„Staðan er erfið og flókin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2025 13:01 Sigurður Ingimundarson hefur nýtt tímann vel í landsleikjahléinu. Vísir/Diego Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, tók nýliðinni landsleikjapásu fagnandi. Með henni gafst tími til að stilla saman strengi fyrir spennandi lokakafla tímabilsins. Sigurður tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni á miðju móti. Hann náði að stýra Keflavík í einum leik fyrir landsleikjahléið, sem var 104-95 sigur á Haukum. Hann hefur því ekki haft mikinn tíma til að setja sinn svip á liðið fyrir komandi átök og segir pásuna hafa nýst vel. „Hún bara nýttist nokkuð vel hjá Keflavík eins og öðrum liðum. Menn eru spenntir og fullir eftirvæntingar að sjá hverju það skilar okkur í leiknum í kvöld,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Fyrir mig var það mjög gott til að læra betur á liðið og sjá allskonar. Væntanlega aðeins að setja fingraför á spilamennskuna.“ Munum við þá sjá þau fingraför á leik kvöldsins við Grindavík? „Það á eftir að koma í ljós, ég er nú ekki búinn að vera svo lengi. Við sjáum bara hvað gerist. Ég er allavega spenntur fyrir þessu, þetta verður skemmtilegt,“ segir Sigurður. Keflavík og Grindavík eru bæði í þeirri afar jöfnu baráttu sem er um sæti í úrslitakeppninni. Aðeins tveimur stigum munar á liðunum, Grindavík er fyrir ofan. „Þetta leggst fínt í mig. Þetta verður hörkuleikur. Grindavík er mjög gott lið og við ætlum að setja allt í botn í þennan leik og sjá hverju það skilar okkur,“ segir Sigurður. Snúin staða Væntingarnar voru miklar hjá Keflavík fyrir leiktíðina og kröfurnar aukist með stórum prófílum sem hafa samið við liðið í vetur. Það gekk ekki sem skyldi hjá forvera Sigurðar í starfi og staðan snúin. Keflavík er eitt fjögurra liða sem er með 16 stig í 7.-10. sæti deildarinnar. Aðeins átta lið fara í úrslitakeppnina og því má vel vera að tvö lið, eða fleiri, sem endi jöfn að stigum fari ýmist í úrslitakeppnina eða ekki. Keflavík hefur komist í úrslitakeppnina á hverju einasta ári síðan 1987. Það yrði því sögulegt færi liðið ekki þangað í ár. „Staðan er erfið og flókin. Við erum í 10. sæti eins og staðan er og spilum alla nema einn leik sem eftir eru á útivöllum á móti mjög góðum liðum. Þetta gæti eiginlega ekki verið snúnara. En þetta er áskorun og við erum spenntir að takast á við hana,“ segir Sigurður um áskorunina sem fram undan er. Keflavík ÍF Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Sigurður tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni á miðju móti. Hann náði að stýra Keflavík í einum leik fyrir landsleikjahléið, sem var 104-95 sigur á Haukum. Hann hefur því ekki haft mikinn tíma til að setja sinn svip á liðið fyrir komandi átök og segir pásuna hafa nýst vel. „Hún bara nýttist nokkuð vel hjá Keflavík eins og öðrum liðum. Menn eru spenntir og fullir eftirvæntingar að sjá hverju það skilar okkur í leiknum í kvöld,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Fyrir mig var það mjög gott til að læra betur á liðið og sjá allskonar. Væntanlega aðeins að setja fingraför á spilamennskuna.“ Munum við þá sjá þau fingraför á leik kvöldsins við Grindavík? „Það á eftir að koma í ljós, ég er nú ekki búinn að vera svo lengi. Við sjáum bara hvað gerist. Ég er allavega spenntur fyrir þessu, þetta verður skemmtilegt,“ segir Sigurður. Keflavík og Grindavík eru bæði í þeirri afar jöfnu baráttu sem er um sæti í úrslitakeppninni. Aðeins tveimur stigum munar á liðunum, Grindavík er fyrir ofan. „Þetta leggst fínt í mig. Þetta verður hörkuleikur. Grindavík er mjög gott lið og við ætlum að setja allt í botn í þennan leik og sjá hverju það skilar okkur,“ segir Sigurður. Snúin staða Væntingarnar voru miklar hjá Keflavík fyrir leiktíðina og kröfurnar aukist með stórum prófílum sem hafa samið við liðið í vetur. Það gekk ekki sem skyldi hjá forvera Sigurðar í starfi og staðan snúin. Keflavík er eitt fjögurra liða sem er með 16 stig í 7.-10. sæti deildarinnar. Aðeins átta lið fara í úrslitakeppnina og því má vel vera að tvö lið, eða fleiri, sem endi jöfn að stigum fari ýmist í úrslitakeppnina eða ekki. Keflavík hefur komist í úrslitakeppnina á hverju einasta ári síðan 1987. Það yrði því sögulegt færi liðið ekki þangað í ár. „Staðan er erfið og flókin. Við erum í 10. sæti eins og staðan er og spilum alla nema einn leik sem eftir eru á útivöllum á móti mjög góðum liðum. Þetta gæti eiginlega ekki verið snúnara. En þetta er áskorun og við erum spenntir að takast á við hana,“ segir Sigurður um áskorunina sem fram undan er.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira