Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2025 11:15 „Tækifæri fyrir nemendur“ er fyrirsögn í áherslukafla um mannauð á heimasíðu framboðs míns til embættis rektors Háskóla Íslands (ingibjorg.hi.is). Þar hef ég lagt fram metnaðarfullar aðgerðir, ákveðnar kerfisbreytingar. Í grunninn miða þessar áherslur að því að auðvelda nemendum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem standa háskólanemendum til boða og þannig móta sína eigin framtíð. Í breyttu kerfi ættu deildir og námsbrautir auðveldara með að treysta öðrum fyrir hluta af námi nemenda sinna. Þannig gætum við aukið víðsýni og hæfni sem nemendur þurfa að tileinka sér til þess að taka virkan hátt þátt í samfélaginu. Samfélagi sem krefst þess í auknum mæli að unnið sé þvert á fræðigreinar til að leysa flókin vandamál samtímans. Hvaða tækifæri er ég að tala um? Tækifæri til að taka námskeið á öðru fræðasviði, starfsþjálfun í fyrirtækjum eða stofnunum, dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í fjarnámi eina önn, eða fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. En svona breytingar taka tíma og því eðlilegt að nemendur spyrji sig: „Hvað ætlar hún að gera fyrir mig núna“? Í framboði mínu legg ég mikla áherslu á samskipti og opið samtal. Ég er tilbúin að setjast niður með nemendum og forgangsraða þeim áherslumálum sem þykja mikilvægust og leita lausna. Í sumum málum gæti reynst auðvelt að bregðast við strax en í öðrum tilfellum þarf að leita leiða til að fjármagna óskir nemenda. Stundum eru málefnin það flókin að þau teygja sig út fyrir Háskóla Íslands og jafnvel inn í fleiri ráðuneyti en ráðuneyti háskólamála. Í þeim tilfellum mun ég beita mér fyrir því að ráðuneytin vinni saman að lausnum fyrir háskólanema. Síðastliðna 20 mánuði hef ég í starfi aðstoðarrektors vísinda og samfélags fylgt eftir málefnum meistara- og doktorsnemenda í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms og Vísindanefnd háskólaráðs. Fyrir nemendur höfum við unnið að bættri umgjörð og gæðum meistaranáms, hækkað styrki til doktorsnáms og unnið að bættu starfsumhverfi doktorsnema í samstarfi við Mannauðssvið Háskóla Íslands. Ég er tilbúin að leggja hart að mér til að hlúa sem best að nemendum, viðhalda gæðum námsleiða og auðvelda nemendum að móta sína eigin framtíð í Háskóla Íslands. Ég hvet nemendur til að nýta kosningarétt sinn 18.-19. mars næstkomandi. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Tækifæri fyrir nemendur“ er fyrirsögn í áherslukafla um mannauð á heimasíðu framboðs míns til embættis rektors Háskóla Íslands (ingibjorg.hi.is). Þar hef ég lagt fram metnaðarfullar aðgerðir, ákveðnar kerfisbreytingar. Í grunninn miða þessar áherslur að því að auðvelda nemendum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem standa háskólanemendum til boða og þannig móta sína eigin framtíð. Í breyttu kerfi ættu deildir og námsbrautir auðveldara með að treysta öðrum fyrir hluta af námi nemenda sinna. Þannig gætum við aukið víðsýni og hæfni sem nemendur þurfa að tileinka sér til þess að taka virkan hátt þátt í samfélaginu. Samfélagi sem krefst þess í auknum mæli að unnið sé þvert á fræðigreinar til að leysa flókin vandamál samtímans. Hvaða tækifæri er ég að tala um? Tækifæri til að taka námskeið á öðru fræðasviði, starfsþjálfun í fyrirtækjum eða stofnunum, dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í fjarnámi eina önn, eða fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. En svona breytingar taka tíma og því eðlilegt að nemendur spyrji sig: „Hvað ætlar hún að gera fyrir mig núna“? Í framboði mínu legg ég mikla áherslu á samskipti og opið samtal. Ég er tilbúin að setjast niður með nemendum og forgangsraða þeim áherslumálum sem þykja mikilvægust og leita lausna. Í sumum málum gæti reynst auðvelt að bregðast við strax en í öðrum tilfellum þarf að leita leiða til að fjármagna óskir nemenda. Stundum eru málefnin það flókin að þau teygja sig út fyrir Háskóla Íslands og jafnvel inn í fleiri ráðuneyti en ráðuneyti háskólamála. Í þeim tilfellum mun ég beita mér fyrir því að ráðuneytin vinni saman að lausnum fyrir háskólanema. Síðastliðna 20 mánuði hef ég í starfi aðstoðarrektors vísinda og samfélags fylgt eftir málefnum meistara- og doktorsnemenda í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms og Vísindanefnd háskólaráðs. Fyrir nemendur höfum við unnið að bættri umgjörð og gæðum meistaranáms, hækkað styrki til doktorsnáms og unnið að bættu starfsumhverfi doktorsnema í samstarfi við Mannauðssvið Háskóla Íslands. Ég er tilbúin að leggja hart að mér til að hlúa sem best að nemendum, viðhalda gæðum námsleiða og auðvelda nemendum að móta sína eigin framtíð í Háskóla Íslands. Ég hvet nemendur til að nýta kosningarétt sinn 18.-19. mars næstkomandi. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun