Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 6. mars 2025 12:00 Á næstu dögum stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægu vali. Kosningar hefjast í dag og þá gefst tækifæri til að velja sér formann sem stendur með félagsfólki og berst fyrir hagsmunum þess af krafti. Ég býð mig fram til þess að leiða VR inn í öflugra og samheldnara tímabil og ég veit hvað þarf að gera til að svo megi verða. Samstaða er lykillinn að sterkara VR Sem formaður mun ég tryggja að ný stjórn VR standi saman, óháð því hverjir verða kjörnir inn. Við þurfum að þétta raðirnar og vinna saman að sameiginlegu markmiði: að bæta kjör félagsfólks. Ég tala skýrt og á mannamáli, en ekki í háfleygum frösum. Félagsfólk á að finna fyrir því að rödd þess skiptir máli. Spurningin einföld: Viljið þið sterkara VR sem berst fyrir ykkur, eða VR sem heldur áfram á sömu braut? Baráttumál sem skipta máli Ég er tilbúinn að taka slaginn fyrir ykkur í þeim málum sem skipta raunverulega máli. 1. Fjölskylduvænn vinnumarkaður Enginn á að þurfa að velja á milli atvinnu og fjölskyldu. Óvissa um dagvistunarúrræði eftir fæðingarorlof veldur óþarfa álagi. Aðrir frambjóðendur tala um að brúa bilið, en engar raunverulegar lausnir hafa verið lagðar fram. Ég mun beita mér fyrir því að finna og framkvæma lausnir. 2. Varasjóðurinn á að þjóna félagsfólki – ekki safna fé Varasjóðurinn á að vera skjól fyrir félagsfólk þegar þess þarf, ekki sparisjóður VR. Ég er ósamála því að þeir sem eiga meira fái meira. Ég mun beita mér fyrir réttlátari úthlutunarreglum sem tryggja að sjóðurinn nýtist öllum sem á honum þurfa að halda. Félagsfólk hefur sjálft lýst yfir óánægju: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað, en ég fæ alltaf það sama úr varasjóðnum – í kringum 20.000 kr. Hvar er jafnréttið?“ „Það tekur því ekki að taka úr sjóðnum því þetta eru svo lágar upphæðir.“ Og ég vil ekki þurfa heyra það aftur að félagsfólk sé hætt í VR því það fær m.a. ekki fæðingarstyrk, en það er raunin. Ég mun tryggja að þetta breytist. 3. Jöfnun réttinda á vinnumarkaði VR á að vera leiðandi í kjarabaráttu en ekki að fylgja í spor annarra. Við þurfum að tryggja að félagsfólk VR njóti sömu réttinda og aðrir, bæði í veikindarétti og þegar kemur að launahækkunum. Nýlega var samið um 24% launahækkun fyrir kennara sem er mjög góður árangur og samgleðst ég þeim. Tel ég þau eiga það fyllilega skilið enda er þetta fólkið sem er að mennta börnin okkar en ekki má gleyma félagsfólki VR sem er ekki síður mikilvægt, sem situr eftir með mun minni hækkun.Af hverju hefur ekkert heyrst frá VR? Þetta eru spurningar sem ég vil fá svör við og bregðast við með skýrum aðgerðum. Opnari og skýrari samskipti Félagsfólk VR á ekki að þurfa að bíða eftir kosningum til að fá að hitta formann sinn. Ég vil tryggja regluleg samskipti við félagsfólk, samningsaðila og stjórnvöld til að bæta kjör og leysa brýn mál hratt og örugglega. VR á að tala skýrt fyrir réttindum félagsfólks og tryggja að enginn sé skilinn eftir. Ég er tilbúinn – eruð þið það líka? Ég hef unnið innan VR í 14 ár. Ég þekki félagið inn og út og veit hvar breytinga er þörf. Ég læt engan stöðva mig í að berjast fyrir félagsfólk. Félagsfólk VR á betra skilið. Við þurfum VR sem stendur fast fyrir félagsfólk, VR sem lætur ekki aðrar stéttir taka forskot á réttindi og launakjör og VR sem forgangsraðar hagsmunum félagsfólks, ekki pólitískum hagsmunum. Ef þið viljið breytingar, ef þið viljið VR sem stendur með ykkur þá er valið skýrt. Kjósið breytingar. Kjósið rétt. Kjósið mig. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á næstu dögum stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægu vali. Kosningar hefjast í dag og þá gefst tækifæri til að velja sér formann sem stendur með félagsfólki og berst fyrir hagsmunum þess af krafti. Ég býð mig fram til þess að leiða VR inn í öflugra og samheldnara tímabil og ég veit hvað þarf að gera til að svo megi verða. Samstaða er lykillinn að sterkara VR Sem formaður mun ég tryggja að ný stjórn VR standi saman, óháð því hverjir verða kjörnir inn. Við þurfum að þétta raðirnar og vinna saman að sameiginlegu markmiði: að bæta kjör félagsfólks. Ég tala skýrt og á mannamáli, en ekki í háfleygum frösum. Félagsfólk á að finna fyrir því að rödd þess skiptir máli. Spurningin einföld: Viljið þið sterkara VR sem berst fyrir ykkur, eða VR sem heldur áfram á sömu braut? Baráttumál sem skipta máli Ég er tilbúinn að taka slaginn fyrir ykkur í þeim málum sem skipta raunverulega máli. 1. Fjölskylduvænn vinnumarkaður Enginn á að þurfa að velja á milli atvinnu og fjölskyldu. Óvissa um dagvistunarúrræði eftir fæðingarorlof veldur óþarfa álagi. Aðrir frambjóðendur tala um að brúa bilið, en engar raunverulegar lausnir hafa verið lagðar fram. Ég mun beita mér fyrir því að finna og framkvæma lausnir. 2. Varasjóðurinn á að þjóna félagsfólki – ekki safna fé Varasjóðurinn á að vera skjól fyrir félagsfólk þegar þess þarf, ekki sparisjóður VR. Ég er ósamála því að þeir sem eiga meira fái meira. Ég mun beita mér fyrir réttlátari úthlutunarreglum sem tryggja að sjóðurinn nýtist öllum sem á honum þurfa að halda. Félagsfólk hefur sjálft lýst yfir óánægju: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað, en ég fæ alltaf það sama úr varasjóðnum – í kringum 20.000 kr. Hvar er jafnréttið?“ „Það tekur því ekki að taka úr sjóðnum því þetta eru svo lágar upphæðir.“ Og ég vil ekki þurfa heyra það aftur að félagsfólk sé hætt í VR því það fær m.a. ekki fæðingarstyrk, en það er raunin. Ég mun tryggja að þetta breytist. 3. Jöfnun réttinda á vinnumarkaði VR á að vera leiðandi í kjarabaráttu en ekki að fylgja í spor annarra. Við þurfum að tryggja að félagsfólk VR njóti sömu réttinda og aðrir, bæði í veikindarétti og þegar kemur að launahækkunum. Nýlega var samið um 24% launahækkun fyrir kennara sem er mjög góður árangur og samgleðst ég þeim. Tel ég þau eiga það fyllilega skilið enda er þetta fólkið sem er að mennta börnin okkar en ekki má gleyma félagsfólki VR sem er ekki síður mikilvægt, sem situr eftir með mun minni hækkun.Af hverju hefur ekkert heyrst frá VR? Þetta eru spurningar sem ég vil fá svör við og bregðast við með skýrum aðgerðum. Opnari og skýrari samskipti Félagsfólk VR á ekki að þurfa að bíða eftir kosningum til að fá að hitta formann sinn. Ég vil tryggja regluleg samskipti við félagsfólk, samningsaðila og stjórnvöld til að bæta kjör og leysa brýn mál hratt og örugglega. VR á að tala skýrt fyrir réttindum félagsfólks og tryggja að enginn sé skilinn eftir. Ég er tilbúinn – eruð þið það líka? Ég hef unnið innan VR í 14 ár. Ég þekki félagið inn og út og veit hvar breytinga er þörf. Ég læt engan stöðva mig í að berjast fyrir félagsfólk. Félagsfólk VR á betra skilið. Við þurfum VR sem stendur fast fyrir félagsfólk, VR sem lætur ekki aðrar stéttir taka forskot á réttindi og launakjör og VR sem forgangsraðar hagsmunum félagsfólks, ekki pólitískum hagsmunum. Ef þið viljið breytingar, ef þið viljið VR sem stendur með ykkur þá er valið skýrt. Kjósið breytingar. Kjósið rétt. Kjósið mig. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun