Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar 4. mars 2025 09:30 Lech Wałęsa, fyrrum forseti Póllands, hefur skrifað opið bréf vegna framkomu stjórnvalda Bandaríkjanna í garð Úkraínu. Áður en Wałęsa varð forseti leiddi hann andspyrnu gegn Sovétstjórninni í heimalandinu sínu. Undir bréfið rita 38 aðrir sem tóku þátt í þeirri baráttu með honum. Það hefst svona, í þýðingu undirritaðs: Við horfðum á fréttir um samtal þitt við forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, af ótta og andúð. Okkur þykja væntingar þínar um að sýna eigi virðingu og þakklæti fyrir efnislega aðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu í baráttunni gegn Rússlandi móðgandi. Þakklætið eiga skilið hetjulegir úkraínskir hermenn sem hafa úthellt blóði sínu í vörn fyrir gildi hins frjálsa heims. Þeir hafa dáið á víglínunni í meira en 11 ár í nafni þessara gilda og sjálfstæðis föðurlands síns, sem á var ráðist af Rússlandi Pútíns. Við skiljum ekki hvernig leiðtogi lands, sem er táknmynd hins frjálsa heims, getur ekki séð þetta. Okkur greip einnig skelfing, þar sem að andrúmsloftið í herberginu í þessu samtali minnti okkur á það sem við þekkjum vel úr yfirheyrslum öryggisþjónustunnar og sölum kommúnistadómstóla. Saksóknarar og dómarar að fyrirskipan hinnar allsráðandi kommúnistalögreglu útskýrðu fyrir okkur að þeir héldu á öllum spilunum en við á engum. Þeir kröfðust þess að við hættum starfsemi okkar, með þeim rökum að þúsundir saklausra manna þjáðust vegna okkar. Þeir sviptu okkur frelsi okkar og borgaralegum réttindum af því að við neituðum að vinna með stjórnvöldum og sýna þeim þakklæti. Okkur er misboðið að Volodymyr Zelensky forseti hafi verið meðhöndlaður á sama hátt. Saga 20. aldarinnar sýnir að í hvert skipti sem Bandaríkin hafa reynt að fjarlægja sig lýðræðislegum gildum og bandamönnum sínum í Evrópu, varð það á endanum ógn við þau sjálf. Í bréfinu er síðan minnt á skuldbindinguna sem Bandaríkin gengust undir ásamt Bretlandi árið 1994 með Búdapest-samkomulaginu, þar sem Úkraína féllst á að gefa eftir kjarnorkuvopn sín í skiptum fyrir varnir á landamærum sínum. Sú skuldbinding hafi verið skilyrðislaus. Þetta fólk þekkir það hvernig það er að berjast gegn harðstjórn. Þeir vita hvernig hún virkar. Harðstjórn virkar nefnilega alltaf og alls staðar eins af því að ofbeldi og valdbeiting er frumstæð og einföld. Fyrir þessa baráttu fékk Wałęsa Friðarverðlaun Nóbels. Ekki fyrir að tala fyrir friði heldur fyrir að berjast fyrir honum. Að sama skapi eru leiðirnar til að halda aftur af harðstjórn einfaldar. Það er gert með samningum og samvinnu og með því að passa það af öllu afli af það séu línur sem ekki er farið yfir. Slíkt kerfi verður aldrei fullkomið – í öll kerfi er innbyggður ófullkomleiki og hræsni – en ef við ætlum að láta það vera afsökun til að brjóta bara niður öll slík kerfi og leyfa harðstjórum bara að ráðskast með okkur hin án baráttu þá getum við bara eins gleymt því að hér hafi nokkurn tímann verið gerð tilraun til að byggja upp eitthvað sem kallast siðmenning. Við Íslendingar höfum sem betur fer lengi búið við þann lúxus að þurfa ekki að láta okkur svona lagað varða, ekki frekar en við þurfum. Allt frá lýðveldisstofnun hið minnsta. Aðrir hafa bara einfaldlega séð um þetta fyrir okkur. Nú er hins vegar svo komið að sá lúxus er horfinn. Þetta eru þeir tímar sem við lifum á og við ráðum því ekki. Við ráðum bara hvernig við bregðumst við og hvort við viljum þar læra af öðrum. Hér á Íslandi búa núna vel rúmlega 20.000 Pólverjar. Ef okkur er fyllilega alvarlega um að við viljum frið, þá er kannski nærtækt að ræða við fólk sem hefur reynslu af því að berjast fyrir honum. Höfundur er friðarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Lech Wałęsa, fyrrum forseti Póllands, hefur skrifað opið bréf vegna framkomu stjórnvalda Bandaríkjanna í garð Úkraínu. Áður en Wałęsa varð forseti leiddi hann andspyrnu gegn Sovétstjórninni í heimalandinu sínu. Undir bréfið rita 38 aðrir sem tóku þátt í þeirri baráttu með honum. Það hefst svona, í þýðingu undirritaðs: Við horfðum á fréttir um samtal þitt við forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, af ótta og andúð. Okkur þykja væntingar þínar um að sýna eigi virðingu og þakklæti fyrir efnislega aðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu í baráttunni gegn Rússlandi móðgandi. Þakklætið eiga skilið hetjulegir úkraínskir hermenn sem hafa úthellt blóði sínu í vörn fyrir gildi hins frjálsa heims. Þeir hafa dáið á víglínunni í meira en 11 ár í nafni þessara gilda og sjálfstæðis föðurlands síns, sem á var ráðist af Rússlandi Pútíns. Við skiljum ekki hvernig leiðtogi lands, sem er táknmynd hins frjálsa heims, getur ekki séð þetta. Okkur greip einnig skelfing, þar sem að andrúmsloftið í herberginu í þessu samtali minnti okkur á það sem við þekkjum vel úr yfirheyrslum öryggisþjónustunnar og sölum kommúnistadómstóla. Saksóknarar og dómarar að fyrirskipan hinnar allsráðandi kommúnistalögreglu útskýrðu fyrir okkur að þeir héldu á öllum spilunum en við á engum. Þeir kröfðust þess að við hættum starfsemi okkar, með þeim rökum að þúsundir saklausra manna þjáðust vegna okkar. Þeir sviptu okkur frelsi okkar og borgaralegum réttindum af því að við neituðum að vinna með stjórnvöldum og sýna þeim þakklæti. Okkur er misboðið að Volodymyr Zelensky forseti hafi verið meðhöndlaður á sama hátt. Saga 20. aldarinnar sýnir að í hvert skipti sem Bandaríkin hafa reynt að fjarlægja sig lýðræðislegum gildum og bandamönnum sínum í Evrópu, varð það á endanum ógn við þau sjálf. Í bréfinu er síðan minnt á skuldbindinguna sem Bandaríkin gengust undir ásamt Bretlandi árið 1994 með Búdapest-samkomulaginu, þar sem Úkraína féllst á að gefa eftir kjarnorkuvopn sín í skiptum fyrir varnir á landamærum sínum. Sú skuldbinding hafi verið skilyrðislaus. Þetta fólk þekkir það hvernig það er að berjast gegn harðstjórn. Þeir vita hvernig hún virkar. Harðstjórn virkar nefnilega alltaf og alls staðar eins af því að ofbeldi og valdbeiting er frumstæð og einföld. Fyrir þessa baráttu fékk Wałęsa Friðarverðlaun Nóbels. Ekki fyrir að tala fyrir friði heldur fyrir að berjast fyrir honum. Að sama skapi eru leiðirnar til að halda aftur af harðstjórn einfaldar. Það er gert með samningum og samvinnu og með því að passa það af öllu afli af það séu línur sem ekki er farið yfir. Slíkt kerfi verður aldrei fullkomið – í öll kerfi er innbyggður ófullkomleiki og hræsni – en ef við ætlum að láta það vera afsökun til að brjóta bara niður öll slík kerfi og leyfa harðstjórum bara að ráðskast með okkur hin án baráttu þá getum við bara eins gleymt því að hér hafi nokkurn tímann verið gerð tilraun til að byggja upp eitthvað sem kallast siðmenning. Við Íslendingar höfum sem betur fer lengi búið við þann lúxus að þurfa ekki að láta okkur svona lagað varða, ekki frekar en við þurfum. Allt frá lýðveldisstofnun hið minnsta. Aðrir hafa bara einfaldlega séð um þetta fyrir okkur. Nú er hins vegar svo komið að sá lúxus er horfinn. Þetta eru þeir tímar sem við lifum á og við ráðum því ekki. Við ráðum bara hvernig við bregðumst við og hvort við viljum þar læra af öðrum. Hér á Íslandi búa núna vel rúmlega 20.000 Pólverjar. Ef okkur er fyllilega alvarlega um að við viljum frið, þá er kannski nærtækt að ræða við fólk sem hefur reynslu af því að berjast fyrir honum. Höfundur er friðarsinni.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun