„Staðan er erfið og flókin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2025 13:01 Sigurður Ingimundarson hefur nýtt tímann vel í landsleikjahléinu. Vísir/Diego Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, tók nýliðinni landsleikjapásu fagnandi. Með henni gafst tími til að stilla saman strengi fyrir spennandi lokakafla tímabilsins. Sigurður tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni á miðju móti. Hann náði að stýra Keflavík í einum leik fyrir landsleikjahléið, sem var 104-95 sigur á Haukum. Hann hefur því ekki haft mikinn tíma til að setja sinn svip á liðið fyrir komandi átök og segir pásuna hafa nýst vel. „Hún bara nýttist nokkuð vel hjá Keflavík eins og öðrum liðum. Menn eru spenntir og fullir eftirvæntingar að sjá hverju það skilar okkur í leiknum í kvöld,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Fyrir mig var það mjög gott til að læra betur á liðið og sjá allskonar. Væntanlega aðeins að setja fingraför á spilamennskuna.“ Munum við þá sjá þau fingraför á leik kvöldsins við Grindavík? „Það á eftir að koma í ljós, ég er nú ekki búinn að vera svo lengi. Við sjáum bara hvað gerist. Ég er allavega spenntur fyrir þessu, þetta verður skemmtilegt,“ segir Sigurður. Keflavík og Grindavík eru bæði í þeirri afar jöfnu baráttu sem er um sæti í úrslitakeppninni. Aðeins tveimur stigum munar á liðunum, Grindavík er fyrir ofan. „Þetta leggst fínt í mig. Þetta verður hörkuleikur. Grindavík er mjög gott lið og við ætlum að setja allt í botn í þennan leik og sjá hverju það skilar okkur,“ segir Sigurður. Snúin staða Væntingarnar voru miklar hjá Keflavík fyrir leiktíðina og kröfurnar aukist með stórum prófílum sem hafa samið við liðið í vetur. Það gekk ekki sem skyldi hjá forvera Sigurðar í starfi og staðan snúin. Keflavík er eitt fjögurra liða sem er með 16 stig í 7.-10. sæti deildarinnar. Aðeins átta lið fara í úrslitakeppnina og því má vel vera að tvö lið, eða fleiri, sem endi jöfn að stigum fari ýmist í úrslitakeppnina eða ekki. Keflavík hefur komist í úrslitakeppnina á hverju einasta ári síðan 1987. Það yrði því sögulegt færi liðið ekki þangað í ár. „Staðan er erfið og flókin. Við erum í 10. sæti eins og staðan er og spilum alla nema einn leik sem eftir eru á útivöllum á móti mjög góðum liðum. Þetta gæti eiginlega ekki verið snúnara. En þetta er áskorun og við erum spenntir að takast á við hana,“ segir Sigurður um áskorunina sem fram undan er. Keflavík ÍF Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
Sigurður tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni á miðju móti. Hann náði að stýra Keflavík í einum leik fyrir landsleikjahléið, sem var 104-95 sigur á Haukum. Hann hefur því ekki haft mikinn tíma til að setja sinn svip á liðið fyrir komandi átök og segir pásuna hafa nýst vel. „Hún bara nýttist nokkuð vel hjá Keflavík eins og öðrum liðum. Menn eru spenntir og fullir eftirvæntingar að sjá hverju það skilar okkur í leiknum í kvöld,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Fyrir mig var það mjög gott til að læra betur á liðið og sjá allskonar. Væntanlega aðeins að setja fingraför á spilamennskuna.“ Munum við þá sjá þau fingraför á leik kvöldsins við Grindavík? „Það á eftir að koma í ljós, ég er nú ekki búinn að vera svo lengi. Við sjáum bara hvað gerist. Ég er allavega spenntur fyrir þessu, þetta verður skemmtilegt,“ segir Sigurður. Keflavík og Grindavík eru bæði í þeirri afar jöfnu baráttu sem er um sæti í úrslitakeppninni. Aðeins tveimur stigum munar á liðunum, Grindavík er fyrir ofan. „Þetta leggst fínt í mig. Þetta verður hörkuleikur. Grindavík er mjög gott lið og við ætlum að setja allt í botn í þennan leik og sjá hverju það skilar okkur,“ segir Sigurður. Snúin staða Væntingarnar voru miklar hjá Keflavík fyrir leiktíðina og kröfurnar aukist með stórum prófílum sem hafa samið við liðið í vetur. Það gekk ekki sem skyldi hjá forvera Sigurðar í starfi og staðan snúin. Keflavík er eitt fjögurra liða sem er með 16 stig í 7.-10. sæti deildarinnar. Aðeins átta lið fara í úrslitakeppnina og því má vel vera að tvö lið, eða fleiri, sem endi jöfn að stigum fari ýmist í úrslitakeppnina eða ekki. Keflavík hefur komist í úrslitakeppnina á hverju einasta ári síðan 1987. Það yrði því sögulegt færi liðið ekki þangað í ár. „Staðan er erfið og flókin. Við erum í 10. sæti eins og staðan er og spilum alla nema einn leik sem eftir eru á útivöllum á móti mjög góðum liðum. Þetta gæti eiginlega ekki verið snúnara. En þetta er áskorun og við erum spenntir að takast á við hana,“ segir Sigurður um áskorunina sem fram undan er.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira