Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar 28. febrúar 2025 09:32 Það styttist óðum í kosningar í VR, sem verða 6. til 13. mars. Það er búið að vera gaman að hafa færi á því að ræða við félaga í VR um það sem á þeim brennur, en einnig áhugavert að fylgjast með umræðunni á opinberum vettvangi. Það sem hefur komið mér nokkuð á óvart er það hvaða mál eða efnisatriði hafa verið mest til umræðu, til dæmis ef horft er til síðustu daga. Mér sýnist nokkuð skýrt að forysta VR er ekki að ræða það sem hæst ber í samfélaginu um stöðu kjaramála, nýgerða kjarasamninga og áhrif þeirra á þróun efnahagsmála. Í þessum efnum þarf VR að stíga fram með miklu skýrari hætti og ræða þessa nýju stöðu við félagsfólk og viðsemjendur okkar. Greina samningana með skýrum hætti og þora að stíga fram með hagsmuni VR fólks að leiðarljósi. Okkar kjarasamningar, sem gilda frá febrúar 2024 til janúar 2028, byggðust á skýrum forsendum um þróun vaxta, kaupmáttar og fleiri þátta. Það skiptir máli að við metum áhrifin af þessu á okkar kjarasamninga og að okkar fólk sé leiðandi í umræðunni um það hvernig sá efnahagsárangur sem þegar hefur náðst verði varinn. VR á að vera leiðandi í þessari umræðu gagnvart stjórvöldum og öllum sem að þessu koma. Félagar í VR starfa svo til eingöngu á almennum vinnumarkaði og þeir þurfa að geta treyst því að forsendur kjarasamninga haldi, þannig að þær launahækkanir sem samið var um skili sér til félagsfólks og að forysta félagsins sé vakin og sofin í því að tryggja þannig kaup og kjör okkar. Ég vil að VR sé í fréttum vegna baráttu sinnar fyrir bættum réttindum sinna félagsmanna og baráttu fyrir stöðugu efnahagsumhverfi fyrir heimilin í landinu. Því er það dapurlegt að sjá að umfjöllun um VR núna snúist að mestu um ráðningarkjör formanns, hvort sem er í fjölmiðlum eða kaffistofunum. Öll ráðningarkjör eiga að vera einföld og gagnsæ, uppi á borði, og í samræmi við það sem við þekkjum á almennum vinnumarkaði. Fyrir það mun ég standa hljóti ég kjör sem formaður VR. VR samanstendur af stórum hópi gríðarlega öflugs fólks. Félagar búa við ólíkar aðstæður, hafa mismunandi kjör, sumir eru á töxtum, aðrir semja um eigin laun. Öll eigum við þó sameiginlega hagsmuni í því að VR sé öflugt félag sem skapi þann grunn sem við öll byggjum á, tryggi okkur þau réttindi sem við eigum að hafa, ríði það öryggisnet sem við gætum þarfnast. Félag sem sé leiðandi í umræðu um kaup og kjör og fréttir af því snúist um samtakamátt og samheldni. Það eru uppi hættumerki um forsendur kjarasamninga og stöðuna í efnahagsmálum almennt. Í þá umræðu þarf VR að mæta til leiks sameinað og baráttuglatt með skýr markmið og stefnu og með það grundvallar í öllum okkar málflutningi og aðgerðum að við erum sterkari saman. Ég hef í mínum málflutningi lagt aðaláherslu á hlutverk VR fyrir allt félagsfólk og hvernig við getum nýtt afl félagsins til að vera leiðandi í umræðu og baráttu um kaup og kjör og unnið saman að hagmunum okkar allra. Fátt dregur meira úr okkur slagkraftinn en eitthvert karp um innri mál. Umræðan ætti að mínu viti að snúast um grundvallaratriði, um kaup og kjör, um hvernig við stöndum saman að því að vinna að hagsmunum okkar allra. Til þess þurfum við formann sem vinnur fyrir allt félagsfólk og leggur það til grundvallar í öllum sínum störfum að við erum sterkari saman. Þannig formaður mun ég verða. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Flosi Eiríksson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það styttist óðum í kosningar í VR, sem verða 6. til 13. mars. Það er búið að vera gaman að hafa færi á því að ræða við félaga í VR um það sem á þeim brennur, en einnig áhugavert að fylgjast með umræðunni á opinberum vettvangi. Það sem hefur komið mér nokkuð á óvart er það hvaða mál eða efnisatriði hafa verið mest til umræðu, til dæmis ef horft er til síðustu daga. Mér sýnist nokkuð skýrt að forysta VR er ekki að ræða það sem hæst ber í samfélaginu um stöðu kjaramála, nýgerða kjarasamninga og áhrif þeirra á þróun efnahagsmála. Í þessum efnum þarf VR að stíga fram með miklu skýrari hætti og ræða þessa nýju stöðu við félagsfólk og viðsemjendur okkar. Greina samningana með skýrum hætti og þora að stíga fram með hagsmuni VR fólks að leiðarljósi. Okkar kjarasamningar, sem gilda frá febrúar 2024 til janúar 2028, byggðust á skýrum forsendum um þróun vaxta, kaupmáttar og fleiri þátta. Það skiptir máli að við metum áhrifin af þessu á okkar kjarasamninga og að okkar fólk sé leiðandi í umræðunni um það hvernig sá efnahagsárangur sem þegar hefur náðst verði varinn. VR á að vera leiðandi í þessari umræðu gagnvart stjórvöldum og öllum sem að þessu koma. Félagar í VR starfa svo til eingöngu á almennum vinnumarkaði og þeir þurfa að geta treyst því að forsendur kjarasamninga haldi, þannig að þær launahækkanir sem samið var um skili sér til félagsfólks og að forysta félagsins sé vakin og sofin í því að tryggja þannig kaup og kjör okkar. Ég vil að VR sé í fréttum vegna baráttu sinnar fyrir bættum réttindum sinna félagsmanna og baráttu fyrir stöðugu efnahagsumhverfi fyrir heimilin í landinu. Því er það dapurlegt að sjá að umfjöllun um VR núna snúist að mestu um ráðningarkjör formanns, hvort sem er í fjölmiðlum eða kaffistofunum. Öll ráðningarkjör eiga að vera einföld og gagnsæ, uppi á borði, og í samræmi við það sem við þekkjum á almennum vinnumarkaði. Fyrir það mun ég standa hljóti ég kjör sem formaður VR. VR samanstendur af stórum hópi gríðarlega öflugs fólks. Félagar búa við ólíkar aðstæður, hafa mismunandi kjör, sumir eru á töxtum, aðrir semja um eigin laun. Öll eigum við þó sameiginlega hagsmuni í því að VR sé öflugt félag sem skapi þann grunn sem við öll byggjum á, tryggi okkur þau réttindi sem við eigum að hafa, ríði það öryggisnet sem við gætum þarfnast. Félag sem sé leiðandi í umræðu um kaup og kjör og fréttir af því snúist um samtakamátt og samheldni. Það eru uppi hættumerki um forsendur kjarasamninga og stöðuna í efnahagsmálum almennt. Í þá umræðu þarf VR að mæta til leiks sameinað og baráttuglatt með skýr markmið og stefnu og með það grundvallar í öllum okkar málflutningi og aðgerðum að við erum sterkari saman. Ég hef í mínum málflutningi lagt aðaláherslu á hlutverk VR fyrir allt félagsfólk og hvernig við getum nýtt afl félagsins til að vera leiðandi í umræðu og baráttu um kaup og kjör og unnið saman að hagmunum okkar allra. Fátt dregur meira úr okkur slagkraftinn en eitthvert karp um innri mál. Umræðan ætti að mínu viti að snúast um grundvallaratriði, um kaup og kjör, um hvernig við stöndum saman að því að vinna að hagsmunum okkar allra. Til þess þurfum við formann sem vinnur fyrir allt félagsfólk og leggur það til grundvallar í öllum sínum störfum að við erum sterkari saman. Þannig formaður mun ég verða. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun