„Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. febrúar 2025 23:15 Einar Jónsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33 eftir framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ánægður með sigurinn og var spenntur að mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn. „Það var aðalatriðið að vinna leikinn og koma okkur í þá stöðu að geta unnið þennan titil. Við vorum betri í framlengingunni og við vorum yfir eiginlega allan tímann og Afturelding komst í fyrsta skipti yfir undir lok leiks. Ég ber mikla virðingu fyrir Aftureldingu og ég er hrikalega ánægður að hafa klárað þetta.“ sagði Einar Jónsson í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður út í hvað breyttist þegar Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn í venjulegum leiktíma fannst Einari hans menn vera klaufar. „Við vorum smá klaufar og ég hefði viljað sjá betri markvörslu fyrri part seinni hálfleiks þar sem mér fannst við vera spila góða vörn. Ofan á það vorum við ólíkir sjálfum okkur þar sem við vorum með 6-7 tapaða bolta í seinni hálfleik sem er ekki okkar leikur en hrós á Aftureldingu sem gerði þetta vel og það var erfitt að spila við þá.“ „Þetta var eins týpískur leikur á milli Fram og Aftureldingar eins og hugsast getur. Þetta eru nánast undantekningarlaust geðveikir leikir og maður hafði trú á því að þetta gæti orðið svona eins og þetta var.“ Einar taldi það afar mikilvægt að hans lið hafi tekið frumkvæðið í framlengingunni og komist þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. „Einhverjir vildu byrja með boltann en ég sagði nei við byrjum með boltann í seinni hálfleik. Mér finnst það miklu betra þar sem við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks og þeir reyndar skoruðu grísamark og við í rauninni áttum að komast fjórum yfir þegar við byrjuðum með boltann í seinni hálfleik og skoruðum. Vörnin var frábær og ég held að það hafi verið grunnurinn í þessu.“ Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn og Einar sagði að það myndi ekki skipta neinu máli að hans menn hafi spilað í 70 mínútur á meðan hinn leikurinn í undanúrslitum fór ekki í framlengingu. „Nei það er svo langt í þetta, tæp vika. Við mætum ferskir og þetta á ekki að hafa nein áhrif.“ Hvaða þýðingu myndi það hafa fyrir Einar og félagið að verða bikarmeistarar þar sem Framarar hafa ekki orðið bikarmeistarar í karlaflokki í tuttugu og fimm ár. „Það myndi hafa mikla þýðingu. Við ætluðum að koma okkur í þessa stöðu og núna verðum við að klára þetta fyrir okkar stuðningsmenn og okkar fólk. Okkur langar virkilega að vinna titla hérna og við munum gefa allt í það,“ sagði Einar að lokum. Fram Powerade-bikarinn Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjá meira
„Það var aðalatriðið að vinna leikinn og koma okkur í þá stöðu að geta unnið þennan titil. Við vorum betri í framlengingunni og við vorum yfir eiginlega allan tímann og Afturelding komst í fyrsta skipti yfir undir lok leiks. Ég ber mikla virðingu fyrir Aftureldingu og ég er hrikalega ánægður að hafa klárað þetta.“ sagði Einar Jónsson í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður út í hvað breyttist þegar Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn í venjulegum leiktíma fannst Einari hans menn vera klaufar. „Við vorum smá klaufar og ég hefði viljað sjá betri markvörslu fyrri part seinni hálfleiks þar sem mér fannst við vera spila góða vörn. Ofan á það vorum við ólíkir sjálfum okkur þar sem við vorum með 6-7 tapaða bolta í seinni hálfleik sem er ekki okkar leikur en hrós á Aftureldingu sem gerði þetta vel og það var erfitt að spila við þá.“ „Þetta var eins týpískur leikur á milli Fram og Aftureldingar eins og hugsast getur. Þetta eru nánast undantekningarlaust geðveikir leikir og maður hafði trú á því að þetta gæti orðið svona eins og þetta var.“ Einar taldi það afar mikilvægt að hans lið hafi tekið frumkvæðið í framlengingunni og komist þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. „Einhverjir vildu byrja með boltann en ég sagði nei við byrjum með boltann í seinni hálfleik. Mér finnst það miklu betra þar sem við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks og þeir reyndar skoruðu grísamark og við í rauninni áttum að komast fjórum yfir þegar við byrjuðum með boltann í seinni hálfleik og skoruðum. Vörnin var frábær og ég held að það hafi verið grunnurinn í þessu.“ Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn og Einar sagði að það myndi ekki skipta neinu máli að hans menn hafi spilað í 70 mínútur á meðan hinn leikurinn í undanúrslitum fór ekki í framlengingu. „Nei það er svo langt í þetta, tæp vika. Við mætum ferskir og þetta á ekki að hafa nein áhrif.“ Hvaða þýðingu myndi það hafa fyrir Einar og félagið að verða bikarmeistarar þar sem Framarar hafa ekki orðið bikarmeistarar í karlaflokki í tuttugu og fimm ár. „Það myndi hafa mikla þýðingu. Við ætluðum að koma okkur í þessa stöðu og núna verðum við að klára þetta fyrir okkar stuðningsmenn og okkar fólk. Okkur langar virkilega að vinna titla hérna og við munum gefa allt í það,“ sagði Einar að lokum.
Fram Powerade-bikarinn Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti