Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 18:06 Mamma grís með sónarmynd af gríslingnum sem kemur í sumar. Good Morning Britain/ITV Teiknimyndagrísinn Gurra grís á von á systkini í sumar þar sem móðir hennar gengur með grís. Fyrir á Gurra bróðurinn Georg. Mamma grís, sem ætti með réttu að heita Mamma gylta eða Mamma svín, greindi opinberlega frá meðgöngunni í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á ITV. „Ég er spennt að tilkynna að fjölskyldan okkar verður enn stærri því við eigum von á öðru afkvæmi. Ég á von á mér í sumar og við erum öll svo spennt,“ sagði hún í þættinum. Tilhugsunin um að eiga þrjá grísi undir fimm ára aldri ku vera yfirþyrmandi að sögn Mömmu gríss en hún sé „aðallega algjörlega himinlifandi“ yfir tíðindunum. Von er á gríslingnum í sumar en hvorki kyn hans né nafn liggur fyrir. Algengt er að gyltur eigi um átta til tólf grísi í hverju goti. Þeir hafa verið eitthvað færri í fjölskyldu Gurru. Meðgöngutími gylta er að meðaltali 114 dagar en samkvæmt Wikipedia er oft er sagt að meðgöngutíminn sé þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar. Gölturinn og gyltan sem eru grísir Þættirnir um Gurru grís, sem heitir Peppa Pig á frummálinu, voru fyrst sýndir árið 2004. Síðan þá hafa komið út 407 þættir, kvikmynd og jólaþáttur um fjölskyldu gríssins. Gurra er fjögurra ára og býr með pabba sínum, mömmu og litla bróðurnum Georg sem er tveggja ára. Aðdáendur Gurru munu sjá nýja systkini Gurru næsta haust þegar þættir 408 til 420 verða sýndir. Mamma Gurru heitir eins og fram hefur komið Mamma grís og pabbinn heitir Pabbi grís. Á ensku er Pig-nafnið í Peppa Pig eftirnafn. Til að viðhalda stuðluninni hefur þýðandi ákveðið að þýða Peppu Pig sem Gurru grís og viljað halda grís-nafninu á öllum meðlimum fjölskyldunnar. Fyrir vikið eru mamman og pabban grísir sem er auðvitað ekki rétt því grís á aðeins um ákveðið ung svín. Peppa Pig heitir Gurra Grís á íslensku, væntanlega svo hún heiti ekki "Svín" að eftirnafni. Þetta veldur samt því að pabbi hennar, gríðarmikill göltur, heitir "Pabbi Grís", sem hann augljóslega er ekki. Þetta veldur mér meira hugarangri en ég kæri mig um.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 26, 2022 Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Mamma grís, sem ætti með réttu að heita Mamma gylta eða Mamma svín, greindi opinberlega frá meðgöngunni í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á ITV. „Ég er spennt að tilkynna að fjölskyldan okkar verður enn stærri því við eigum von á öðru afkvæmi. Ég á von á mér í sumar og við erum öll svo spennt,“ sagði hún í þættinum. Tilhugsunin um að eiga þrjá grísi undir fimm ára aldri ku vera yfirþyrmandi að sögn Mömmu gríss en hún sé „aðallega algjörlega himinlifandi“ yfir tíðindunum. Von er á gríslingnum í sumar en hvorki kyn hans né nafn liggur fyrir. Algengt er að gyltur eigi um átta til tólf grísi í hverju goti. Þeir hafa verið eitthvað færri í fjölskyldu Gurru. Meðgöngutími gylta er að meðaltali 114 dagar en samkvæmt Wikipedia er oft er sagt að meðgöngutíminn sé þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar. Gölturinn og gyltan sem eru grísir Þættirnir um Gurru grís, sem heitir Peppa Pig á frummálinu, voru fyrst sýndir árið 2004. Síðan þá hafa komið út 407 þættir, kvikmynd og jólaþáttur um fjölskyldu gríssins. Gurra er fjögurra ára og býr með pabba sínum, mömmu og litla bróðurnum Georg sem er tveggja ára. Aðdáendur Gurru munu sjá nýja systkini Gurru næsta haust þegar þættir 408 til 420 verða sýndir. Mamma Gurru heitir eins og fram hefur komið Mamma grís og pabbinn heitir Pabbi grís. Á ensku er Pig-nafnið í Peppa Pig eftirnafn. Til að viðhalda stuðluninni hefur þýðandi ákveðið að þýða Peppu Pig sem Gurru grís og viljað halda grís-nafninu á öllum meðlimum fjölskyldunnar. Fyrir vikið eru mamman og pabban grísir sem er auðvitað ekki rétt því grís á aðeins um ákveðið ung svín. Peppa Pig heitir Gurra Grís á íslensku, væntanlega svo hún heiti ekki "Svín" að eftirnafni. Þetta veldur samt því að pabbi hennar, gríðarmikill göltur, heitir "Pabbi Grís", sem hann augljóslega er ekki. Þetta veldur mér meira hugarangri en ég kæri mig um.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 26, 2022
Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira