Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. mars 2025 20:01 Kristín Pétursdóttir býr í fallegri íbúð við Njálsgötu í Reykjavík. Heimili hennar er innréttað af mikilli smekkvísi. Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930. Kristín er í sambúð með handboltadómaranum Þorvari Bjarma Harðarsyni og á parið von á sínu fyrsta barni saman síðar á árinu. Fyrir á Kristín soninn Storm sem er sex ára. Látlausir og hlýlegir litir Kristín deilir reglulega myndum af heimili fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum sem er innréttað af mikilli smekkvísi. Látlausir og hlýlegir litir eru ríkjandi á heimilinu og samræmast innbúinu á sjarmerandi hátt. Upprunalegur byggingarstíll hefur verið varðveittur með nútímalegum endurbótum, þar sem upprunalegu ofnarnir, loftlistarnir og gluggasetningin gefa eigninni heillandi ásýnd. Stofa og eldhús flæða saman í eitt í opnu og björtu rými, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Í eldhúsinu er falleg dökkgrá innrétting með ljósum steini á borðum sem nær upp á vegg. Fyrir ofan innréttinguna má sjá hilluna Vera, hönnun úr smiðju íslenska hönnunarstúdíósins Former. Hillan er tvískipt og er hluti hennar með báruðu gleri, en opnir endar bjóða upp á hengja glös eða önnur búsáhöld. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Samblanda af klassíkri hönnun Í borðstofunni má sjá veglegt viðarborð úr eik eftir danska hönnuðinn Hans J.Wegner, og samblöndu af klassískum hönnunarstólum. Við enda borðsins má sjá hina sígildu CH-24 stóla, oft nefnda Y-stólana, í sápuborinni eik, einnig eftir Wegner, hannaðir árið 1949. Þá má einnig sjá Sjöurnar frá 1955 og Maurinn frá 1952, eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen. Stólarnir blandast fallega saman og skapa tímalaust yfirbragð í rýminu. Fyrir ofan borðið hangir hinn sígildi PH 5-lampi eftir Poul Henningsen sem hann hannaði fyrir ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1958. Í horninu í borðstofunni gefur Panthella-gólflampinn, sem Verner Panton hannaði árið 1971, mjúka og notalega birtu sem er einkennandi fyrir hönnun hans. Á ganginum má finna hinn einstaka Snoopy-lampa, sem ítalska hönnunarfyrirtækið Flos framleiðir. Hann var upphaflega hannaður árið 1967 af Achille og Pier Giacomo Castiglioni og er auðþekkjanlegur á sérkennilegri lögun sinni og glansandi yfirborði. CH-24 stóllinn er hannaður af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Á ganginum er hinn formfagri bekkur úr Veru-línunni frá FORMER. View this post on Instagram A post shared by Kristín Pétursdóttir (@kristinpeturs) View this post on Instagram A post shared by Hús og híbýli (@husoghibyli) Hús og heimili Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. 25. september 2024 17:01 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Kristín er í sambúð með handboltadómaranum Þorvari Bjarma Harðarsyni og á parið von á sínu fyrsta barni saman síðar á árinu. Fyrir á Kristín soninn Storm sem er sex ára. Látlausir og hlýlegir litir Kristín deilir reglulega myndum af heimili fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum sem er innréttað af mikilli smekkvísi. Látlausir og hlýlegir litir eru ríkjandi á heimilinu og samræmast innbúinu á sjarmerandi hátt. Upprunalegur byggingarstíll hefur verið varðveittur með nútímalegum endurbótum, þar sem upprunalegu ofnarnir, loftlistarnir og gluggasetningin gefa eigninni heillandi ásýnd. Stofa og eldhús flæða saman í eitt í opnu og björtu rými, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Í eldhúsinu er falleg dökkgrá innrétting með ljósum steini á borðum sem nær upp á vegg. Fyrir ofan innréttinguna má sjá hilluna Vera, hönnun úr smiðju íslenska hönnunarstúdíósins Former. Hillan er tvískipt og er hluti hennar með báruðu gleri, en opnir endar bjóða upp á hengja glös eða önnur búsáhöld. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Samblanda af klassíkri hönnun Í borðstofunni má sjá veglegt viðarborð úr eik eftir danska hönnuðinn Hans J.Wegner, og samblöndu af klassískum hönnunarstólum. Við enda borðsins má sjá hina sígildu CH-24 stóla, oft nefnda Y-stólana, í sápuborinni eik, einnig eftir Wegner, hannaðir árið 1949. Þá má einnig sjá Sjöurnar frá 1955 og Maurinn frá 1952, eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen. Stólarnir blandast fallega saman og skapa tímalaust yfirbragð í rýminu. Fyrir ofan borðið hangir hinn sígildi PH 5-lampi eftir Poul Henningsen sem hann hannaði fyrir ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1958. Í horninu í borðstofunni gefur Panthella-gólflampinn, sem Verner Panton hannaði árið 1971, mjúka og notalega birtu sem er einkennandi fyrir hönnun hans. Á ganginum má finna hinn einstaka Snoopy-lampa, sem ítalska hönnunarfyrirtækið Flos framleiðir. Hann var upphaflega hannaður árið 1967 af Achille og Pier Giacomo Castiglioni og er auðþekkjanlegur á sérkennilegri lögun sinni og glansandi yfirborði. CH-24 stóllinn er hannaður af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Á ganginum er hinn formfagri bekkur úr Veru-línunni frá FORMER. View this post on Instagram A post shared by Kristín Pétursdóttir (@kristinpeturs) View this post on Instagram A post shared by Hús og híbýli (@husoghibyli)
Hús og heimili Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. 25. september 2024 17:01 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. 25. september 2024 17:01