Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar 3. mars 2025 13:15 Það er einkar ánægjulegt að greina frá því að innan fárra daga hefst fyrsti áfangi almennrar (lýðgrundaðrar) skimunar fyrir krabbameini í ristli. Þetta er langþráð og stórt skref í lýðheilsumálum á Íslandi. Í febrúar lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn krabbameinsmálum til fimm ára. Innleiðing ristilskimana er áhersluverkefni þeirrar áætlunar, samhliða því meginmarkmiði að hámarka árangur af öðrum lýðgrunduðum skimunum, þ.e. fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum. Með skimunum er hægt að greina forstig meina og greina fleiri krabbamein á byrjunarstigi sem stóreykur líkur á lækningu. Árangur skimana á lýðheilsu veltur á góðri þátttöku og er í aðgerðaáætluninni sett markmið um að hún verði a.m.k. 75% innan næstu fimm ára. Verndum líf og heilsu okkar með þátttöku Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Meðalaldur við greiningu eru 69 ár. Með snemmgreiningu má finna þessi mein á byrjunarstigi og eru þá oftast góðar líkur á lækningu. Það er því til mikils að vinna og mikið gleðiefni að þessum áfanga sé nú náð. Næstu þrír mánuðir verða nýttir til prófunar á ferlinu áður en almenn skimun hefst. Á því tímabili verður 200 einstaklingum sem náð hafa 69 ára aldri boðin þátttaka. Að þeim tíma liðnum hefst almenn boðun í skimun sem innleidd verður í þrepum eftir aldurshópum. Byrjað verður á aldurshópnum 68-69 ára en þegar frá líður er markmiðið að skimunin nái til allra á aldrinum 60 til 74 ára. Boð um þátttöku verða send í gegnum Heilsuveru, ásamt upplýsingum um fyrirkomulag. Ég hvet þau sem fá boð til að taka þátt. Þetta er einföld forvörn sem getur skipt sköpum fyrir líf og heilsu hvers og eins. Sama máli gegnir um þátttöku í legháls- og brjóstskimun. Þar þarf þátttakan að aukast. Árangur af lýðgrunduðum krabbameinsskimunum er ótvíræður. Með snemmgreiningu krabbameina aukast líkur á lækningu og eins er meðferð oft minna íþyngjandi ef mein greinist snemma. Fyrst og síðast hafa skimanir bjargað fjölda mannslífa. Greiður aðgangur að skimun skiptir máli Þátttaka erlendra kvenna hér á landi í krabbameinsskimunum hefur verið mun lakari en íslenskra. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur markvisst reynt að ná betur til þeirra með upplýsingagjöf og gerði einnig tilraun með síðdegisopnun fyrir leghálsskimanir til að kanna hvort þátttaka þeirra yrði betri ef þeim væri kleift að mæta eftir dagvinnutíma. Niðurstaðan bendir eindregið til að svo sé því rúm 60% kvenna sem mættu í síðdegisopnun voru með erlent ríkisfang á móti tæpum 40% kvenna með íslenskt ríkisfang. Á dagvinnutíma var hlutfallið á hinn veginn, tæp 70% íslenskra kvenna mættu á dagvinnutíma á móti 30% erlendra kvenna. Í þessu samhengi vil ég minna atvinnurekendur á að fólk á rétt á því að skreppa úr vinnu til að fara í skimun og hvet þá til að leggja þessari mikilvægu forvörn lið og axla samfélagslega ábyrgð með því að halda þeim rétti á lofti og hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í skimunum. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Árið 2021 var stofnuð Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana. Hún starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en annast samhæfingu allra krabbameinsskimana á landsvísu. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel. Innleiðing ristilskimana er viðamikið verkefni sem kallað hefur á samþættingu margra aðila. Undanfarin misseri hefur farið fram vönduð undirbúningsvinna og ég vil nota tækifærið til að þakka öllu því framúrskarandi fagfólki sem lagt hefur sitt af mörkum til að láta þetta langþráða lýðheilsuverkefni verða að veruleika. Skimað hefur verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í nærri 40 ár. Að hefja nú skimun fyrir ristilkrabbameini er því sögulegur áfangi og tímabær. Árangur og ávinningur af krabbameinsskimunum er óumdeildur og margsannaður. Það skiptir þó ekki síður máli að draga úr nýgengi krabbameina með því að hafa áhrif á lífsstíls- og umhverfistengda þætti sem eru þekktir áhættuþættir krabbameina. Um það er m.a. fjallað í fyrrnefndri aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem ég geri ráð fyrir að fái brautargengi á Alþingi og verði okkur leiðarljós á næstu árum í því stóra verkefni að efla lýðheilsu og sporna við nýgengi, heilsutjóni og dauðsföllum af völdum krabbameina. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er einkar ánægjulegt að greina frá því að innan fárra daga hefst fyrsti áfangi almennrar (lýðgrundaðrar) skimunar fyrir krabbameini í ristli. Þetta er langþráð og stórt skref í lýðheilsumálum á Íslandi. Í febrúar lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn krabbameinsmálum til fimm ára. Innleiðing ristilskimana er áhersluverkefni þeirrar áætlunar, samhliða því meginmarkmiði að hámarka árangur af öðrum lýðgrunduðum skimunum, þ.e. fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum. Með skimunum er hægt að greina forstig meina og greina fleiri krabbamein á byrjunarstigi sem stóreykur líkur á lækningu. Árangur skimana á lýðheilsu veltur á góðri þátttöku og er í aðgerðaáætluninni sett markmið um að hún verði a.m.k. 75% innan næstu fimm ára. Verndum líf og heilsu okkar með þátttöku Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Meðalaldur við greiningu eru 69 ár. Með snemmgreiningu má finna þessi mein á byrjunarstigi og eru þá oftast góðar líkur á lækningu. Það er því til mikils að vinna og mikið gleðiefni að þessum áfanga sé nú náð. Næstu þrír mánuðir verða nýttir til prófunar á ferlinu áður en almenn skimun hefst. Á því tímabili verður 200 einstaklingum sem náð hafa 69 ára aldri boðin þátttaka. Að þeim tíma liðnum hefst almenn boðun í skimun sem innleidd verður í þrepum eftir aldurshópum. Byrjað verður á aldurshópnum 68-69 ára en þegar frá líður er markmiðið að skimunin nái til allra á aldrinum 60 til 74 ára. Boð um þátttöku verða send í gegnum Heilsuveru, ásamt upplýsingum um fyrirkomulag. Ég hvet þau sem fá boð til að taka þátt. Þetta er einföld forvörn sem getur skipt sköpum fyrir líf og heilsu hvers og eins. Sama máli gegnir um þátttöku í legháls- og brjóstskimun. Þar þarf þátttakan að aukast. Árangur af lýðgrunduðum krabbameinsskimunum er ótvíræður. Með snemmgreiningu krabbameina aukast líkur á lækningu og eins er meðferð oft minna íþyngjandi ef mein greinist snemma. Fyrst og síðast hafa skimanir bjargað fjölda mannslífa. Greiður aðgangur að skimun skiptir máli Þátttaka erlendra kvenna hér á landi í krabbameinsskimunum hefur verið mun lakari en íslenskra. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur markvisst reynt að ná betur til þeirra með upplýsingagjöf og gerði einnig tilraun með síðdegisopnun fyrir leghálsskimanir til að kanna hvort þátttaka þeirra yrði betri ef þeim væri kleift að mæta eftir dagvinnutíma. Niðurstaðan bendir eindregið til að svo sé því rúm 60% kvenna sem mættu í síðdegisopnun voru með erlent ríkisfang á móti tæpum 40% kvenna með íslenskt ríkisfang. Á dagvinnutíma var hlutfallið á hinn veginn, tæp 70% íslenskra kvenna mættu á dagvinnutíma á móti 30% erlendra kvenna. Í þessu samhengi vil ég minna atvinnurekendur á að fólk á rétt á því að skreppa úr vinnu til að fara í skimun og hvet þá til að leggja þessari mikilvægu forvörn lið og axla samfélagslega ábyrgð með því að halda þeim rétti á lofti og hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í skimunum. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Árið 2021 var stofnuð Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana. Hún starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en annast samhæfingu allra krabbameinsskimana á landsvísu. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel. Innleiðing ristilskimana er viðamikið verkefni sem kallað hefur á samþættingu margra aðila. Undanfarin misseri hefur farið fram vönduð undirbúningsvinna og ég vil nota tækifærið til að þakka öllu því framúrskarandi fagfólki sem lagt hefur sitt af mörkum til að láta þetta langþráða lýðheilsuverkefni verða að veruleika. Skimað hefur verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í nærri 40 ár. Að hefja nú skimun fyrir ristilkrabbameini er því sögulegur áfangi og tímabær. Árangur og ávinningur af krabbameinsskimunum er óumdeildur og margsannaður. Það skiptir þó ekki síður máli að draga úr nýgengi krabbameina með því að hafa áhrif á lífsstíls- og umhverfistengda þætti sem eru þekktir áhættuþættir krabbameina. Um það er m.a. fjallað í fyrrnefndri aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem ég geri ráð fyrir að fái brautargengi á Alþingi og verði okkur leiðarljós á næstu árum í því stóra verkefni að efla lýðheilsu og sporna við nýgengi, heilsutjóni og dauðsföllum af völdum krabbameina. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun