„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Stefán Marteinn skrifar 28. febrúar 2025 21:42 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni. vísir / diego Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81. „Virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn sérstaklega hjá mínu liði og bara fagmennskuna sem við sýndum þessum verkefni. Það getur verið svona „tricky“ fyrir bæði lið að koma inn í svona leik þar sem liðin eru á öfugum stað í töflunni, mismunandi pólum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum alveg ákveðnir í því að gefa þeim enga von og búa til eitthvað sjálfstraust. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega fagmannlega spilaður af okkur og við svolítið krömdum þá strax á þessum fyrstu tuttugu mínútum,“ hélt Rúnar Ingi áfram. Njarðvíkingar náðu snemma mikilli forystu sem þeir létu ekki af hendi. Njarðvíkingar voru með 29 stiga forskot í hálfleik en hvað var hægt að segja til að fá menn til að slaka ekki á? „Það er mjög erfitt en ég sjálfur hef spilað marga svona leiki þar sem þú ert einhvernveginn búin að klára leikinn í fyrri hálfleik og þú ert inni í klefa að reyna peppa þig upp í seinni hálfleikinn og það ætla allir að gefa í en svo byrjar seinni hálfleikurinn og þá fer ákvörðunartakan niður. Mikilvægi varnarstoppsins er ekki alltaf jafn mikið og þú ert kannski aðeins viljugri til þess að fara í einstaklingsframtök í sókninni. Þetta snýst um þetta hugarfar að halda áfram með það sem við vorum að gera,“ Njarðvíkingar fóru að gefa ungum leikmönnum séns í kvöld og einn þeirra var Patrik Birmingham sem setti fyrsta skotið sitt í leiknum úr opnum þrist í horninu. „Þetta gefur aðeins meira oft. Það er gríðarlega efnilegur leikmaður og ég er heppinn þjálfari með fullt af góðum leikmönnum sem að fá kannski oft lítið að spila. Það er bara styrkleiki deildarinnar og styrkleiki liðsins. Það er virkileg samkeppni um mínútur hjá okkur og núna þegar allir eru heilir þá er ekkert gefið að fá að vera á gólfinu. Þeir sem að standa sig og leggja sig fram þeir setja tilkall á það að fá fleiri mínútur og það sem það sem við þurfum á að halda núna í næstu leikjum inn í erfiðan mars mánuð,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvíkingar styrku með sigrinum stöðu sína í þriðja sætið og fóru langt með að tryggja sér heimavallarréttinn fyrir fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Það er svo stutt á milli í þessu. Við erum búnir að vinna hérna tæpa spennuleiki eftir áramót og ef að eitt eða tvö skot hefðu farið hinseginn þá værum við núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Það er svakalega stutt á milli en með hverjum sigrinum þá höldum við allavega í þriðja sætið. Það er spurning hvernig hinir leikirnir fóru, við eigum Stjörnuna og Tindastól eftir, hvort við getum farið að horfa upp fyrir okkur en að vera með heimavöll í fyrstu umferð það var okkar markmið fyrir tímabilið og við ætlum að gera allt til þess að sjá til þess að það gangi eftir,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
„Virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn sérstaklega hjá mínu liði og bara fagmennskuna sem við sýndum þessum verkefni. Það getur verið svona „tricky“ fyrir bæði lið að koma inn í svona leik þar sem liðin eru á öfugum stað í töflunni, mismunandi pólum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum alveg ákveðnir í því að gefa þeim enga von og búa til eitthvað sjálfstraust. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega fagmannlega spilaður af okkur og við svolítið krömdum þá strax á þessum fyrstu tuttugu mínútum,“ hélt Rúnar Ingi áfram. Njarðvíkingar náðu snemma mikilli forystu sem þeir létu ekki af hendi. Njarðvíkingar voru með 29 stiga forskot í hálfleik en hvað var hægt að segja til að fá menn til að slaka ekki á? „Það er mjög erfitt en ég sjálfur hef spilað marga svona leiki þar sem þú ert einhvernveginn búin að klára leikinn í fyrri hálfleik og þú ert inni í klefa að reyna peppa þig upp í seinni hálfleikinn og það ætla allir að gefa í en svo byrjar seinni hálfleikurinn og þá fer ákvörðunartakan niður. Mikilvægi varnarstoppsins er ekki alltaf jafn mikið og þú ert kannski aðeins viljugri til þess að fara í einstaklingsframtök í sókninni. Þetta snýst um þetta hugarfar að halda áfram með það sem við vorum að gera,“ Njarðvíkingar fóru að gefa ungum leikmönnum séns í kvöld og einn þeirra var Patrik Birmingham sem setti fyrsta skotið sitt í leiknum úr opnum þrist í horninu. „Þetta gefur aðeins meira oft. Það er gríðarlega efnilegur leikmaður og ég er heppinn þjálfari með fullt af góðum leikmönnum sem að fá kannski oft lítið að spila. Það er bara styrkleiki deildarinnar og styrkleiki liðsins. Það er virkileg samkeppni um mínútur hjá okkur og núna þegar allir eru heilir þá er ekkert gefið að fá að vera á gólfinu. Þeir sem að standa sig og leggja sig fram þeir setja tilkall á það að fá fleiri mínútur og það sem það sem við þurfum á að halda núna í næstu leikjum inn í erfiðan mars mánuð,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvíkingar styrku með sigrinum stöðu sína í þriðja sætið og fóru langt með að tryggja sér heimavallarréttinn fyrir fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Það er svo stutt á milli í þessu. Við erum búnir að vinna hérna tæpa spennuleiki eftir áramót og ef að eitt eða tvö skot hefðu farið hinseginn þá værum við núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Það er svakalega stutt á milli en með hverjum sigrinum þá höldum við allavega í þriðja sætið. Það er spurning hvernig hinir leikirnir fóru, við eigum Stjörnuna og Tindastól eftir, hvort við getum farið að horfa upp fyrir okkur en að vera með heimavöll í fyrstu umferð það var okkar markmið fyrir tímabilið og við ætlum að gera allt til þess að sjá til þess að það gangi eftir,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn