Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar 28. febrúar 2025 10:33 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Rektorskandídatar skilja að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist og hamlar starfseminni. Hana þarf að bæta. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins er tengist grunnskipulagi þess. Og nú verða sagðar fréttir. Fjármögnun opinberu háskólanna er eftir á og ákvörðuð af reiknilíkani stjórnvalda – sem byggir nú að mestu á talningum. Þetta er reyndar jafnvel flóknara því að innan HÍ er annað líkan sem dreifir fjármagni innan skólans. Samkvæmt reiknilíkani stjórnvalda fær háskólinn nú nær tvöfalt meira ef deild útskrifar tvöfalt fleiri nema. Og nær helmingi minna ef hún útskrifar helmingi færri. En fjöldi akademísks starfsfólks stendur í stað – og eru fastráðinn mjög sérhæfður starfskraftur, nánast samkvæmt skilgreiningu sem hvorki vex á trjám né hægt er að geyma í frysti til seinni tíma brúks. Hér er komin útskýringin á því að háskólar auglýsa á við bílaumboð á vorin (komdu í þægindi og glæsta framtíð). Þeir þurfa sem flesta nemendur til að dæmið gangi upp og þá þarf að útskrifa svo lokagreiðslur komi. Nemi sem hættir, kostar skóla milljónir í framtíðartekjum. Þessu fylgja augljósar hættur. Slíkt kerfi horfir að mestu fram hjá því að það kostar næstum því jafn mikið að útskrifa einn nemenda og fimmtán – það er fastur kostnaður við að byggja upp háskóladeild! Það þarf að taka ákvörðun um hvaða nám á að bjóða upp á, fyrir hve marga um það bil og svo reikna út hvað það kostar. Þetta er svo einfalt – ekki verðlauna fyrir fjölda og kalla það árangur. Það væri besta nýtingin á fé til háskólanna og hvati til eðlilegrar starfsemi þeirra sem nú einkennist af skorti á kennslukrafti, hárri tíðni kulnunar einkenna og lágum launum. En, þýðir að við áttum okkur á hvað hlutir kosta í raun og við rifjum upp þá meginreglu að fyrir of lítið, fást jafnan minni gæði. Þeir sem tapa í núverandi kerfi eru ekki síst nemendur þ.e. framtíð þessa lands. Næsti rektor HÍ verður að tryggja að stjórnvöld skilji hvernig gæðaháskólar virka og að einföld vanhugsuð reiknilíkön vinna gegn gæðum. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. 24. febrúar 2025 09:30 Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. 19. febrúar 2025 18:03 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Rektorskandídatar skilja að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist og hamlar starfseminni. Hana þarf að bæta. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins er tengist grunnskipulagi þess. Og nú verða sagðar fréttir. Fjármögnun opinberu háskólanna er eftir á og ákvörðuð af reiknilíkani stjórnvalda – sem byggir nú að mestu á talningum. Þetta er reyndar jafnvel flóknara því að innan HÍ er annað líkan sem dreifir fjármagni innan skólans. Samkvæmt reiknilíkani stjórnvalda fær háskólinn nú nær tvöfalt meira ef deild útskrifar tvöfalt fleiri nema. Og nær helmingi minna ef hún útskrifar helmingi færri. En fjöldi akademísks starfsfólks stendur í stað – og eru fastráðinn mjög sérhæfður starfskraftur, nánast samkvæmt skilgreiningu sem hvorki vex á trjám né hægt er að geyma í frysti til seinni tíma brúks. Hér er komin útskýringin á því að háskólar auglýsa á við bílaumboð á vorin (komdu í þægindi og glæsta framtíð). Þeir þurfa sem flesta nemendur til að dæmið gangi upp og þá þarf að útskrifa svo lokagreiðslur komi. Nemi sem hættir, kostar skóla milljónir í framtíðartekjum. Þessu fylgja augljósar hættur. Slíkt kerfi horfir að mestu fram hjá því að það kostar næstum því jafn mikið að útskrifa einn nemenda og fimmtán – það er fastur kostnaður við að byggja upp háskóladeild! Það þarf að taka ákvörðun um hvaða nám á að bjóða upp á, fyrir hve marga um það bil og svo reikna út hvað það kostar. Þetta er svo einfalt – ekki verðlauna fyrir fjölda og kalla það árangur. Það væri besta nýtingin á fé til háskólanna og hvati til eðlilegrar starfsemi þeirra sem nú einkennist af skorti á kennslukrafti, hárri tíðni kulnunar einkenna og lágum launum. En, þýðir að við áttum okkur á hvað hlutir kosta í raun og við rifjum upp þá meginreglu að fyrir of lítið, fást jafnan minni gæði. Þeir sem tapa í núverandi kerfi eru ekki síst nemendur þ.e. framtíð þessa lands. Næsti rektor HÍ verður að tryggja að stjórnvöld skilji hvernig gæðaháskólar virka og að einföld vanhugsuð reiknilíkön vinna gegn gæðum. Höfundur er prófessor við HÍ.
Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. 24. febrúar 2025 09:30
Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. 19. febrúar 2025 18:03
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun