Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2025 08:12 Hólatindur er erfiður uppgöngu. Frá aðferðum í nótt. Landsbjörg Björgunarsveitir á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út eftir boð bárust frá manni sem hafði lent í ógöngum á Hólmatindi um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að seint í gærkvöldi hafi björgunarsveitarmenn við æfingar orðið varir við ljós ofarlega í Hólmatindi, sem er fjall milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. „Björgunarsveitarfólk sem var að fara á æfingu varð vart við þetta og var þar á ferðinni einn maður sem að hafði ákveðið að bregða sér í fjallgöngu og var kominn í ógöngur. Úr varð nokkur aðgerð að koma aðstoð til hans,“ segir Jón Þór. Hann segir að manninum hafi verið orðið mjög kalt og þá hafi verið notast við dróna til að koma skilaboðum til mannsins sem var í um fimm hundruð metra hæð. Dróninn búinn til notkunar. Landsbjörg Það voru kallaðar út björgunarsveitir bæði frá Eskifirði, Reyðarfirði og Neskaupstað og var göngufólk sem lagði á Hólmatind áleiðis til landsins. Komið var að manninum um klukkan hálf tvö í nótt. „Hólmatindur er ófrýnilegur, brattur og klettóttur og ekki auðvelt að ganga á hann. Björgunarsveitarfólk komst að lokum til hans, en jafnframt hafði þyrla Gæslunnar verið kölluð til. Hún kom eftir að hafa tekið eldsneyti á Höfn í nótt og náði að hífa manninn upp og niður og fór svo aftur í fjallið og sótti gönguhópana sem þar voru og höfðu verið hjá manninum þar til aðstoð þyrlu barst.“ Jón Þór segir að alls hafi tveir hópar björgunarsveitarmanna farið að manninum, alls níu manns. Þeir hafi fylgt manninum að grasbala þar sem þyrlan gat lent. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um hafi verið að ræða erlendan sjómann sem hafi verið nýkominn með skipi sínu til hafnar og ekki áttað sig á aðstæðum. Myndir úr dróna í nótt. Sitt hvoru megin við manninn má sjá dökka díla í sömu hæð, sem eru björgunarmenn að nálgast hann.Landsbjörg Foktjón á Ólafsfirði Jón Þór segir að annars hafi nóttin gengið nokkuð vel. „Núna í morgunsárið var svo kallað út á Ólafsfirði vegna foktjóns sem þar var að verða. Annars vegar þak á húsi sem var að losna og hins vegar stór rúða sem hafði sprungið. Björgunarsveitin Tindur fór í það að annars vegar tryggja þakið og loka fyrir rúðuna,“ segir Jón Þór. Björgunarsveitir Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. 3. mars 2025 00:03 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að seint í gærkvöldi hafi björgunarsveitarmenn við æfingar orðið varir við ljós ofarlega í Hólmatindi, sem er fjall milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. „Björgunarsveitarfólk sem var að fara á æfingu varð vart við þetta og var þar á ferðinni einn maður sem að hafði ákveðið að bregða sér í fjallgöngu og var kominn í ógöngur. Úr varð nokkur aðgerð að koma aðstoð til hans,“ segir Jón Þór. Hann segir að manninum hafi verið orðið mjög kalt og þá hafi verið notast við dróna til að koma skilaboðum til mannsins sem var í um fimm hundruð metra hæð. Dróninn búinn til notkunar. Landsbjörg Það voru kallaðar út björgunarsveitir bæði frá Eskifirði, Reyðarfirði og Neskaupstað og var göngufólk sem lagði á Hólmatind áleiðis til landsins. Komið var að manninum um klukkan hálf tvö í nótt. „Hólmatindur er ófrýnilegur, brattur og klettóttur og ekki auðvelt að ganga á hann. Björgunarsveitarfólk komst að lokum til hans, en jafnframt hafði þyrla Gæslunnar verið kölluð til. Hún kom eftir að hafa tekið eldsneyti á Höfn í nótt og náði að hífa manninn upp og niður og fór svo aftur í fjallið og sótti gönguhópana sem þar voru og höfðu verið hjá manninum þar til aðstoð þyrlu barst.“ Jón Þór segir að alls hafi tveir hópar björgunarsveitarmanna farið að manninum, alls níu manns. Þeir hafi fylgt manninum að grasbala þar sem þyrlan gat lent. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um hafi verið að ræða erlendan sjómann sem hafi verið nýkominn með skipi sínu til hafnar og ekki áttað sig á aðstæðum. Myndir úr dróna í nótt. Sitt hvoru megin við manninn má sjá dökka díla í sömu hæð, sem eru björgunarmenn að nálgast hann.Landsbjörg Foktjón á Ólafsfirði Jón Þór segir að annars hafi nóttin gengið nokkuð vel. „Núna í morgunsárið var svo kallað út á Ólafsfirði vegna foktjóns sem þar var að verða. Annars vegar þak á húsi sem var að losna og hins vegar stór rúða sem hafði sprungið. Björgunarsveitin Tindur fór í það að annars vegar tryggja þakið og loka fyrir rúðuna,“ segir Jón Þór.
Björgunarsveitir Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. 3. mars 2025 00:03 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28
Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. 3. mars 2025 00:03