Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2025 16:45 Sepultura kom fram á Hróarskeldu sumarið 1994. Síðan þá hafa báðir Cavalera bræðurnir sem stofnuðu sveitina sagt skilið við hana. Getty/Niels Van Iperen Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis. Hún bætist í hóp sveita á borð við Manowar, In Flames, Carcass, Vader og Taake sem allar koma fram á Íslandi í júní. Þær þrjár síðarnefndu leika fyrir höfðaskaki á þungarokkshátíðinni Sátunni í Stykkishólmi helgina eftir að Sepultura troða upp. Tónleikar hetjurokkshasarkroppana í Manowar áttu upprunalega að vera í byrjun febrúar en var frestað vegna óveðurs. Þeir koma fram í Hörpunni 28. júní.Getty/Fin Costello Gárungar hafa haft orð á því að aðdáendur eðjurokks eigi svo von á einu stóri nafni til viðbótar í júní. Þau sem bíða í ofvæni eftir hvalrekum sumarsins þurfa ekki að örvænta. Í apríl stígur hin ítalska Ufomammut á stokk á hátíðinni Reykjadoom og í maí standa sömu aðilar fyrir tónleikum sveitarinnar Pallbearer. Báðar sveitirnar eiga það sameiginlegt að spila dómsdagsrokk en mikill munur er þó á músíkinni. Ufomammut hallast í átt að skynvíkkunarrokki og Pallbearer eru melódískari og háfleygari. Sepultura var stofnuð af bræðrunum Max og Igor Cavelera árið 1984 í Belo Horizonte í Brasilíu. Nafnið kemur úr portúgalskri þýðingu á lagatitlinum Dancing on Your Grave með Motörhead, Dançando na sua Sepultura. Til að byrja með var tónlistin hrátt og aggressívt þrassrokk en með árunum þróaðist hún í skrefum í átt að auðmeltanlegra rokki, varð einfaldari og meira grúví. Til marks um þetta er vinsælasta plata sveitarinnar, Roots frá 1996, talin hafa haft mikil áhrif á upphafsárum nu-metal stefnunnar. Einnig var tilkynnt um komu goregrind-guðfeðranna Carcass á Sátuna í vikunni, Arnar Eggert Thoroddsen fór stuttlega yfir sögu sveitarinnar hjá Tomma Steindórs á þriðjudaginn. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Hún bætist í hóp sveita á borð við Manowar, In Flames, Carcass, Vader og Taake sem allar koma fram á Íslandi í júní. Þær þrjár síðarnefndu leika fyrir höfðaskaki á þungarokkshátíðinni Sátunni í Stykkishólmi helgina eftir að Sepultura troða upp. Tónleikar hetjurokkshasarkroppana í Manowar áttu upprunalega að vera í byrjun febrúar en var frestað vegna óveðurs. Þeir koma fram í Hörpunni 28. júní.Getty/Fin Costello Gárungar hafa haft orð á því að aðdáendur eðjurokks eigi svo von á einu stóri nafni til viðbótar í júní. Þau sem bíða í ofvæni eftir hvalrekum sumarsins þurfa ekki að örvænta. Í apríl stígur hin ítalska Ufomammut á stokk á hátíðinni Reykjadoom og í maí standa sömu aðilar fyrir tónleikum sveitarinnar Pallbearer. Báðar sveitirnar eiga það sameiginlegt að spila dómsdagsrokk en mikill munur er þó á músíkinni. Ufomammut hallast í átt að skynvíkkunarrokki og Pallbearer eru melódískari og háfleygari. Sepultura var stofnuð af bræðrunum Max og Igor Cavelera árið 1984 í Belo Horizonte í Brasilíu. Nafnið kemur úr portúgalskri þýðingu á lagatitlinum Dancing on Your Grave með Motörhead, Dançando na sua Sepultura. Til að byrja með var tónlistin hrátt og aggressívt þrassrokk en með árunum þróaðist hún í skrefum í átt að auðmeltanlegra rokki, varð einfaldari og meira grúví. Til marks um þetta er vinsælasta plata sveitarinnar, Roots frá 1996, talin hafa haft mikil áhrif á upphafsárum nu-metal stefnunnar. Einnig var tilkynnt um komu goregrind-guðfeðranna Carcass á Sátuna í vikunni, Arnar Eggert Thoroddsen fór stuttlega yfir sögu sveitarinnar hjá Tomma Steindórs á þriðjudaginn.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira