Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 12:32 Jöfnunarmark Orra Freys Þorkelssonar gegn Wisla Plock tryggði Sporting sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. getty/Andrzej Iwanczuk Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Eftir hverja umferð í riðlakeppninni birtist myndband af fimm bestu mörkunum á samfélagsmiðlum Meistaradeildarinnar. Og á toppi listans fyrir fjórtándu og síðustu umferð riðlakeppninnar trónir Orri. Hornamaðurinn skoraði nefnilega jöfnunarmark Sporting gegn Wisla Plock rétt áður en leiktíminn rann út. Leikar fóru 29-29 en með stiginu tryggðu Portúgalarnir sér sæti í átta liða úrslitum. 🔥 𝗧𝗢𝗣 𝟱 𝗚𝗢𝗔𝗟𝗦 – Round 14 🔥1️⃣ Orri Þorkelsson (Sporting CP)2️⃣ Matthias Musche (SC Magdeburg)3️⃣ Tim Freihöfer (Füchse Berlin)4️⃣ Benoit Kounkoud (Industria Kielce)5️⃣ Haukur Thrastarson (Dinamo București)Which one’s your favourite? 👀👇 #ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/oP3EO2HbFd— EHF Champions League (@ehfcl) March 7, 2025 Orri hefur leikið mjög vel með Sporting á tímabilinu og sló í gegn með íslenska landsliðinu á HM í janúar. Hann skoraði 71 mark í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Orri er ekki eini Íslendingurinn á listanum yfir bestu mörkin í 14. umferð Meistaradeildarinnar því Haukur Þrastarson, leikmaður Dinamo Búkarest, er í 5. sætinu. Haukur skoraði sérstaklega snoturt mark í sigri Dinamo Búkarest á Fredericia, 32-37. Selfyssingurinn braust þá í gegnum vörn danska liðsins og sneri boltann laglega í netið. Haukur skoraði fimm mörk í leiknum gegn Fredericia og 44 mörk alls í riðlakeppninni. Hann gaf einnig sex stoðsendingar í leiknum í Danmörku. Dinamo Búkarest fer í umspil í sæti í átta liða úrslitum þar sem liðið mætir Magdeburg. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Eftir hverja umferð í riðlakeppninni birtist myndband af fimm bestu mörkunum á samfélagsmiðlum Meistaradeildarinnar. Og á toppi listans fyrir fjórtándu og síðustu umferð riðlakeppninnar trónir Orri. Hornamaðurinn skoraði nefnilega jöfnunarmark Sporting gegn Wisla Plock rétt áður en leiktíminn rann út. Leikar fóru 29-29 en með stiginu tryggðu Portúgalarnir sér sæti í átta liða úrslitum. 🔥 𝗧𝗢𝗣 𝟱 𝗚𝗢𝗔𝗟𝗦 – Round 14 🔥1️⃣ Orri Þorkelsson (Sporting CP)2️⃣ Matthias Musche (SC Magdeburg)3️⃣ Tim Freihöfer (Füchse Berlin)4️⃣ Benoit Kounkoud (Industria Kielce)5️⃣ Haukur Thrastarson (Dinamo București)Which one’s your favourite? 👀👇 #ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/oP3EO2HbFd— EHF Champions League (@ehfcl) March 7, 2025 Orri hefur leikið mjög vel með Sporting á tímabilinu og sló í gegn með íslenska landsliðinu á HM í janúar. Hann skoraði 71 mark í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Orri er ekki eini Íslendingurinn á listanum yfir bestu mörkin í 14. umferð Meistaradeildarinnar því Haukur Þrastarson, leikmaður Dinamo Búkarest, er í 5. sætinu. Haukur skoraði sérstaklega snoturt mark í sigri Dinamo Búkarest á Fredericia, 32-37. Selfyssingurinn braust þá í gegnum vörn danska liðsins og sneri boltann laglega í netið. Haukur skoraði fimm mörk í leiknum gegn Fredericia og 44 mörk alls í riðlakeppninni. Hann gaf einnig sex stoðsendingar í leiknum í Danmörku. Dinamo Búkarest fer í umspil í sæti í átta liða úrslitum þar sem liðið mætir Magdeburg.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira