„Staðan er erfið og flókin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2025 13:01 Sigurður Ingimundarson hefur nýtt tímann vel í landsleikjahléinu. Vísir/Diego Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, tók nýliðinni landsleikjapásu fagnandi. Með henni gafst tími til að stilla saman strengi fyrir spennandi lokakafla tímabilsins. Sigurður tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni á miðju móti. Hann náði að stýra Keflavík í einum leik fyrir landsleikjahléið, sem var 104-95 sigur á Haukum. Hann hefur því ekki haft mikinn tíma til að setja sinn svip á liðið fyrir komandi átök og segir pásuna hafa nýst vel. „Hún bara nýttist nokkuð vel hjá Keflavík eins og öðrum liðum. Menn eru spenntir og fullir eftirvæntingar að sjá hverju það skilar okkur í leiknum í kvöld,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Fyrir mig var það mjög gott til að læra betur á liðið og sjá allskonar. Væntanlega aðeins að setja fingraför á spilamennskuna.“ Munum við þá sjá þau fingraför á leik kvöldsins við Grindavík? „Það á eftir að koma í ljós, ég er nú ekki búinn að vera svo lengi. Við sjáum bara hvað gerist. Ég er allavega spenntur fyrir þessu, þetta verður skemmtilegt,“ segir Sigurður. Keflavík og Grindavík eru bæði í þeirri afar jöfnu baráttu sem er um sæti í úrslitakeppninni. Aðeins tveimur stigum munar á liðunum, Grindavík er fyrir ofan. „Þetta leggst fínt í mig. Þetta verður hörkuleikur. Grindavík er mjög gott lið og við ætlum að setja allt í botn í þennan leik og sjá hverju það skilar okkur,“ segir Sigurður. Snúin staða Væntingarnar voru miklar hjá Keflavík fyrir leiktíðina og kröfurnar aukist með stórum prófílum sem hafa samið við liðið í vetur. Það gekk ekki sem skyldi hjá forvera Sigurðar í starfi og staðan snúin. Keflavík er eitt fjögurra liða sem er með 16 stig í 7.-10. sæti deildarinnar. Aðeins átta lið fara í úrslitakeppnina og því má vel vera að tvö lið, eða fleiri, sem endi jöfn að stigum fari ýmist í úrslitakeppnina eða ekki. Keflavík hefur komist í úrslitakeppnina á hverju einasta ári síðan 1987. Það yrði því sögulegt færi liðið ekki þangað í ár. „Staðan er erfið og flókin. Við erum í 10. sæti eins og staðan er og spilum alla nema einn leik sem eftir eru á útivöllum á móti mjög góðum liðum. Þetta gæti eiginlega ekki verið snúnara. En þetta er áskorun og við erum spenntir að takast á við hana,“ segir Sigurður um áskorunina sem fram undan er. Keflavík ÍF Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Sigurður tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni á miðju móti. Hann náði að stýra Keflavík í einum leik fyrir landsleikjahléið, sem var 104-95 sigur á Haukum. Hann hefur því ekki haft mikinn tíma til að setja sinn svip á liðið fyrir komandi átök og segir pásuna hafa nýst vel. „Hún bara nýttist nokkuð vel hjá Keflavík eins og öðrum liðum. Menn eru spenntir og fullir eftirvæntingar að sjá hverju það skilar okkur í leiknum í kvöld,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Fyrir mig var það mjög gott til að læra betur á liðið og sjá allskonar. Væntanlega aðeins að setja fingraför á spilamennskuna.“ Munum við þá sjá þau fingraför á leik kvöldsins við Grindavík? „Það á eftir að koma í ljós, ég er nú ekki búinn að vera svo lengi. Við sjáum bara hvað gerist. Ég er allavega spenntur fyrir þessu, þetta verður skemmtilegt,“ segir Sigurður. Keflavík og Grindavík eru bæði í þeirri afar jöfnu baráttu sem er um sæti í úrslitakeppninni. Aðeins tveimur stigum munar á liðunum, Grindavík er fyrir ofan. „Þetta leggst fínt í mig. Þetta verður hörkuleikur. Grindavík er mjög gott lið og við ætlum að setja allt í botn í þennan leik og sjá hverju það skilar okkur,“ segir Sigurður. Snúin staða Væntingarnar voru miklar hjá Keflavík fyrir leiktíðina og kröfurnar aukist með stórum prófílum sem hafa samið við liðið í vetur. Það gekk ekki sem skyldi hjá forvera Sigurðar í starfi og staðan snúin. Keflavík er eitt fjögurra liða sem er með 16 stig í 7.-10. sæti deildarinnar. Aðeins átta lið fara í úrslitakeppnina og því má vel vera að tvö lið, eða fleiri, sem endi jöfn að stigum fari ýmist í úrslitakeppnina eða ekki. Keflavík hefur komist í úrslitakeppnina á hverju einasta ári síðan 1987. Það yrði því sögulegt færi liðið ekki þangað í ár. „Staðan er erfið og flókin. Við erum í 10. sæti eins og staðan er og spilum alla nema einn leik sem eftir eru á útivöllum á móti mjög góðum liðum. Þetta gæti eiginlega ekki verið snúnara. En þetta er áskorun og við erum spenntir að takast á við hana,“ segir Sigurður um áskorunina sem fram undan er.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira