María Heimisdóttir skipuð landlæknir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2025 16:35 María Heimisdóttir er nýr landlæknir. Stöð 2/Sigurjón María Heimisdóttir fyrrverandi forstjóri Sjúkratrygginga hefur verið skipuð í embætti landlæknis til næstu fimm ára. Hæfnisnefnd segir Maríu hafa afburða leiðtogahæfni og farsæla reynslu af stjórnun. Greint er frá skipuninni á vef heilbrigðisráðuneytisins þar sem ferill Maríu er rakinn. Alma Möller lét af embætti landlæknis í aðdraganda Alþingiskosninganna 2024 og er nú heilbrigðisráðherra. Hún steig til hliðar við skipan landlæknis og var Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra settur landlæknir við skipunina. María lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, MBA námi frá University of Connecticut 1997 og doktorsprófi í lýðheilsu frá University of Massachusetts árið 2002. María starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 1999 til 2003 og á Landspítala árin 2003 til 2018, meðal annars sem yfirlæknir hagdeildar og framkvæmdastjóri fjármála, auk þess sem hún leiddi þróun rafrænnar sjúkraskrár um árabil. María var forstjóri Sjúkratrygginga Íslands frá 2018 til 2022 og árin 2023-2024 starfaði hún sem ráðgjafi stýrihóps Nýs Landspítala ohf. fyrir heilbrigðisráðuneytið. Frá því í ágúst á liðnu ári hefur hún verið yfirlæknir á upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur enn fremur sinnt kennslu og rannsóknum samhliða öðrum störfum og er varamaður í háskólaráði HÍ. Það er mat lögskipaðrar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnanaað víðtæk háskólamenntun Maríu á fleiri en einu sviði nýtist mjög vel í starfi, auk sérfræðimenntunar í læknisfræði en sérgrein hennar er lýðheilsufræði. Þá sé hún reynslumikill og farsæll stjórnandi með langvarandi reynslu á sviði rekstrar og fjármála. Í umsögn nefndarinnar segir m.a. að að María hafi afburða leiðtogahæfni, farsæla reynslu af stjórnun og rekstri. Að neðan má sjá lista yfir þau sem staðið hafa vaktina í embætti landlæknis: Bjarni Pálsson 1760–1779 Jón Sveinsson 1780–1803 Sveinn Pálsson 1803–1804 (settur) Tómas Klog 1804–1815 Oddur Hjaltalín 1816–1820 (settur) Jón Thorstenssen 1820–1855 Jón Hjaltalín 1855–1881 Jónas Jónassen 1881–1882 (settur) Hans J. G. Schierbeck 1882–1895 Jónas Jónassen 1895–1906 Guðmundur Björnsson 1906–1931 Vilmundur Jónsson 1931–1959 Sigurður Sigurðsson 1960–1972 Ólafur Ólafsson 1972–1998 Sigurður Guðmundsson 1998–2006 Matthías Halldórsson 2006–2007 (settur) Sigurður Guðmundsson 2007–2008 Matthías Halldórsson 2008–2009 Geir Gunnlaugsson 2010–2014 Birgir Jakobsson 2015–2018 Alma Möller 2018–2024 María Heimisdóttir 2025- Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Embætti landlæknis Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Greint er frá skipuninni á vef heilbrigðisráðuneytisins þar sem ferill Maríu er rakinn. Alma Möller lét af embætti landlæknis í aðdraganda Alþingiskosninganna 2024 og er nú heilbrigðisráðherra. Hún steig til hliðar við skipan landlæknis og var Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra settur landlæknir við skipunina. María lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, MBA námi frá University of Connecticut 1997 og doktorsprófi í lýðheilsu frá University of Massachusetts árið 2002. María starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 1999 til 2003 og á Landspítala árin 2003 til 2018, meðal annars sem yfirlæknir hagdeildar og framkvæmdastjóri fjármála, auk þess sem hún leiddi þróun rafrænnar sjúkraskrár um árabil. María var forstjóri Sjúkratrygginga Íslands frá 2018 til 2022 og árin 2023-2024 starfaði hún sem ráðgjafi stýrihóps Nýs Landspítala ohf. fyrir heilbrigðisráðuneytið. Frá því í ágúst á liðnu ári hefur hún verið yfirlæknir á upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur enn fremur sinnt kennslu og rannsóknum samhliða öðrum störfum og er varamaður í háskólaráði HÍ. Það er mat lögskipaðrar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnanaað víðtæk háskólamenntun Maríu á fleiri en einu sviði nýtist mjög vel í starfi, auk sérfræðimenntunar í læknisfræði en sérgrein hennar er lýðheilsufræði. Þá sé hún reynslumikill og farsæll stjórnandi með langvarandi reynslu á sviði rekstrar og fjármála. Í umsögn nefndarinnar segir m.a. að að María hafi afburða leiðtogahæfni, farsæla reynslu af stjórnun og rekstri. Að neðan má sjá lista yfir þau sem staðið hafa vaktina í embætti landlæknis: Bjarni Pálsson 1760–1779 Jón Sveinsson 1780–1803 Sveinn Pálsson 1803–1804 (settur) Tómas Klog 1804–1815 Oddur Hjaltalín 1816–1820 (settur) Jón Thorstenssen 1820–1855 Jón Hjaltalín 1855–1881 Jónas Jónassen 1881–1882 (settur) Hans J. G. Schierbeck 1882–1895 Jónas Jónassen 1895–1906 Guðmundur Björnsson 1906–1931 Vilmundur Jónsson 1931–1959 Sigurður Sigurðsson 1960–1972 Ólafur Ólafsson 1972–1998 Sigurður Guðmundsson 1998–2006 Matthías Halldórsson 2006–2007 (settur) Sigurður Guðmundsson 2007–2008 Matthías Halldórsson 2008–2009 Geir Gunnlaugsson 2010–2014 Birgir Jakobsson 2015–2018 Alma Möller 2018–2024 María Heimisdóttir 2025-
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Embætti landlæknis Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira