Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 18:06 Mamma grís með sónarmynd af gríslingnum sem kemur í sumar. Good Morning Britain/ITV Teiknimyndagrísinn Gurra grís á von á systkini í sumar þar sem móðir hennar gengur með grís. Fyrir á Gurra bróðurinn Georg. Mamma grís, sem ætti með réttu að heita Mamma gylta eða Mamma svín, greindi opinberlega frá meðgöngunni í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á ITV. „Ég er spennt að tilkynna að fjölskyldan okkar verður enn stærri því við eigum von á öðru afkvæmi. Ég á von á mér í sumar og við erum öll svo spennt,“ sagði hún í þættinum. Tilhugsunin um að eiga þrjá grísi undir fimm ára aldri ku vera yfirþyrmandi að sögn Mömmu gríss en hún sé „aðallega algjörlega himinlifandi“ yfir tíðindunum. Von er á gríslingnum í sumar en hvorki kyn hans né nafn liggur fyrir. Algengt er að gyltur eigi um átta til tólf grísi í hverju goti. Þeir hafa verið eitthvað færri í fjölskyldu Gurru. Meðgöngutími gylta er að meðaltali 114 dagar en samkvæmt Wikipedia er oft er sagt að meðgöngutíminn sé þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar. Gölturinn og gyltan sem eru grísir Þættirnir um Gurru grís, sem heitir Peppa Pig á frummálinu, voru fyrst sýndir árið 2004. Síðan þá hafa komið út 407 þættir, kvikmynd og jólaþáttur um fjölskyldu gríssins. Gurra er fjögurra ára og býr með pabba sínum, mömmu og litla bróðurnum Georg sem er tveggja ára. Aðdáendur Gurru munu sjá nýja systkini Gurru næsta haust þegar þættir 408 til 420 verða sýndir. Mamma Gurru heitir eins og fram hefur komið Mamma grís og pabbinn heitir Pabbi grís. Á ensku er Pig-nafnið í Peppa Pig eftirnafn. Til að viðhalda stuðluninni hefur þýðandi ákveðið að þýða Peppu Pig sem Gurru grís og viljað halda grís-nafninu á öllum meðlimum fjölskyldunnar. Fyrir vikið eru mamman og pabban grísir sem er auðvitað ekki rétt því grís á aðeins um ákveðið ung svín. Peppa Pig heitir Gurra Grís á íslensku, væntanlega svo hún heiti ekki "Svín" að eftirnafni. Þetta veldur samt því að pabbi hennar, gríðarmikill göltur, heitir "Pabbi Grís", sem hann augljóslega er ekki. Þetta veldur mér meira hugarangri en ég kæri mig um.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 26, 2022 Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
Mamma grís, sem ætti með réttu að heita Mamma gylta eða Mamma svín, greindi opinberlega frá meðgöngunni í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á ITV. „Ég er spennt að tilkynna að fjölskyldan okkar verður enn stærri því við eigum von á öðru afkvæmi. Ég á von á mér í sumar og við erum öll svo spennt,“ sagði hún í þættinum. Tilhugsunin um að eiga þrjá grísi undir fimm ára aldri ku vera yfirþyrmandi að sögn Mömmu gríss en hún sé „aðallega algjörlega himinlifandi“ yfir tíðindunum. Von er á gríslingnum í sumar en hvorki kyn hans né nafn liggur fyrir. Algengt er að gyltur eigi um átta til tólf grísi í hverju goti. Þeir hafa verið eitthvað færri í fjölskyldu Gurru. Meðgöngutími gylta er að meðaltali 114 dagar en samkvæmt Wikipedia er oft er sagt að meðgöngutíminn sé þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar. Gölturinn og gyltan sem eru grísir Þættirnir um Gurru grís, sem heitir Peppa Pig á frummálinu, voru fyrst sýndir árið 2004. Síðan þá hafa komið út 407 þættir, kvikmynd og jólaþáttur um fjölskyldu gríssins. Gurra er fjögurra ára og býr með pabba sínum, mömmu og litla bróðurnum Georg sem er tveggja ára. Aðdáendur Gurru munu sjá nýja systkini Gurru næsta haust þegar þættir 408 til 420 verða sýndir. Mamma Gurru heitir eins og fram hefur komið Mamma grís og pabbinn heitir Pabbi grís. Á ensku er Pig-nafnið í Peppa Pig eftirnafn. Til að viðhalda stuðluninni hefur þýðandi ákveðið að þýða Peppu Pig sem Gurru grís og viljað halda grís-nafninu á öllum meðlimum fjölskyldunnar. Fyrir vikið eru mamman og pabban grísir sem er auðvitað ekki rétt því grís á aðeins um ákveðið ung svín. Peppa Pig heitir Gurra Grís á íslensku, væntanlega svo hún heiti ekki "Svín" að eftirnafni. Þetta veldur samt því að pabbi hennar, gríðarmikill göltur, heitir "Pabbi Grís", sem hann augljóslega er ekki. Þetta veldur mér meira hugarangri en ég kæri mig um.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 26, 2022
Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira