Styðjum Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands Ársæll Már Arnarsson skrifar 7. mars 2025 10:48 Eftir hálfan mánuð ganga starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa sér rektor til næstu fimm ára. Það er fagnaðarefni að góðir kandídatar gefi kost á sér en ég tel eftir sem áður einn þeirra fremstan meðal jafningja. Sá er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild. Magnús Karl hefur gegnt prófessorsstöðu við Háskóla Íslands í hálfan annan áratug og á þeim tíma meðal annars starfað sem deildarforseti tvívegis og sinnt kennslu og rannsóknum jöfnum höndum. Magnús Karl er vinsæll kennari og afkastamikill vísindamaður sem hefur sinnt fjölmörgum öðrum stjórnunar- og nefndarstörfum innan háskóla- og vísindasamfélagsins og utan. Magnús Karl hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands sem meðal annars er reist á betri fjármögnun skólans, eflingu innviða og auknu samstarfi milli deilda og fræðasviða. Þá hefur hann lagt mikla áherslu í málflutningi sínum á öfluga nýliðun og að draga verði úr álagi á starfsfólk; meðal annarra orða þá leggur Magnús Karl mikinn þunga á að gæta að velferð, starfsfólks, jafnrétti og öryggi. Magnús Karl hefur bent á að framhaldsnám við Háskóla Íslands hafi aldrei haft viðunandi fjármögnunarlíkan og sé löngu komið að þolmörkum. Þannig hefur hann lagt áherslu á að fjármögnun rannsóknatengds framhaldsnáms sé í samræmi við umfang þess og fjármögnunarlíkan tryggi gæði námsins. Þá hefur hann bent á það í bæði ræðu og riti að öflugt rannsóknastarf sé nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs. Nái Magnús kjöri mun hann beita sér fyrir því í að opinberir sjóðir vísinda, sérstaklega sjóðir Vísinda- og nýsköpunarráðs, verði stórlega efldir. Slíkir sjóðir tryggja fjármögnun beint til vísindaverkefna og -innviða og lúta afdráttarlausum faglegum kröfum um mat á gæðum umsókna. Öflugt innlent sjóðakerfi vísinda er einnig forsenda þess að hér vaxi öflugt fræðafólk með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Síðast en ekki síst hefur Magnús Karl talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Með Magnús Karl sem rektor verður Háskóli Íslands í einstakri stöðu til að vera málsvari þessara mikilvægu gilda. Ég styð því Magnús Karl í rektorskjöri Háskóla Íslands og hvet ykkur öll til að gera hið sama! Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eftir hálfan mánuð ganga starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa sér rektor til næstu fimm ára. Það er fagnaðarefni að góðir kandídatar gefi kost á sér en ég tel eftir sem áður einn þeirra fremstan meðal jafningja. Sá er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild. Magnús Karl hefur gegnt prófessorsstöðu við Háskóla Íslands í hálfan annan áratug og á þeim tíma meðal annars starfað sem deildarforseti tvívegis og sinnt kennslu og rannsóknum jöfnum höndum. Magnús Karl er vinsæll kennari og afkastamikill vísindamaður sem hefur sinnt fjölmörgum öðrum stjórnunar- og nefndarstörfum innan háskóla- og vísindasamfélagsins og utan. Magnús Karl hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands sem meðal annars er reist á betri fjármögnun skólans, eflingu innviða og auknu samstarfi milli deilda og fræðasviða. Þá hefur hann lagt mikla áherslu í málflutningi sínum á öfluga nýliðun og að draga verði úr álagi á starfsfólk; meðal annarra orða þá leggur Magnús Karl mikinn þunga á að gæta að velferð, starfsfólks, jafnrétti og öryggi. Magnús Karl hefur bent á að framhaldsnám við Háskóla Íslands hafi aldrei haft viðunandi fjármögnunarlíkan og sé löngu komið að þolmörkum. Þannig hefur hann lagt áherslu á að fjármögnun rannsóknatengds framhaldsnáms sé í samræmi við umfang þess og fjármögnunarlíkan tryggi gæði námsins. Þá hefur hann bent á það í bæði ræðu og riti að öflugt rannsóknastarf sé nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs. Nái Magnús kjöri mun hann beita sér fyrir því í að opinberir sjóðir vísinda, sérstaklega sjóðir Vísinda- og nýsköpunarráðs, verði stórlega efldir. Slíkir sjóðir tryggja fjármögnun beint til vísindaverkefna og -innviða og lúta afdráttarlausum faglegum kröfum um mat á gæðum umsókna. Öflugt innlent sjóðakerfi vísinda er einnig forsenda þess að hér vaxi öflugt fræðafólk með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Síðast en ekki síst hefur Magnús Karl talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Með Magnús Karl sem rektor verður Háskóli Íslands í einstakri stöðu til að vera málsvari þessara mikilvægu gilda. Ég styð því Magnús Karl í rektorskjöri Háskóla Íslands og hvet ykkur öll til að gera hið sama! Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar