Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 08:01 Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara. Að minnsta kosti þriðjungur krabbameina hefur tengsl við óheilbrigðar lífsvenjur. Þriðji hver Íslendingur getur í dag vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og árlega fá að meðaltali 1.017 karlmenn krabbamein. Þekking á krabbameinum eykst stöðugt með öflugu vísindastarfi um allan heim. Rannsóknirnar hafa leitt til verulegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina en það þarf að nýta þær betur í forvarnarskyni. Við vitum að mörg krabbamein eiga sér lífsstílstengda áhættuþætti og þá vitneskju er mikilvægt að við tökum til okkar hvert og eitt og reynum að draga eins mikið úr krabbameinsáhættu okkar og við getum. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Því miður getum við ekki tryggt okkur gegn krabbameinum. Við getum samt gert ýmislegt til að draga úr líkunum á að við fáum krabbamein eins og að: - Reykja hvorki né nota tóbak - Hreyfa okkur reglulega - Sleppa eða draga úr áfengisneyslu - Huga að heilsusamlegu mataræði - Stefna að hæfilegri líkamsþyngd - Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Meðal algengustu krabbameina hjá karlmönnum eru lungnakrabbamein og krabbamein í ristli og endaþarmi, krabbamein sem hafa þekkta áhættuþætti. Lækkun í nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina er frábært dæmi um árangur af forvarnarstarfi sem leiddi til breytingar á lífsstíl fólks, hverfandi tóbaksreykinga. Það gefur auga leið að hvert einasta tilvik sem hægt er að koma í veg fyrir skiptir máli, fyrir einstaklinginn sjálfan, fjölskyldur og samfélagið allt. Grínast stjórnvöld með lífsstílinn? Krabbameinsfélagið vill auka þekkingu almennings á áhættuþáttum og að fleiri tileinki sér lífsvenjur sem draga úr krabbameinsáhættu. En fleira þarf til. Við biðlum til stjórnvalda sem nýverið óskuðu eftir tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri að fjárfesta í stefnum og aðgerðum sem auðvelda almenningi að taka heilsusamlegar ákvarðanir í daglegu lífi. Stjórnvöld hafa margt í hendi sér, aðgengi að hreyfingu á öllum skólastigum, skattlagningu á matvælum, takmörkun á aðgengi að vörum sem eru þekktir áhættuþættir, líkt og áfengi og fleira má nefna. Í mörgum löndum er horft til Íslands varðandi árangur í tóbaksvörnum og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur til að önnur lönd horfi til Íslands og annarra Norðurlanda varðandi fyrirkomulag sölu á áfengi. Við getum verið fyrirmynd annarra. Ekkert er of lítið og það er aldrei of seint Daglegar venjur okkar skipta máli varðandi krabbamein, það er óumdeilt. Öll skref í rétta átt eru til bóta og það er aldrei of seint að taka þau. Það þarf ekki endilega svo mikið til, svolítið meiri neysla á grænmeti og ávöxtum og örlítið meiri hreyfing eru til dæmis mikilvæg skref í rétta átt. Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum og þeir sem hafa tileinkað sér hann standa að auki betur ef þeir fá krabbamein. En af hverju fjáröflun? Af því að lífið liggur við. Krabbameinsfélagið er 74 ára félag, stofnað af fólkinu í landinu og hefur alla tíð verið rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja. Félagið, með 27 aðildarfélögum sínum, lætur sig allt varða þegar kemur að krabbameinum; forvarnir, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknir, ráðgjöf og stuðning við sjúklinga og aðstandendur um allt land. Í Mottumars söfnum við fyrir öllu þessu. Við viljum fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og vinna að því að þeir og fjölskyldur þeirra lifi sem bestu lífi með og eftir krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Með því að safna og skarta myndarlegri mottu, taka þátt í Mottumarshlaupinu, veita fræðsluskilaboðum athygli og ekki síst með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju Havarís leggur þú þitt af mörkum. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn. Ekki grínast með lífsstílinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara. Að minnsta kosti þriðjungur krabbameina hefur tengsl við óheilbrigðar lífsvenjur. Þriðji hver Íslendingur getur í dag vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og árlega fá að meðaltali 1.017 karlmenn krabbamein. Þekking á krabbameinum eykst stöðugt með öflugu vísindastarfi um allan heim. Rannsóknirnar hafa leitt til verulegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina en það þarf að nýta þær betur í forvarnarskyni. Við vitum að mörg krabbamein eiga sér lífsstílstengda áhættuþætti og þá vitneskju er mikilvægt að við tökum til okkar hvert og eitt og reynum að draga eins mikið úr krabbameinsáhættu okkar og við getum. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Því miður getum við ekki tryggt okkur gegn krabbameinum. Við getum samt gert ýmislegt til að draga úr líkunum á að við fáum krabbamein eins og að: - Reykja hvorki né nota tóbak - Hreyfa okkur reglulega - Sleppa eða draga úr áfengisneyslu - Huga að heilsusamlegu mataræði - Stefna að hæfilegri líkamsþyngd - Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Meðal algengustu krabbameina hjá karlmönnum eru lungnakrabbamein og krabbamein í ristli og endaþarmi, krabbamein sem hafa þekkta áhættuþætti. Lækkun í nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina er frábært dæmi um árangur af forvarnarstarfi sem leiddi til breytingar á lífsstíl fólks, hverfandi tóbaksreykinga. Það gefur auga leið að hvert einasta tilvik sem hægt er að koma í veg fyrir skiptir máli, fyrir einstaklinginn sjálfan, fjölskyldur og samfélagið allt. Grínast stjórnvöld með lífsstílinn? Krabbameinsfélagið vill auka þekkingu almennings á áhættuþáttum og að fleiri tileinki sér lífsvenjur sem draga úr krabbameinsáhættu. En fleira þarf til. Við biðlum til stjórnvalda sem nýverið óskuðu eftir tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri að fjárfesta í stefnum og aðgerðum sem auðvelda almenningi að taka heilsusamlegar ákvarðanir í daglegu lífi. Stjórnvöld hafa margt í hendi sér, aðgengi að hreyfingu á öllum skólastigum, skattlagningu á matvælum, takmörkun á aðgengi að vörum sem eru þekktir áhættuþættir, líkt og áfengi og fleira má nefna. Í mörgum löndum er horft til Íslands varðandi árangur í tóbaksvörnum og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur til að önnur lönd horfi til Íslands og annarra Norðurlanda varðandi fyrirkomulag sölu á áfengi. Við getum verið fyrirmynd annarra. Ekkert er of lítið og það er aldrei of seint Daglegar venjur okkar skipta máli varðandi krabbamein, það er óumdeilt. Öll skref í rétta átt eru til bóta og það er aldrei of seint að taka þau. Það þarf ekki endilega svo mikið til, svolítið meiri neysla á grænmeti og ávöxtum og örlítið meiri hreyfing eru til dæmis mikilvæg skref í rétta átt. Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum og þeir sem hafa tileinkað sér hann standa að auki betur ef þeir fá krabbamein. En af hverju fjáröflun? Af því að lífið liggur við. Krabbameinsfélagið er 74 ára félag, stofnað af fólkinu í landinu og hefur alla tíð verið rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja. Félagið, með 27 aðildarfélögum sínum, lætur sig allt varða þegar kemur að krabbameinum; forvarnir, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknir, ráðgjöf og stuðning við sjúklinga og aðstandendur um allt land. Í Mottumars söfnum við fyrir öllu þessu. Við viljum fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og vinna að því að þeir og fjölskyldur þeirra lifi sem bestu lífi með og eftir krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Með því að safna og skarta myndarlegri mottu, taka þátt í Mottumarshlaupinu, veita fræðsluskilaboðum athygli og ekki síst með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju Havarís leggur þú þitt af mörkum. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn. Ekki grínast með lífsstílinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun