Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar 5. mars 2025 13:31 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi. Dagurinn á rætur að rekja til baráttu verkakvenna fyrir bættum kjörum í byrjun síðustu aldar. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar var mikill samtakamáttur meðal kvenna gegn stríði og fasisma. Á Íslandi voru stofnuð kvennasamtök, MFÍK, sem höfðu að markmiði að stuðla að alheimsfriði og afvopnun. “Aldrei aftur”skyldi hryllingurinn endurtaka sig. Um allan heim hafa konur verið leiðandi í friðarbaráttunni, líklega vegna þess að við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Nú um stundir geysa hræðileg stríð með öllu sem því tilheyrir, fólk missir líf og ættingja, hrekst frá heimkynnum sínum og upplifir ofbeldi og hungursneyðir. Nýlendustefnan sem við lásum um í sögubókum er því miður enn í tísku hjá helstu bandamönnum Íslands. Löndin sem við erum í hvað mestu samstarfi við hamast við að réttlæta glæpi gegn mannkyni og jafnvel styðja með vopnasendingum sbr. árásirnar á Gaza. En Íslendingar eru friðelskandi þjóð. Við höfum aldrei rekið her og ekki hernumið önnur lönd. Við höfum hins vegar verið hersett og erlendi herinn í landinu hefur aldrei farið algjörlega. Um þessar mundir á sér stað á Íslandi mikil hernaðarleg uppbygging sem gerir æ fleiri erlendum hermönnum kleift að dvelja á landinu. Drápstól eru prófuð og notkun þeirra æfð víða um land og kringum landið sveima kjarnorkuknúnir bátar. Í bakgrunni hótar heimsveldið sem hefur bækistöðvar hér, að gera okkar næsta nágranna að nýlendu til að hirða auðlindir landsins af fólkinu sem þar býr. Og ekki nóg með það að landið okkar sé lagt undir hermenn og heræfingar þá eru vopn fjármögnuð af ríkisstjórn Íslands og send á vígvöllinn í Úkraínu í óþökk þjóðarinnar. Ákall til kvenna við völd Konur eru leiðandi í friðarbaráttunni og oft er bent á að það séu karlmenn sem efna til stríða en stríð hafi ekki síst áhrif á konur og börn. Aldrei áður hafa jafn margar konur verið við völd á Íslandi og því kjörið tækifæri til að setja friðarmál á dagskrá! Sérstaklega er mér hugsað til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta, en það eru margar fleiri konur í valdastöðum sem hafa tækifæri til að beita rödd sinni fyrir friði og réttlæti. Ekki láta ákvarðanir ykkar stjórnast af hagsmunum hergagnaframleiðenda. Finnið hugrekki til að stuðla að heimi þar sem raunverulegt öryggi ríkir! Við krefjumst þess að ráðamenn þessa lands (sem upp til hópa eru konur) beiti sér fyrir alheimsfriði og afvopnun. Því svo lengi sem konur heimsins búa við örbirgð og ofbeldi, verðum við ekki öruggar. Fjölmennum á baráttufund gegn hernaði og nýlenduhyggju í Iðnó þann 8. mars! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Jafnréttismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi. Dagurinn á rætur að rekja til baráttu verkakvenna fyrir bættum kjörum í byrjun síðustu aldar. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar var mikill samtakamáttur meðal kvenna gegn stríði og fasisma. Á Íslandi voru stofnuð kvennasamtök, MFÍK, sem höfðu að markmiði að stuðla að alheimsfriði og afvopnun. “Aldrei aftur”skyldi hryllingurinn endurtaka sig. Um allan heim hafa konur verið leiðandi í friðarbaráttunni, líklega vegna þess að við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Nú um stundir geysa hræðileg stríð með öllu sem því tilheyrir, fólk missir líf og ættingja, hrekst frá heimkynnum sínum og upplifir ofbeldi og hungursneyðir. Nýlendustefnan sem við lásum um í sögubókum er því miður enn í tísku hjá helstu bandamönnum Íslands. Löndin sem við erum í hvað mestu samstarfi við hamast við að réttlæta glæpi gegn mannkyni og jafnvel styðja með vopnasendingum sbr. árásirnar á Gaza. En Íslendingar eru friðelskandi þjóð. Við höfum aldrei rekið her og ekki hernumið önnur lönd. Við höfum hins vegar verið hersett og erlendi herinn í landinu hefur aldrei farið algjörlega. Um þessar mundir á sér stað á Íslandi mikil hernaðarleg uppbygging sem gerir æ fleiri erlendum hermönnum kleift að dvelja á landinu. Drápstól eru prófuð og notkun þeirra æfð víða um land og kringum landið sveima kjarnorkuknúnir bátar. Í bakgrunni hótar heimsveldið sem hefur bækistöðvar hér, að gera okkar næsta nágranna að nýlendu til að hirða auðlindir landsins af fólkinu sem þar býr. Og ekki nóg með það að landið okkar sé lagt undir hermenn og heræfingar þá eru vopn fjármögnuð af ríkisstjórn Íslands og send á vígvöllinn í Úkraínu í óþökk þjóðarinnar. Ákall til kvenna við völd Konur eru leiðandi í friðarbaráttunni og oft er bent á að það séu karlmenn sem efna til stríða en stríð hafi ekki síst áhrif á konur og börn. Aldrei áður hafa jafn margar konur verið við völd á Íslandi og því kjörið tækifæri til að setja friðarmál á dagskrá! Sérstaklega er mér hugsað til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta, en það eru margar fleiri konur í valdastöðum sem hafa tækifæri til að beita rödd sinni fyrir friði og réttlæti. Ekki láta ákvarðanir ykkar stjórnast af hagsmunum hergagnaframleiðenda. Finnið hugrekki til að stuðla að heimi þar sem raunverulegt öryggi ríkir! Við krefjumst þess að ráðamenn þessa lands (sem upp til hópa eru konur) beiti sér fyrir alheimsfriði og afvopnun. Því svo lengi sem konur heimsins búa við örbirgð og ofbeldi, verðum við ekki öruggar. Fjölmennum á baráttufund gegn hernaði og nýlenduhyggju í Iðnó þann 8. mars! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun