Lífið

Segir gott að elska Ara

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Tinna og Ari byrjuðu saman árið 2023.
Tinna og Ari byrjuðu saman árið 2023.

Uppistandarinn Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Hrím, fagna í dag tveggja ára sambandsafmæli sínu. Í tilefni dagsins deildu þau fallegum myndum af sér á samfélagsmiðlum.

„Það er gott að elska. Tvö ár síðan við ákváðum að vera kærustupar. Mér þykir svo vænt um þessa mynd af okkur,“ skrifaði Tinna við myndina. 

Ari birti einnig mynd og skrifaði: „Tvö ár með þessari í dag.“

Ari hefur getið gott orð af sér sem uppistandari frá árinu 2009. Framan af kom hann fram með uppistandshópnum Mið-Íslandi en undanfarið hefur hann haldið uppistandssýningar víða um heim með góðum árangri. Tinna hefur verið í fyrirtækja- og verslunarrekstri síðastliðin tíu ár og er með BA gráðu í arkitektúr. Bæði eiga þau tvö börn úr fyrri samböndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.