Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 11:48 Opinberir háskólar á Íslandi eru vanfjármagnaðir og það á ekki síst við um Háskóla Íslands sem að bæði þjóðskóli og alþjóðlegur rannsóknaháskóli. Fjárveitingar til háskóla hér á landi eru töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Þrátt fyrir síendurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um að stefna að Norðurlandameðaltali í fjármögnun háskóla þá er langt í land að það gangi eftir. Bæta þarf fjármögnun HÍ með markvissum aðgerðum til að tryggja að starfsfólk hans geti áfram sinnt kennslu og rannsóknum á þann hátt að skólinn sé samkeppnishæfur í alþjóðlegu samhengi og geti gegnt skyldum sínum gagnvart íslensku samfélagi. Ein leið til að bæta fjármögnun er að auka sókn í erlenda rannsóknasjóði. En sú sókn er ekki raunhæf þar sem innlendir sterkir samkeppnissjóðir og viðunandi stofnanalegt umhverfi eru nauðsynlegar forsendur erlendra styrkjasóknar. Rannsakendur þurfa bakland í sterkri stofnun þar sem grunnþjónusta við starfsfólk og stúdenta er tryggð. Þá geta rannsakendur ekki sinnt rannsóknum ef álag í kennslu er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Skattaafsláttur til rannsókna og þróunarstarfs fyrirtækja hefur verið stóraukinn á meðan fjármagn til grunnrannsókna hefur verið skorið niður. Úthlutunarferli í Rannís er gegnsætt og byggir á faglegum forsendum, en vegna vanfjármögnunar hljóta einungis tæp 17% umsókna í Rannsóknasjóð brautargengi. Óljóst er hvaða forsendur eru á bakvið skattaafslátt fyrirtækja og hversu auðveld sú afgreiðsla er. Við hljótum að spyrja okkur hvort einhverju af þessu fé væri ekki betur varið í að fjármagna rannsóknir sem fram fara innan háskólanna. Starfsfólk Háskóla Íslands svaraði kalli stjórnvalda um aukna rannsóknarvirkni, lyfti grettistaki og breytti HÍ úr kennsluháskóla í alþjóðlegan rannsóknaháskóla. Í þeirri umbreytingu, sem hófst um síðustu aldamót, var m.a. stuðst við reynslu fræðigreina sem höfðu þegar sýnt virka þátttöku í alþjóðlegu rannsóknastarfi þar sem öflugir innviðir skipta höfuðmáli. Að öðrum ólöstuðum má í þessu sambandi nefna dæmi um rannsóknir íslenskra veirufræðinga og jarðfræðinga sem höfðu vakið verðskuldaða athygli á alþjóðlegum vettvang. Árangur þeirra er ekki aðeins að þakka eljusemi og dugnaði sterks fræðifólks heldur höfðu stjórnvöld stutt við rannsóknir í þessum fræðigreinum. Samfélagið hér á landi og erlendis nýtur nú afurðanna. Ef HÍ á að halda áfram að vera landi og þjóð til sóma þurfa stjórnvöld að standa við fyrirheit sín um fjármögnun. Til þess þarf að móta og fylgja skýrri stefnu um það hvernig megi mæta fjármögnunarþörfinni og tryggja að opinberir fjármunir renni til rannsókna á háskólastigi. Slík eftirfylgni mun skila sér í enn öflugra háskólastarfi, auknum rannsóknum og betri samkeppnishæfni Háskóla Íslands á alþjóðavísu. Við getum ekki lengur látið nægja að tala um mikilvægi rannsókna – þær þarf að fjármagna. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Opinberir háskólar á Íslandi eru vanfjármagnaðir og það á ekki síst við um Háskóla Íslands sem að bæði þjóðskóli og alþjóðlegur rannsóknaháskóli. Fjárveitingar til háskóla hér á landi eru töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Þrátt fyrir síendurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um að stefna að Norðurlandameðaltali í fjármögnun háskóla þá er langt í land að það gangi eftir. Bæta þarf fjármögnun HÍ með markvissum aðgerðum til að tryggja að starfsfólk hans geti áfram sinnt kennslu og rannsóknum á þann hátt að skólinn sé samkeppnishæfur í alþjóðlegu samhengi og geti gegnt skyldum sínum gagnvart íslensku samfélagi. Ein leið til að bæta fjármögnun er að auka sókn í erlenda rannsóknasjóði. En sú sókn er ekki raunhæf þar sem innlendir sterkir samkeppnissjóðir og viðunandi stofnanalegt umhverfi eru nauðsynlegar forsendur erlendra styrkjasóknar. Rannsakendur þurfa bakland í sterkri stofnun þar sem grunnþjónusta við starfsfólk og stúdenta er tryggð. Þá geta rannsakendur ekki sinnt rannsóknum ef álag í kennslu er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Skattaafsláttur til rannsókna og þróunarstarfs fyrirtækja hefur verið stóraukinn á meðan fjármagn til grunnrannsókna hefur verið skorið niður. Úthlutunarferli í Rannís er gegnsætt og byggir á faglegum forsendum, en vegna vanfjármögnunar hljóta einungis tæp 17% umsókna í Rannsóknasjóð brautargengi. Óljóst er hvaða forsendur eru á bakvið skattaafslátt fyrirtækja og hversu auðveld sú afgreiðsla er. Við hljótum að spyrja okkur hvort einhverju af þessu fé væri ekki betur varið í að fjármagna rannsóknir sem fram fara innan háskólanna. Starfsfólk Háskóla Íslands svaraði kalli stjórnvalda um aukna rannsóknarvirkni, lyfti grettistaki og breytti HÍ úr kennsluháskóla í alþjóðlegan rannsóknaháskóla. Í þeirri umbreytingu, sem hófst um síðustu aldamót, var m.a. stuðst við reynslu fræðigreina sem höfðu þegar sýnt virka þátttöku í alþjóðlegu rannsóknastarfi þar sem öflugir innviðir skipta höfuðmáli. Að öðrum ólöstuðum má í þessu sambandi nefna dæmi um rannsóknir íslenskra veirufræðinga og jarðfræðinga sem höfðu vakið verðskuldaða athygli á alþjóðlegum vettvang. Árangur þeirra er ekki aðeins að þakka eljusemi og dugnaði sterks fræðifólks heldur höfðu stjórnvöld stutt við rannsóknir í þessum fræðigreinum. Samfélagið hér á landi og erlendis nýtur nú afurðanna. Ef HÍ á að halda áfram að vera landi og þjóð til sóma þurfa stjórnvöld að standa við fyrirheit sín um fjármögnun. Til þess þarf að móta og fylgja skýrri stefnu um það hvernig megi mæta fjármögnunarþörfinni og tryggja að opinberir fjármunir renni til rannsókna á háskólastigi. Slík eftirfylgni mun skila sér í enn öflugra háskólastarfi, auknum rannsóknum og betri samkeppnishæfni Háskóla Íslands á alþjóðavísu. Við getum ekki lengur látið nægja að tala um mikilvægi rannsókna – þær þarf að fjármagna. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun