Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar 1. mars 2025 12:31 Veljum Kolbrúnu Pálsdóttur sem rektor Nú stendur fyrir dyrum rektorskjör við Háskóla Íslands og Kolbrún Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, er ein þeirra sem býður sig fram til embættisins. Ég styð framboð Kolbrúnar eindregið enda ætlar hún að beita sér af krafti fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands líkt og hún hefur gert með árangursríkum hætti þau sjö ár sem hún hefur verið forseti Menntavísindasviðs. Í framboði sínu hefur Kolbrún skýrt hvers vegna það skiptir höfuðmáli að styrkja fjárhag Háskólans. Í fyrsta lagi er það mikilvægt til þess að tryggja gæðamenntun í Háskóla Íslands á öllum námsstigum með fjölbreyttum námsleiðum þar sem áhersla er á margs konar námsform og hagnýt og skapandi verkefni. Í öðru lagi til þess að skapa aðlaðandi og áhugaverð starfskjör og starfsaðstæður fyrir starfsfólk Háskóla Íslands. Í þriðja lagi til þess að styðja betur við hagsmuni stúdenta, þróa námsstyrkjakerfi og aðstæður fyrir fjölbreyttan hóp stúdenta til að helga sig náminu. Í fjórða lagi til þess að efla rannsóknir, stórefla stuðning við styrkumsóknir rannsakenda, auka stuðning til doktorsnema og styðja uppbyggingu þverfræðilegrar rannsóknarmiðju í Vatnsmýri. Ég hvet ykkur til þess að skoða stefnumál Kolbrúnar og víðtæka stjórnunarreynslu hennar hjá Reykjavíkurborg og við Háskóla Íslands. Ég hef starfað með henni á Menntavísindasviði og séð hana beita sér og láta gríðarlega mikilvæg samfélagsverkefni verða að veruleika. Í samvinnu við háskólayfirvöld, stjórnvöld, stéttar- og fagfélög og aðra hagsmunaaðila hefur Kolbrún átt virkan þátt í að efla kennaramenntun, fjölga útskrifuðum kennurum, koma á raunfærnimati, bæta fjárhag Menntavísindasviðs, auka tengsl sviðins við önnur svið Háskólans m.a. með sameiginlegum kennslustöðum, og undirbúa flutning sviðsins í Sögu. Til þess að ná slíkum árangri þarf samskiptahæfni, vilja til að hlusta á raddir annarra og leikni við að komast að sameiginlegum lausnum. Þessa hæfileika hefur x-Kolbrún. Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Veljum Kolbrúnu Pálsdóttur sem rektor Nú stendur fyrir dyrum rektorskjör við Háskóla Íslands og Kolbrún Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, er ein þeirra sem býður sig fram til embættisins. Ég styð framboð Kolbrúnar eindregið enda ætlar hún að beita sér af krafti fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands líkt og hún hefur gert með árangursríkum hætti þau sjö ár sem hún hefur verið forseti Menntavísindasviðs. Í framboði sínu hefur Kolbrún skýrt hvers vegna það skiptir höfuðmáli að styrkja fjárhag Háskólans. Í fyrsta lagi er það mikilvægt til þess að tryggja gæðamenntun í Háskóla Íslands á öllum námsstigum með fjölbreyttum námsleiðum þar sem áhersla er á margs konar námsform og hagnýt og skapandi verkefni. Í öðru lagi til þess að skapa aðlaðandi og áhugaverð starfskjör og starfsaðstæður fyrir starfsfólk Háskóla Íslands. Í þriðja lagi til þess að styðja betur við hagsmuni stúdenta, þróa námsstyrkjakerfi og aðstæður fyrir fjölbreyttan hóp stúdenta til að helga sig náminu. Í fjórða lagi til þess að efla rannsóknir, stórefla stuðning við styrkumsóknir rannsakenda, auka stuðning til doktorsnema og styðja uppbyggingu þverfræðilegrar rannsóknarmiðju í Vatnsmýri. Ég hvet ykkur til þess að skoða stefnumál Kolbrúnar og víðtæka stjórnunarreynslu hennar hjá Reykjavíkurborg og við Háskóla Íslands. Ég hef starfað með henni á Menntavísindasviði og séð hana beita sér og láta gríðarlega mikilvæg samfélagsverkefni verða að veruleika. Í samvinnu við háskólayfirvöld, stjórnvöld, stéttar- og fagfélög og aðra hagsmunaaðila hefur Kolbrún átt virkan þátt í að efla kennaramenntun, fjölga útskrifuðum kennurum, koma á raunfærnimati, bæta fjárhag Menntavísindasviðs, auka tengsl sviðins við önnur svið Háskólans m.a. með sameiginlegum kennslustöðum, og undirbúa flutning sviðsins í Sögu. Til þess að ná slíkum árangri þarf samskiptahæfni, vilja til að hlusta á raddir annarra og leikni við að komast að sameiginlegum lausnum. Þessa hæfileika hefur x-Kolbrún. Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun