Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2025 15:32 Ólafur var hissa á að heyra af því að hjólið sem átti að vera í bakgarðinum var komið í höfnina. Eigandi reiðhjóls sem sótt var í Reykjavíkurhöfn fyrr í vikunni af kafara er kominn í leitirnar. Eigandinn hafði ekki hugmynd um að hjólið væri horfið úr bakgarðinum fyrr en eiginkona hans rak augun í mynd af hjólinu á Facebook. Hann segir hjólið það eina sinnar tegundar hér á landi. „Konan mín rekur augun í þetta á Facebook og þá tók ég eftir því að h´ var horfið úr bakgarðinum. Ég mundi nefnilega ekki hvort það stóð læst fyrir aftan hús eða væri inni í geymslu. Þannig þess saga er greinilega meiri en ég hafði áttað mig á,“ segir Ólafur Ögmundarsson eigandi hjólsins léttur í bragði í samtali við Vísi. Vísir greindi frá því á mánudag að Héðinn Þorkelsson kafari hefði komið Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara með meiru til aðstoðar. Bjartmar er löngu landskunnur fyrir að leita uppi týnd hjól og honum hafði borist ábending um hjól í Reykjavíkurhöfn, á um tveggja metra dýpi. Hann auglýsti eftir aðstoð, gerði sér von um sjósundskappa en alvöru kafari í Héðni fékkst í verkið. Eina hjól sinnar tegundar á Íslandi Bjartmar greindi svo frá því á Facebook í dag að eigandi hjólsins væri kominn í leitirnar. Það er Ólafur Ögmundarson íbúi í Litla-Skerjafirði. „Eftir að konan spyr mig kíki ég út um útidyrnar og þar er ekkert hjól. Ég þekkti það strax, enda er þetta fjarska fallegt hjól og ég held alveg örugglega að þetta sé eina hjól sinnar tegundar hér á landi,“ útskýrir Ólafur. Hjólið var keypt í Danmörku fyrir tíu árum síðan og er af amerískri gerð úr smiðju Giant. En veit Ólafur hvenær hjólið gæti hafa horfið? „Örugglega á allra síðustu dögum. Ég veit að það var á bakvið hús þegar ég var úti í garði að grilla á afmælisdaginn minn 15. febrúar. Það var gott veður þann dag,“ segir Ólafur sem lætur það vera að hann sé mikill hjólreiðagarpur, þó hann eigi annað nýrra hjól sem hann segist nota mun meira en hið gamla. „En mér finnst gaman að fara út að hjóla endrum og eins. Nú býð ég bara eftir tækifæri til þess að fá að nálgast hjólið hjá lögreglunni, hver veit nema þeir séu með heimsendingu,“ segir Ólafur hlæjandi og bætir við: „Nú læt ég dynta að því og læt það ekki frá mér, þetta er víðfrægt hjól.“ Hjólreiðar Hafnarmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
„Konan mín rekur augun í þetta á Facebook og þá tók ég eftir því að h´ var horfið úr bakgarðinum. Ég mundi nefnilega ekki hvort það stóð læst fyrir aftan hús eða væri inni í geymslu. Þannig þess saga er greinilega meiri en ég hafði áttað mig á,“ segir Ólafur Ögmundarsson eigandi hjólsins léttur í bragði í samtali við Vísi. Vísir greindi frá því á mánudag að Héðinn Þorkelsson kafari hefði komið Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara með meiru til aðstoðar. Bjartmar er löngu landskunnur fyrir að leita uppi týnd hjól og honum hafði borist ábending um hjól í Reykjavíkurhöfn, á um tveggja metra dýpi. Hann auglýsti eftir aðstoð, gerði sér von um sjósundskappa en alvöru kafari í Héðni fékkst í verkið. Eina hjól sinnar tegundar á Íslandi Bjartmar greindi svo frá því á Facebook í dag að eigandi hjólsins væri kominn í leitirnar. Það er Ólafur Ögmundarson íbúi í Litla-Skerjafirði. „Eftir að konan spyr mig kíki ég út um útidyrnar og þar er ekkert hjól. Ég þekkti það strax, enda er þetta fjarska fallegt hjól og ég held alveg örugglega að þetta sé eina hjól sinnar tegundar hér á landi,“ útskýrir Ólafur. Hjólið var keypt í Danmörku fyrir tíu árum síðan og er af amerískri gerð úr smiðju Giant. En veit Ólafur hvenær hjólið gæti hafa horfið? „Örugglega á allra síðustu dögum. Ég veit að það var á bakvið hús þegar ég var úti í garði að grilla á afmælisdaginn minn 15. febrúar. Það var gott veður þann dag,“ segir Ólafur sem lætur það vera að hann sé mikill hjólreiðagarpur, þó hann eigi annað nýrra hjól sem hann segist nota mun meira en hið gamla. „En mér finnst gaman að fara út að hjóla endrum og eins. Nú býð ég bara eftir tækifæri til þess að fá að nálgast hjólið hjá lögreglunni, hver veit nema þeir séu með heimsendingu,“ segir Ólafur hlæjandi og bætir við: „Nú læt ég dynta að því og læt það ekki frá mér, þetta er víðfrægt hjól.“
Hjólreiðar Hafnarmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið