Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Árni Sæberg skrifar 5. mars 2025 12:05 Halldór Benjamín er forstjóri Heima. Vísir/Vilhelm Heimar hf. hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann, NIB. Lánið er upp á 4,5 milljarða króna til tólf ára og er verðtryggt. Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að lánið sé veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmára 12, sem sé ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi. Breyta verslunarkjarna í heilsukjarna Undanfarin ár hafi Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í nútímalega 4.830 fermetra heilbrigðis- og læknamiðstöð, með 820 fermetra viðbyggingu. Húsnæðið hýsi nú bæði opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu og sé eina sérhæfða heilsugæslustöðin á svæðinu, sem dragi meðal annars úr þörf sjúklinga á að ferðast til Reykjavíkur. Húsið hafi verið tekið í fulla notkun í júní 2024 og starfsemin í húsinu hafi orðið lykilþáttur í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Stækka Sóltún Lánið muni einnig fjármagna stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltún í Reykjavík en stærð þess verði aukin úr 6.870 fermetrum í 10.360 fermetra og muni 67 ný hjúkrunarrými bætast við þau 92 sem fyrir eru. Framkvæmdirnar muni hafa í för með sér endurnýjun á hjúkrunarheimilinu og komi til með að mæta vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustu fyrir eldri borgara. Gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2025 og áætlað sé að þeim ljúki seint á árinu 2027. Skrifstofur við Smáralind Þá muni lánið fjármagna framkvæmdir Heima við byggingu skrifstofuhúsnæðis að Silfursmára 12, Kópavogi, í nágrenni við Smáralind. Um sé að ræða nýtt og glæsilegt skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými á besta stað í Smáranum í miðju höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðið komi til með að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag. Áætlað sé að framkvæmdunum ljúki haustið 2025. Fyrsta íslenska skuldabréfið í tvo áratugi „Við erum ánægð með að gefa út fyrsta ISK skuldabréf NIB í tvo áratugi og þökkum fjárfestum fyrir sterkan áhuga. Með því að styðja þessi fasteignaverkefni erum við að skapa nauðsynlega innviði sem bæta heilbrigðisþjónustu, auka aðstöðu fyrir eldri borgara og efla efnahagslega starfsemi á Íslandi,“ er haft eftir André Küüsvek, forstjóra og framkvæmdastjóra NIB. Á dögunum var greint frá því að NIB hefði veitt Ljósleiðaranum fjögurra milljarða króna lán sem fjármagnað var með útgáfu græns skuldabréfs upp á 8,5 milljarða íslenskra króna. Því er ljóst að sú útgáfa er uppurin með láninu til Heima. „Við erum afar ánægð með að skýr stefna Heima og framkvæmd hennar á undanförnum árum fái viðurkenningu frá einni fremstu fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með vaxandi áhuga erlendra fjárfesta er þessi áfangi mikilvægur til að auka fjölbreytni í fjármögnun okkar og styðja áframhaldandi arðbæran vöxt kjarnastarfsemi okkar,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. Heimar fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að lánið sé veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmára 12, sem sé ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi. Breyta verslunarkjarna í heilsukjarna Undanfarin ár hafi Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í nútímalega 4.830 fermetra heilbrigðis- og læknamiðstöð, með 820 fermetra viðbyggingu. Húsnæðið hýsi nú bæði opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu og sé eina sérhæfða heilsugæslustöðin á svæðinu, sem dragi meðal annars úr þörf sjúklinga á að ferðast til Reykjavíkur. Húsið hafi verið tekið í fulla notkun í júní 2024 og starfsemin í húsinu hafi orðið lykilþáttur í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Stækka Sóltún Lánið muni einnig fjármagna stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltún í Reykjavík en stærð þess verði aukin úr 6.870 fermetrum í 10.360 fermetra og muni 67 ný hjúkrunarrými bætast við þau 92 sem fyrir eru. Framkvæmdirnar muni hafa í för með sér endurnýjun á hjúkrunarheimilinu og komi til með að mæta vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustu fyrir eldri borgara. Gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2025 og áætlað sé að þeim ljúki seint á árinu 2027. Skrifstofur við Smáralind Þá muni lánið fjármagna framkvæmdir Heima við byggingu skrifstofuhúsnæðis að Silfursmára 12, Kópavogi, í nágrenni við Smáralind. Um sé að ræða nýtt og glæsilegt skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými á besta stað í Smáranum í miðju höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðið komi til með að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag. Áætlað sé að framkvæmdunum ljúki haustið 2025. Fyrsta íslenska skuldabréfið í tvo áratugi „Við erum ánægð með að gefa út fyrsta ISK skuldabréf NIB í tvo áratugi og þökkum fjárfestum fyrir sterkan áhuga. Með því að styðja þessi fasteignaverkefni erum við að skapa nauðsynlega innviði sem bæta heilbrigðisþjónustu, auka aðstöðu fyrir eldri borgara og efla efnahagslega starfsemi á Íslandi,“ er haft eftir André Küüsvek, forstjóra og framkvæmdastjóra NIB. Á dögunum var greint frá því að NIB hefði veitt Ljósleiðaranum fjögurra milljarða króna lán sem fjármagnað var með útgáfu græns skuldabréfs upp á 8,5 milljarða íslenskra króna. Því er ljóst að sú útgáfa er uppurin með láninu til Heima. „Við erum afar ánægð með að skýr stefna Heima og framkvæmd hennar á undanförnum árum fái viðurkenningu frá einni fremstu fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með vaxandi áhuga erlendra fjárfesta er þessi áfangi mikilvægur til að auka fjölbreytni í fjármögnun okkar og styðja áframhaldandi arðbæran vöxt kjarnastarfsemi okkar,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima.
Heimar fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira