Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2025 10:03 Leikmenn íslenska landsliðsins fögnuðu úti á gólfi Laugardalshallar en alvöru fögnuðurinn tók svo við inni í búningsklefa. vísir/Anton Ægir Þór Steinarsson fór vandlega yfir það með GAZ-bræðrum hvernig fagnaðarlæti íslenska landsliðsins í körfubolta voru á sunnudagskvöld, og aðfaranótt mánudags, eftir að liðið tryggði sér sæti á EuroBasket. „Þegar þú hættir þá er það þetta sem þú saknar,“ sagði Pavel Ermolinskij þegar þeir Helgi Már Magnússon hófu að krefja Ægi um nákvæmar lýsingar á fagnaðarlátunum, allt frá lokaflauti og þar til að menn skriðu heim til sín seint um nóttina nú eða í erfitt morgunflug til meginlands Evrópu. Eftir fagnaðarlætin sem sjónvarpsáhorfendur og gestir Laugardalshallar gátu fylgst með þá má segja að hin sanni fögnuður hefjist hjá mönnum inni í klefa. Þar eru „fallegu stundirnar“ eins og Pavel orðaði. „En það sem er mest pirrandi þegar þú mætir inn í klefann núna, sem er alveg fáránlegt, er helvítis myndavélin sem er bara föst inni í klefa til að mynda fögnuðinn. Þegar maður mætir inn í klefa langar mann bara að „strip naked“ og taka orminn og eitthvað,“ sagði Ægir í nýjasta þætti GAZ-ins sem hlusta má á hér að neðan og á helstu hlaðvarpsveitum. En þegar útsendingu RÚV var lokið og flestir gestir farnir úr Laugardalshöll gátu menn fagnað með sínum hætti. Lýsingum Ægis ber þó að taka með einhverjum fyrirvara. Hann var óhræddur við að slá á létta strengi í spjalli við sína gömlu liðsfélaga. „Um leið og myndavélin var farin þá var bara teipað fyrir alla reykskynjara og kveikt á vindlunum, og þá byrjaði kampavínið og svoleiðis gleði. Við vorum bara að öskursyngja og gera allt sem maður getur gert á svona mómenti. Maður vill ekkert fara úr klefanum,“ sagði Ægir. Þjálfaranum skipað að mæta í partýið Draumur Pavels og Helga er að sjá um fararstjórn hjá landsliðinu og þeir reiknuðu með að eftir klefafögnuð hefði verið farið á flottan veitingastað til að fagna áfram. „Cafe Easy er okkar veitingastaður þegar við fögnum stórum áföngum í lífinu,“ sagði Ægir laufléttur og vísaði til kaffiteríunnar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardalnum. Hópurinn hélt svo einkasamkvæmi á ónefndum bar í miðborg Reykjavíkur. „Þetta var þéttur hópur Þetta voru bara leikmenn og þjálfarar,“ sagði Ægir en landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen var reyndar efins um að taka áfram þátt í partýinu: „Craig var eitthvað að reyna að fara snemma heim en hann var bara dreginn inn í bíl. Ekki séns að hann væri ekki að fara að mæta.“ Ægir Þór Steinarsson hafði góða ástæðu til að fagna eftir sigurinn magnaða gegn Tyrkjum.vísir/Anton Morgunflug beint eftir fögnuðinn Ægir ræddi um ýmislegt fleira tengt fögnuðinum og kom meðal annars inn á „mjög slæma“ frammistöðu Tryggva Snæs Hlinasonar í gleðinni en tók fram að Elvar Már Friðriksson og Sigtryggur Arnar Björnsson hefðu staðið sig með sérstakri prýði. Þá skaut Ægir létt á Arnar Guðjónsson, afreksstjóra KKÍ, fyrir að reyna að senda leikmenn í morgunflug daginn eftir EM-fögnuð: „Þegar maður er að plana partý þá er mikilvægt að vera viðbúinn við öllu. Afreksstjórinn var hins vegar búinn að panta flug fyrir þrjá af þeim sem eru að spila erlendis, klukkan sjö morguninn eftir. Með átta tíma stoppi í Berlín! Hefur maður heyrt annað eins? Maðurinn hefur gert margt gott en menn voru bara að cancela flugum þarna á Cafe Easy.“ Hægt er að hlusta á GAZið á Tal með því að smella hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira
„Þegar þú hættir þá er það þetta sem þú saknar,“ sagði Pavel Ermolinskij þegar þeir Helgi Már Magnússon hófu að krefja Ægi um nákvæmar lýsingar á fagnaðarlátunum, allt frá lokaflauti og þar til að menn skriðu heim til sín seint um nóttina nú eða í erfitt morgunflug til meginlands Evrópu. Eftir fagnaðarlætin sem sjónvarpsáhorfendur og gestir Laugardalshallar gátu fylgst með þá má segja að hin sanni fögnuður hefjist hjá mönnum inni í klefa. Þar eru „fallegu stundirnar“ eins og Pavel orðaði. „En það sem er mest pirrandi þegar þú mætir inn í klefann núna, sem er alveg fáránlegt, er helvítis myndavélin sem er bara föst inni í klefa til að mynda fögnuðinn. Þegar maður mætir inn í klefa langar mann bara að „strip naked“ og taka orminn og eitthvað,“ sagði Ægir í nýjasta þætti GAZ-ins sem hlusta má á hér að neðan og á helstu hlaðvarpsveitum. En þegar útsendingu RÚV var lokið og flestir gestir farnir úr Laugardalshöll gátu menn fagnað með sínum hætti. Lýsingum Ægis ber þó að taka með einhverjum fyrirvara. Hann var óhræddur við að slá á létta strengi í spjalli við sína gömlu liðsfélaga. „Um leið og myndavélin var farin þá var bara teipað fyrir alla reykskynjara og kveikt á vindlunum, og þá byrjaði kampavínið og svoleiðis gleði. Við vorum bara að öskursyngja og gera allt sem maður getur gert á svona mómenti. Maður vill ekkert fara úr klefanum,“ sagði Ægir. Þjálfaranum skipað að mæta í partýið Draumur Pavels og Helga er að sjá um fararstjórn hjá landsliðinu og þeir reiknuðu með að eftir klefafögnuð hefði verið farið á flottan veitingastað til að fagna áfram. „Cafe Easy er okkar veitingastaður þegar við fögnum stórum áföngum í lífinu,“ sagði Ægir laufléttur og vísaði til kaffiteríunnar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardalnum. Hópurinn hélt svo einkasamkvæmi á ónefndum bar í miðborg Reykjavíkur. „Þetta var þéttur hópur Þetta voru bara leikmenn og þjálfarar,“ sagði Ægir en landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen var reyndar efins um að taka áfram þátt í partýinu: „Craig var eitthvað að reyna að fara snemma heim en hann var bara dreginn inn í bíl. Ekki séns að hann væri ekki að fara að mæta.“ Ægir Þór Steinarsson hafði góða ástæðu til að fagna eftir sigurinn magnaða gegn Tyrkjum.vísir/Anton Morgunflug beint eftir fögnuðinn Ægir ræddi um ýmislegt fleira tengt fögnuðinum og kom meðal annars inn á „mjög slæma“ frammistöðu Tryggva Snæs Hlinasonar í gleðinni en tók fram að Elvar Már Friðriksson og Sigtryggur Arnar Björnsson hefðu staðið sig með sérstakri prýði. Þá skaut Ægir létt á Arnar Guðjónsson, afreksstjóra KKÍ, fyrir að reyna að senda leikmenn í morgunflug daginn eftir EM-fögnuð: „Þegar maður er að plana partý þá er mikilvægt að vera viðbúinn við öllu. Afreksstjórinn var hins vegar búinn að panta flug fyrir þrjá af þeim sem eru að spila erlendis, klukkan sjö morguninn eftir. Með átta tíma stoppi í Berlín! Hefur maður heyrt annað eins? Maðurinn hefur gert margt gott en menn voru bara að cancela flugum þarna á Cafe Easy.“ Hægt er að hlusta á GAZið á Tal með því að smella hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira