Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar 3. mars 2025 07:30 Ég var fjögurra ára þegar ég greindist með heyrnarskerðingu. Þó að foreldrar mínir segðu mér að það hefði verið eins og önnur tilvera hefði orðið til hjá mér, þá breyttist það fljótlega eftir því sem ég varð meðvitaðri um mig. Ég skildi ekkert í því hvers vegna ég ætti að ganga með þessi skrítnu heyrnartæki í eyrunum. Foreldrar mínir sögðu að tækin myndu hjálpa mér að heyra betur, að þau væru lykillinn að því að taka fullan þátt í heiminum. En mér var sama. Ég vildi ekki vera öðruvísi. Mér fannst ég nógu utangátta fyrir. Ég var mikið ein með sjálfri mér að lesa allar þær bækur sem ég komst yfir. Því bækurnar kröfðust þess ekki að ég væri að hlusta. Kröfðust þess ekki að ég væri að eyða orku í að fylgjast með, vera með. Í bókalestrinum gat ég verið hver sem ég vildi, hvernig sem ég vildi. Í barnæsku var ég því stöðugt að taka tækin úr eyrunum og fela þau, eða jafnvel, foreldrum mínum til armæðu, skemma þau. Ég vildi ekki að önnur börn sæju þau. Jafnvel ekki fullorðna fólkið sem átti það til að hækka röddina töluvert þegar ég var með heyrnartækin, tækin sem gerðu mér jú kleyft að heyra í venjulegri raddhæð. Fullorðið fólk átti það líka til að tala til mín eins og ég væri yngri en ég væri í raun, þó ég ætti í engum vandræðum með að skilja þau. Ég var eina heyrnarskerta barnið í mínu umhverfi og skar mig því úr. Öll sem þekktu mig, vissu að ég væri heyrnarskert og fyrir vikið varð ég fyrir stríðni og slæmum athugasemdum. Þegar kennarar eða foreldrar sögðu mér að setja tækin á mig aftur, fann ég fyrir gremju. Af hverju þurfti ég að vera sú sem heyrði ekki vel? Af hverju gat ég ekki bara verið eins og allir aðrir krakkar? Á unglingsárunum varð þetta enn flóknara. Unglingar vilja ekki vera öðruvísi. Ég var svo meðvituð um heyrnartækin mín að mér fannst þau nánast öskra á alla í kringum mig. Þau voru áberandi, þau gerðu mig að einhverri sem ég vildi ekki vera. Ég komst upp með að sleppa þeim stundum í skólanum, jafnvel þó það gerði það að verkum að ég missti af samtölum og var sífellt að biðja um að fólk endurtæki sig. Þótt ég vissi að ég var að skaða sjálfa mig með því að hafna þeim, var tilhugsunin um að viðurkenna að ég þyrfti þau óbærileg. Það var ekki fyrr en ég var komin á háskólaaldur að ég tók heyrnartækin í sátt. Ég hitti fólk sem var líka heyrnarskert og höfðu sömu sögu að segja og ég um ferlið við að taka heyrnarskerðinguna í sátt, fólk sem bar tækin sín með stolti. Ég fór að átta mig á því að heyrnartækin skilgreina mig ekki. Þau eru ekki galli, heldur hluti af því sem gerir mig að mér. Ég fór að líta á þau sem tæki sem gefa mér aðgang að heiminum frekar en eitthvað sem gerir mig öðruvísi. Ég sá hvernig þau gerðu líf mitt auðveldara, hvernig þau hjálpuðu mér að tengjast öðrum og taka þátt án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af því sem ég missti af. Jafnvel þótt að samfélagið búi ennþá til gjá milli þess og heyrnarskertra einstaklinga vegna skorts á aðgengi, þá tek ég þeim hindrunum sem ég mæti með mun meira öryggi en ég gerði áður. Ég er órög við að biðja um aukið aðgengi. Í dag eru heyrnartækin órjúfanlegur hluti af mér. Ég vakna og set þau í áður en ég geri nokkuð annað. Þau eru hluti af minni sjálfsmynd og ég er ekki lengur feimin við þau. Ef eitthvað, þá er ég stolt af því að vera sú sem ég er, með eða án tækninnar sem styður við mig. Það tók mig langan tíma að sættast við þetta en í dag er ég þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þessa vegferð. Því loks hef ég lært að vera sátt í eigin skinni. Elín Ýr Arnar, kona með skerta heyrn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ég var fjögurra ára þegar ég greindist með heyrnarskerðingu. Þó að foreldrar mínir segðu mér að það hefði verið eins og önnur tilvera hefði orðið til hjá mér, þá breyttist það fljótlega eftir því sem ég varð meðvitaðri um mig. Ég skildi ekkert í því hvers vegna ég ætti að ganga með þessi skrítnu heyrnartæki í eyrunum. Foreldrar mínir sögðu að tækin myndu hjálpa mér að heyra betur, að þau væru lykillinn að því að taka fullan þátt í heiminum. En mér var sama. Ég vildi ekki vera öðruvísi. Mér fannst ég nógu utangátta fyrir. Ég var mikið ein með sjálfri mér að lesa allar þær bækur sem ég komst yfir. Því bækurnar kröfðust þess ekki að ég væri að hlusta. Kröfðust þess ekki að ég væri að eyða orku í að fylgjast með, vera með. Í bókalestrinum gat ég verið hver sem ég vildi, hvernig sem ég vildi. Í barnæsku var ég því stöðugt að taka tækin úr eyrunum og fela þau, eða jafnvel, foreldrum mínum til armæðu, skemma þau. Ég vildi ekki að önnur börn sæju þau. Jafnvel ekki fullorðna fólkið sem átti það til að hækka röddina töluvert þegar ég var með heyrnartækin, tækin sem gerðu mér jú kleyft að heyra í venjulegri raddhæð. Fullorðið fólk átti það líka til að tala til mín eins og ég væri yngri en ég væri í raun, þó ég ætti í engum vandræðum með að skilja þau. Ég var eina heyrnarskerta barnið í mínu umhverfi og skar mig því úr. Öll sem þekktu mig, vissu að ég væri heyrnarskert og fyrir vikið varð ég fyrir stríðni og slæmum athugasemdum. Þegar kennarar eða foreldrar sögðu mér að setja tækin á mig aftur, fann ég fyrir gremju. Af hverju þurfti ég að vera sú sem heyrði ekki vel? Af hverju gat ég ekki bara verið eins og allir aðrir krakkar? Á unglingsárunum varð þetta enn flóknara. Unglingar vilja ekki vera öðruvísi. Ég var svo meðvituð um heyrnartækin mín að mér fannst þau nánast öskra á alla í kringum mig. Þau voru áberandi, þau gerðu mig að einhverri sem ég vildi ekki vera. Ég komst upp með að sleppa þeim stundum í skólanum, jafnvel þó það gerði það að verkum að ég missti af samtölum og var sífellt að biðja um að fólk endurtæki sig. Þótt ég vissi að ég var að skaða sjálfa mig með því að hafna þeim, var tilhugsunin um að viðurkenna að ég þyrfti þau óbærileg. Það var ekki fyrr en ég var komin á háskólaaldur að ég tók heyrnartækin í sátt. Ég hitti fólk sem var líka heyrnarskert og höfðu sömu sögu að segja og ég um ferlið við að taka heyrnarskerðinguna í sátt, fólk sem bar tækin sín með stolti. Ég fór að átta mig á því að heyrnartækin skilgreina mig ekki. Þau eru ekki galli, heldur hluti af því sem gerir mig að mér. Ég fór að líta á þau sem tæki sem gefa mér aðgang að heiminum frekar en eitthvað sem gerir mig öðruvísi. Ég sá hvernig þau gerðu líf mitt auðveldara, hvernig þau hjálpuðu mér að tengjast öðrum og taka þátt án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af því sem ég missti af. Jafnvel þótt að samfélagið búi ennþá til gjá milli þess og heyrnarskertra einstaklinga vegna skorts á aðgengi, þá tek ég þeim hindrunum sem ég mæti með mun meira öryggi en ég gerði áður. Ég er órög við að biðja um aukið aðgengi. Í dag eru heyrnartækin órjúfanlegur hluti af mér. Ég vakna og set þau í áður en ég geri nokkuð annað. Þau eru hluti af minni sjálfsmynd og ég er ekki lengur feimin við þau. Ef eitthvað, þá er ég stolt af því að vera sú sem ég er, með eða án tækninnar sem styður við mig. Það tók mig langan tíma að sættast við þetta en í dag er ég þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þessa vegferð. Því loks hef ég lært að vera sátt í eigin skinni. Elín Ýr Arnar, kona með skerta heyrn.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar