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Matteo Retegui kemur gestunum yfir.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Marten de Roon þrumaði boltanum í netið frá vítateigslínunni. Staðan orðin 0-2 og heimamenn í allskyns vandræðum. Bakvörðurinn Davide Zappacosta gerði svo út um leikinn á 66. mínútu með góðu skoti innan vítateigs eftir sendingu Sead Kolašinac. Ademola Lookman fullkomnaði svo niðurlægingu Juventus á 77. mínútu. Hann lék á mann og annan áður en skot hans frá vítateigslínunni hafði viðkomu í varnarmanni og endaði þar með í netinu. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur. Atalanta er í bullandi titilbaráttu með 58 stig að loknum 28 leikjum. Napoli er með 60 stig í 2. sæti og Inter er á toppnum með stigi meira. Juventus er í 4. sæti með 52 stig. Fyrr í kvöld hafði Matías Soulé tryggt Roma 1-0 sigur á Empoli. Roma er í 7. sæti með 46 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 9. mars 2025 16:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Sjá meira
Bæði lið eru í harðri baráttu við topp töflunnar og því var búist við hörkuleik, annað kom á daginn. Heimamenn fengu að vera mun meira með boltann en við hvert tækifæri sem gafst þá skar Atalanta vörn heimaliðsins í sundur og skilaði boltanum oftast nær í netið. Gimapiero Gasperini, þjálfari Atalanta, og Thiago Motta, þjálfari Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Fyrsta markið kom þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Weston McKennie, miðjumaður Juventus, gerðist þá sekur um að handleika knöttinn innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Mateo Retegui fór á punktinn og brást ekki bogalistin. Hans 22. deildarmark í aðeins 26 leikjum staðreynd. Staðan orðin 0-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Matteo Retegui kemur gestunum yfir.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Marten de Roon þrumaði boltanum í netið frá vítateigslínunni. Staðan orðin 0-2 og heimamenn í allskyns vandræðum. Bakvörðurinn Davide Zappacosta gerði svo út um leikinn á 66. mínútu með góðu skoti innan vítateigs eftir sendingu Sead Kolašinac. Ademola Lookman fullkomnaði svo niðurlægingu Juventus á 77. mínútu. Hann lék á mann og annan áður en skot hans frá vítateigslínunni hafði viðkomu í varnarmanni og endaði þar með í netinu. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur. Atalanta er í bullandi titilbaráttu með 58 stig að loknum 28 leikjum. Napoli er með 60 stig í 2. sæti og Inter er á toppnum með stigi meira. Juventus er í 4. sæti með 52 stig. Fyrr í kvöld hafði Matías Soulé tryggt Roma 1-0 sigur á Empoli. Roma er í 7. sæti með 46 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 9. mars 2025 16:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Sjá meira
Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 9. mars 2025 16:10