NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Aron Guðmundsson skrifar 5. mars 2025 11:28 Luka Dončić er körfuboltastjarna á heimsmælikvarða og hjá Los Angeles Lakers spilar hann með Lebron James. Vísir/Getty NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ. Greint var frá því í dag að Ísland myndi spila í D-riðli mótsins í Katowice og þar með er ljóst að liðið verður með Slóveníu í riðli. Samkomulag var í gildi milli KKÍ og slóvenska sambandsins að Slóvenía, með Dončić í fararbroddi, kæmi hingað til lands í aðdraganda mótsins ef liðin myndu ekki leika í sama riðli á EM. Yrðu þau í sama riðli myndu Slóvenarnir ekki koma hingað til lands. „Ég talaði við félaga minn hjá slóvenska sambandinu einmitt um þessi mál í gær og við erum sammála í þessum efnum,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Það er eiginlega ljóst að í okkar riðli verða Pólland, Slóvenía og hver hin þrjú liðin verða vitum við ekki fyrr en dregið verður í riðla. Slóvenarnir eru þá þar að þeir munu ekki koma hingað til lands í sumar þar sem að þeir eru með okkur í riðli. Vonandi koma þeir þá bara á næsta ári.“ Hermir þetta upp á Dončić feðga seinna Búið er að gefa út styrkleikaflokkana sex sem dregið verður úr í Riga í Lettlandi þann 27. mars, þegar dregið verður í riðla EM. Þar má sjá að í styrkleikaflokki tvö verða landslið Lettlands, Litháen, Grikklands og Slóveníu. Lettar eru gestgjafaþjóð, Litháen og Grikklands samstarfsþjóð líkt og Ísland og því er það ljóst að úr þessum styrkleikaflokki fara Slóvenar í D-riðil okkar í Póllandi og Íslandsförin því úr sögunni. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM Mynd: FIBA EUROPE „Þetta er samkomulag sem ég gerði við þá hjá slóvenska sambandinu sem og pabba Luka Dončić, Saša Dončić. Við erum miklir félagar og tókum þetta samtal í rauninni í febrúar fyrir ári síðan og fyrst að Craig Pedersen (landsliðsþjálfari) fór að opinbera þetta samtal í einhverju viðtali þá get ég sagt að við tókumst í hendur fyrir ári síðan og ákváðum að þeir myndu koma hingað í sumar. En fyrst við verðum saman í riðli verð ég bara að herma þetta upp á Sasha, föður Luka, síðar. Við fáum hann bara heim seinna.“ Enn meira tilefni fyrir íslenska stuðningsmenn að gera sér ferð til Katowice á EM og sjá okkar öfluga lið mæta sterku liði Slóvena með einn besta körfuboltamann heims innanborðs. Dončić var á dögunum skipt yfir til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks. Skiptum sem hefur verið lýst sem einum af þeim „stærstu og óvæntustu“ í sögunni. „Luka er toppnáungi, ég þekki hann ágætlega,“ segir Hannes Það er gaman að fá að vera í riðli þar sem að hann er að keppa en enn þá skemmtilegra að ná honum hingað heim einhvern tímann á allra næstu árum á meðan að hann er á hátindi ferilsins. Við skulum bara sjá til þess að það verði raunin einhvern tímann á næstunni.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Greint var frá því í dag að Ísland myndi spila í D-riðli mótsins í Katowice og þar með er ljóst að liðið verður með Slóveníu í riðli. Samkomulag var í gildi milli KKÍ og slóvenska sambandsins að Slóvenía, með Dončić í fararbroddi, kæmi hingað til lands í aðdraganda mótsins ef liðin myndu ekki leika í sama riðli á EM. Yrðu þau í sama riðli myndu Slóvenarnir ekki koma hingað til lands. „Ég talaði við félaga minn hjá slóvenska sambandinu einmitt um þessi mál í gær og við erum sammála í þessum efnum,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Það er eiginlega ljóst að í okkar riðli verða Pólland, Slóvenía og hver hin þrjú liðin verða vitum við ekki fyrr en dregið verður í riðla. Slóvenarnir eru þá þar að þeir munu ekki koma hingað til lands í sumar þar sem að þeir eru með okkur í riðli. Vonandi koma þeir þá bara á næsta ári.“ Hermir þetta upp á Dončić feðga seinna Búið er að gefa út styrkleikaflokkana sex sem dregið verður úr í Riga í Lettlandi þann 27. mars, þegar dregið verður í riðla EM. Þar má sjá að í styrkleikaflokki tvö verða landslið Lettlands, Litháen, Grikklands og Slóveníu. Lettar eru gestgjafaþjóð, Litháen og Grikklands samstarfsþjóð líkt og Ísland og því er það ljóst að úr þessum styrkleikaflokki fara Slóvenar í D-riðil okkar í Póllandi og Íslandsförin því úr sögunni. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM Mynd: FIBA EUROPE „Þetta er samkomulag sem ég gerði við þá hjá slóvenska sambandinu sem og pabba Luka Dončić, Saša Dončić. Við erum miklir félagar og tókum þetta samtal í rauninni í febrúar fyrir ári síðan og fyrst að Craig Pedersen (landsliðsþjálfari) fór að opinbera þetta samtal í einhverju viðtali þá get ég sagt að við tókumst í hendur fyrir ári síðan og ákváðum að þeir myndu koma hingað í sumar. En fyrst við verðum saman í riðli verð ég bara að herma þetta upp á Sasha, föður Luka, síðar. Við fáum hann bara heim seinna.“ Enn meira tilefni fyrir íslenska stuðningsmenn að gera sér ferð til Katowice á EM og sjá okkar öfluga lið mæta sterku liði Slóvena með einn besta körfuboltamann heims innanborðs. Dončić var á dögunum skipt yfir til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks. Skiptum sem hefur verið lýst sem einum af þeim „stærstu og óvæntustu“ í sögunni. „Luka er toppnáungi, ég þekki hann ágætlega,“ segir Hannes Það er gaman að fá að vera í riðli þar sem að hann er að keppa en enn þá skemmtilegra að ná honum hingað heim einhvern tímann á allra næstu árum á meðan að hann er á hátindi ferilsins. Við skulum bara sjá til þess að það verði raunin einhvern tímann á næstunni.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti