Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2025 11:02 Martin Hermannsson og félagar í íslenska landsliðinu fá að vita allt um það hverjum þeir mæta á EM þegar dregið verður í riðla 27. mars. vísir/Anton Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. Ísland tryggði sig inn á EM með sigrinum gegn Tyrkjum á sunnudaginn og nú ríkir mikil spenna eftir því að dregið verði í riðla fyrir EM, þann 27. mars. Mótið fer fram í fjórum borgum og má hver gestgjafi velja eina samstarfsþjóð í sinn riðil. Gestgjafarnir eru Riga í Lettlandi (A-riðill), Tampere í Finnlandi (B-riðill), Limassol á Kýpur (C-riðil) og Katowice í Póllandi (D-riðill). Á síðustu dögum hafa þjóðirnar valið sér samstarfsþjóð og munu Eistlendingar fara til Riga, Litháar fara til Finnlands og Grikkir til Kýpur. Finnar og Lettar höfðu sýnt því áhuga að fá Íslendinga til sín en hafa nú farið aðra leið. Aðeins Pólverjar eiga því eftir að velja sér samstarfsþjóð og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, „töluverðar líkur“ á að það verði Ísland. Ekkert sé þó enn frágengið og Hannes hvetur fólk til að bíða með að versla flugmiða. Íslenskir stuðningsmenn koma til með að fjölmenna á EM í lok ágúst og líklegast er að þeir fari til Póllands.vísir/Anton Höll sem að Íslendingar þekkja Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noreg í fyrsta leik. Ef að Pólverjar fara aðra leið og velja til að mynda Þýskaland eða aðra þjóð þá munu Íslendingar þurfa að bíða eftir drættinum 27. mars til að vita í hvaða borg þeir spila. Doncic verður í Katowice Ljóst er að mest umtalaði körfuboltamaður heimsins síðustu vikur, Luka Doncic, og félagar hans í slóvenska landsliðinu munu spila í Katowice. Þó að ekki sé búið að gefa út styrkleikaflokkana sex þá er ljóst að í flokki tvö verða Lettland, Litháen, Grikkland og Slóvenía. Búið er að raða þremur þeirra í aðra riðla svo að Slóvenar verða að fara í D-riðilinn í Póllandi. Ef Ísland endar í sama riðli þá mun það koma í veg fyrir að Doncic og félagar komi til Íslands að spila vináttulandsleik í sumar, miðað við orð Craig Pedersen landsliðsþjálfara Íslands. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum á EM og fyrir dráttinn 27. mars verður liðunum raðað í sex styrkleikaflokka. Útlit er fyrir að Ísland verði í neðsta flokknum þrátt fyrir að hafa endað í 2. sæti í sínum undanriðli, fyrir ofan Tyrkland. Horft verður til stöðu á næsta heimslista þegar raðað verður í styrkleikaflokka. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Ísland tryggði sig inn á EM með sigrinum gegn Tyrkjum á sunnudaginn og nú ríkir mikil spenna eftir því að dregið verði í riðla fyrir EM, þann 27. mars. Mótið fer fram í fjórum borgum og má hver gestgjafi velja eina samstarfsþjóð í sinn riðil. Gestgjafarnir eru Riga í Lettlandi (A-riðill), Tampere í Finnlandi (B-riðill), Limassol á Kýpur (C-riðil) og Katowice í Póllandi (D-riðill). Á síðustu dögum hafa þjóðirnar valið sér samstarfsþjóð og munu Eistlendingar fara til Riga, Litháar fara til Finnlands og Grikkir til Kýpur. Finnar og Lettar höfðu sýnt því áhuga að fá Íslendinga til sín en hafa nú farið aðra leið. Aðeins Pólverjar eiga því eftir að velja sér samstarfsþjóð og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, „töluverðar líkur“ á að það verði Ísland. Ekkert sé þó enn frágengið og Hannes hvetur fólk til að bíða með að versla flugmiða. Íslenskir stuðningsmenn koma til með að fjölmenna á EM í lok ágúst og líklegast er að þeir fari til Póllands.vísir/Anton Höll sem að Íslendingar þekkja Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noreg í fyrsta leik. Ef að Pólverjar fara aðra leið og velja til að mynda Þýskaland eða aðra þjóð þá munu Íslendingar þurfa að bíða eftir drættinum 27. mars til að vita í hvaða borg þeir spila. Doncic verður í Katowice Ljóst er að mest umtalaði körfuboltamaður heimsins síðustu vikur, Luka Doncic, og félagar hans í slóvenska landsliðinu munu spila í Katowice. Þó að ekki sé búið að gefa út styrkleikaflokkana sex þá er ljóst að í flokki tvö verða Lettland, Litháen, Grikkland og Slóvenía. Búið er að raða þremur þeirra í aðra riðla svo að Slóvenar verða að fara í D-riðilinn í Póllandi. Ef Ísland endar í sama riðli þá mun það koma í veg fyrir að Doncic og félagar komi til Íslands að spila vináttulandsleik í sumar, miðað við orð Craig Pedersen landsliðsþjálfara Íslands. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum á EM og fyrir dráttinn 27. mars verður liðunum raðað í sex styrkleikaflokka. Útlit er fyrir að Ísland verði í neðsta flokknum þrátt fyrir að hafa endað í 2. sæti í sínum undanriðli, fyrir ofan Tyrkland. Horft verður til stöðu á næsta heimslista þegar raðað verður í styrkleikaflokka.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira